Tvísýnt hvort úrkomumet maímánaðar verði slegið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 12:28 Það hefur rignt ansi mikið í höfuðborginni það sem af er maímánuði svo úrkomumetið stendur tæpt. vísir/sigtryggur ari Það er ekki loku fyrir það skotið að úrkomumet maímánuðar í Reykjavík falli nú í ár en það er tvísýnt. Metið er 126 millimetrar og er frá árinu 1989. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að úrkomumetið gæti fallið en í dag vekur hann máls á því á sama vettvangi að það sé alls ekkert víst að metið falli, sé rýnt í rigningarspár. Einar segir að fyrir helgi hafi stefnt í úrkomumet en á laugardag hafi svo rignt talsvert minna en spáð hafði verið. Í gær og nótt reyndist úrkoman svo heldur meiri. „Kl. 18 í gær voru skráðir 116,2 mm. 8,3 mm bættust í nótt og þá á eftir að taka tillit til úrkomu að kvöldi 30. apríl sem telst til maí (sennilega 0,8 mm). Niðurstaðan úr þessum reiknikúnstum gefur 125,3 mm. Það má því segja að metið hafi verið nánast jafnað lítillega vanti upp á. Veðurstofan hefur þó alla yfirsýn, þar eru bækurnar sem mælingarnar eru færðar í. Þá er það spurningin, koma nokkrir dropar til viðbótar fram að síðusta álestri á fimmtudag, 31. maí kl. 18 ? Það er alls ekkert víst ef rýnt er í rigningarspár. Það er eins og nú hafi verið skrúfað fyrir í bili,“ segir Einar. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu í dag og út mánuðinn eru þessar:Hæg breytileg átt eftir hádegi og bjartviðri. Hvessir í kvöld, suðaustan 8-15 í nótt og á morgun og rigning eða súld af og til. Hiti 7 til 12 stig.Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig.Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Það er ekki loku fyrir það skotið að úrkomumet maímánuðar í Reykjavík falli nú í ár en það er tvísýnt. Metið er 126 millimetrar og er frá árinu 1989. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að úrkomumetið gæti fallið en í dag vekur hann máls á því á sama vettvangi að það sé alls ekkert víst að metið falli, sé rýnt í rigningarspár. Einar segir að fyrir helgi hafi stefnt í úrkomumet en á laugardag hafi svo rignt talsvert minna en spáð hafði verið. Í gær og nótt reyndist úrkoman svo heldur meiri. „Kl. 18 í gær voru skráðir 116,2 mm. 8,3 mm bættust í nótt og þá á eftir að taka tillit til úrkomu að kvöldi 30. apríl sem telst til maí (sennilega 0,8 mm). Niðurstaðan úr þessum reiknikúnstum gefur 125,3 mm. Það má því segja að metið hafi verið nánast jafnað lítillega vanti upp á. Veðurstofan hefur þó alla yfirsýn, þar eru bækurnar sem mælingarnar eru færðar í. Þá er það spurningin, koma nokkrir dropar til viðbótar fram að síðusta álestri á fimmtudag, 31. maí kl. 18 ? Það er alls ekkert víst ef rýnt er í rigningarspár. Það er eins og nú hafi verið skrúfað fyrir í bili,“ segir Einar. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu í dag og út mánuðinn eru þessar:Hæg breytileg átt eftir hádegi og bjartviðri. Hvessir í kvöld, suðaustan 8-15 í nótt og á morgun og rigning eða súld af og til. Hiti 7 til 12 stig.Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig.Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira