Mjög mikil rigning sunnan- og vestanlands á kjördag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2018 10:30 Spákort fyrir hádegið á morgun, kjördag. Það verður rigning víða um land. veðurstofa íslands Það er spáð mjög mikilli rigningu sunnan-og vestanlands á morgun þegar landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga. Spáin lítur betur út fyrir Norður- og Austurland en eins og spákort Veðurstofunnar lítur út núna er spáð allt að 20 stiga hita á austanlands. Þá gæti jafnvel sést til sólar í þessum landshlutum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að úrkoman sem búist sé við í Reykjavík sé mjög mikil fyrir höfuðborgina. „Þetta gætu verið alveg 50 til 60 millimetrar sem falla á morgun,“ segir Elín. Það byrjar að rigna í kvöld og heldur svo áfram þangað til annað kvöld. Úrkomunni fylgir hvassviðri; það verður hvasst í nótt en dregur svo úr vindi á morgun. Miðað við spána er ekki von nema spurt sé hvort úrkomumetið í Reykjavík fyrir maí sé að fara að falla, eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, gerði á Facebook-síðu sinni í gær. Miðað við spána þá sagði hann að metið, sem er 126 millimetrar frá 1989, væri í hættu. Fyrra metið var 122 millimetrar og var það skráð árið 1986. „Þetta verða spennandi lokadagar. Ný mánaðarmet á veðurstöðvum með yfir 100 ára sögu teljast alltaf til tíðinda,“ sagði Einar í færslunni á Facebook sem sjá má neðst í fréttinni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir um landið vestanvert fram eftir degi en bjartviðri um landið austanvert. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu sunnan og vestanlands með kvöldinu. Suðlægari og talsverð eða mikil rigning í nótt og fyrramálið. Dregur úr rigningu um norðan og austanvert landið fyrir hádegi en sunnan og vestantil annað kvöld. Hiti yfirleitt 6 til 13 stig en 13 til 19 stig norðaustantil á morgun.Á sunnudag:Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðvesturströndinni. Skýjað og rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð um tíma en úrkomulítið austanlands. Hiti breytist lítið. Hiti 10-18 stig austantil en 5 til 13 stig um landið vestanvert.Á mánudag:Fremur hæg suðlæg átt. Minnkandi rigning á vestanverðu landinu og úrkomulítið þar eftir hádegi en stöku skúrir austantil. Hiti víða 11 til 17 stig.Á þriðjudag:Suðaustan 5-13 m/s. Stöku skúrir með suðausturströndinni og dálítil væta vestast annars víða skýjað með köflum en bjartviðri á Norðurlandi. Hlýtt í veðri. Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Það er spáð mjög mikilli rigningu sunnan-og vestanlands á morgun þegar landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga. Spáin lítur betur út fyrir Norður- og Austurland en eins og spákort Veðurstofunnar lítur út núna er spáð allt að 20 stiga hita á austanlands. Þá gæti jafnvel sést til sólar í þessum landshlutum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að úrkoman sem búist sé við í Reykjavík sé mjög mikil fyrir höfuðborgina. „Þetta gætu verið alveg 50 til 60 millimetrar sem falla á morgun,“ segir Elín. Það byrjar að rigna í kvöld og heldur svo áfram þangað til annað kvöld. Úrkomunni fylgir hvassviðri; það verður hvasst í nótt en dregur svo úr vindi á morgun. Miðað við spána er ekki von nema spurt sé hvort úrkomumetið í Reykjavík fyrir maí sé að fara að falla, eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, gerði á Facebook-síðu sinni í gær. Miðað við spána þá sagði hann að metið, sem er 126 millimetrar frá 1989, væri í hættu. Fyrra metið var 122 millimetrar og var það skráð árið 1986. „Þetta verða spennandi lokadagar. Ný mánaðarmet á veðurstöðvum með yfir 100 ára sögu teljast alltaf til tíðinda,“ sagði Einar í færslunni á Facebook sem sjá má neðst í fréttinni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir um landið vestanvert fram eftir degi en bjartviðri um landið austanvert. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu sunnan og vestanlands með kvöldinu. Suðlægari og talsverð eða mikil rigning í nótt og fyrramálið. Dregur úr rigningu um norðan og austanvert landið fyrir hádegi en sunnan og vestantil annað kvöld. Hiti yfirleitt 6 til 13 stig en 13 til 19 stig norðaustantil á morgun.Á sunnudag:Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðvesturströndinni. Skýjað og rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð um tíma en úrkomulítið austanlands. Hiti breytist lítið. Hiti 10-18 stig austantil en 5 til 13 stig um landið vestanvert.Á mánudag:Fremur hæg suðlæg átt. Minnkandi rigning á vestanverðu landinu og úrkomulítið þar eftir hádegi en stöku skúrir austantil. Hiti víða 11 til 17 stig.Á þriðjudag:Suðaustan 5-13 m/s. Stöku skúrir með suðausturströndinni og dálítil væta vestast annars víða skýjað með köflum en bjartviðri á Norðurlandi. Hlýtt í veðri.
Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira