Kæru samborgarar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. maí 2018 10:00 Nú þegar komið er að ykkur að velja þann flokk sem þið treystið best til að taka utan um ykkar mál í Reykjavík langar mig að segja frá fyrir hvað ég stend sem manneskja og sem oddviti Flokks fólksins. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni hefur vakið í brjósti mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því báli sem blossar upp finni ég mig í aðstæðum í starfi jafnt sem einkalífi þar sem fólki líður illa og þar sem beitt er ofbeldi eða óréttlæti. Sú staðreynd að margt fólk á hvorki í sig né á og þeir erfiðleikar sem það hefur í för með sér er hrein skömm fyrir gott samfélag. Ég mun beita mér af hörku að uppræta fátækt. Ég ætla að blanda mér í málið og læt með öllum mögulegum hætti til skarar skríða til að stöðva eða sporna við óréttlæti. Kjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks hafa versnað, húsnæðismál þessara hópa eru í ólestri og mun ég berjast af eldmóði í þágu þeirra verst settu. Ég er frökk, kjörkuð og verkglöð. Ég hef látið verkin tala. Hugmyndir nægja mér ekki, þær þarf að framkvæma. Ég hika ekki við að taka áhættu ef það er í þágu fólks. Í mér er óbilandi þrek og það vita allir sem þekkja mig. Sú barátta sem ég hef háð gegn einelti árum saman, sem margir þekkja mig af, lýsir þessu kannski best. Á þeim baráttuvettvangi hef ég látið einskis ófreistað til að þeim vágesti verði eytt. Árum saman barðist ég einnig fyrir réttlæti á vinnumarkaðnum í hlutverki mínu sem formaður Stéttarfélags Sálfræðinga. Á minni lífsleið með persónuleikaeinkenni eins og hér er lýst hef ég rekist á marga veggi og hef sannarlega ekki verið allra. En fyrir mér er það í lagi svo framarlega sem mér miðar áfram fyrir fólkið sem ég er að vinna fyrir og hjálpa. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég verið farsæl og á hverjum degi er umbun þegar mætir mér bros og þakklæti og mér sagt að ég hafi hjálpað. Börn og unglingar eru minn skjólstæðingahópur til fjölda ára. Ég vil nú vaða upp á dekk í borgarstjórn og ekki linna látum fyrr en farið er að gera nauðsynlegar breytingar fyrir börnin í borginni. Við getum ekki liðið að því allra dýrmætasta sem við eigum, börnin, skulu mörg hver vera í mikilli vanlíðan. Málefni þeirra og fjölskyldna þeirra hafa einfaldlega ekki verið í forgangi, þau hafa verið vanrækt af stjórnvöldum. Ykkur kæru Reykvíkingar þrái ég að fá að þjóna, ég þrái að komast á þann stað þar sem ég get unnið fyrir marga í einu, barist fyrir fjöldann í þeim málum sem mér finnst verulega þurfa að taka til í. Hér má nefna húsnæðismálin sem við í Flokki fólksins ætlum að taka á af slíkum krafti að áður hefur ekki sést. Það hefur verið brotið á barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum í mörg ár, fólk sem á hvergi fastan samastað. Í mér brennur bál óréttlætis og sorgar þegar ég hugsa til þess hvernig farið hefur verið með fólk í Reykjavík sem búið hefur við skerta örorku, lúsarlaun, fólk sem missti allt sitt í Hruninu og á annað hundrað eldri borgara sem bíða nú ýmist eftir hjúkrunar- og dvalarheimili eða þjónustu til að geta verið sem lengst heima. Við í Flokki fólksins höfum lagt okkur í líma við að kynna okkar baráttumál og hvet ég ykkur til að skoða stefnuskrána svo að þið getið tekið upplýsta, persónulega ákvörðun um hverjum þið treystið best til að vinna fyrir ykkur af heiðarleika, einlægni, kappi og elju. Mitt persónulega kosningaloforð er að ég mun berjast fyrir hagsmunum ykkar með kjafti og klóm, blóði, svita og tárum. Góðar stundir og gangi ykkur vel.Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nú þegar komið er að ykkur að velja þann flokk sem þið treystið best til að taka utan um ykkar mál í Reykjavík langar mig að segja frá fyrir hvað ég stend sem manneskja og sem oddviti Flokks fólksins. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni hefur vakið í brjósti mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því báli sem blossar upp finni ég mig í aðstæðum í starfi jafnt sem einkalífi þar sem fólki líður illa og þar sem beitt er ofbeldi eða óréttlæti. Sú staðreynd að margt fólk á hvorki í sig né á og þeir erfiðleikar sem það hefur í för með sér er hrein skömm fyrir gott samfélag. Ég mun beita mér af hörku að uppræta fátækt. Ég ætla að blanda mér í málið og læt með öllum mögulegum hætti til skarar skríða til að stöðva eða sporna við óréttlæti. Kjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks hafa versnað, húsnæðismál þessara hópa eru í ólestri og mun ég berjast af eldmóði í þágu þeirra verst settu. Ég er frökk, kjörkuð og verkglöð. Ég hef látið verkin tala. Hugmyndir nægja mér ekki, þær þarf að framkvæma. Ég hika ekki við að taka áhættu ef það er í þágu fólks. Í mér er óbilandi þrek og það vita allir sem þekkja mig. Sú barátta sem ég hef háð gegn einelti árum saman, sem margir þekkja mig af, lýsir þessu kannski best. Á þeim baráttuvettvangi hef ég látið einskis ófreistað til að þeim vágesti verði eytt. Árum saman barðist ég einnig fyrir réttlæti á vinnumarkaðnum í hlutverki mínu sem formaður Stéttarfélags Sálfræðinga. Á minni lífsleið með persónuleikaeinkenni eins og hér er lýst hef ég rekist á marga veggi og hef sannarlega ekki verið allra. En fyrir mér er það í lagi svo framarlega sem mér miðar áfram fyrir fólkið sem ég er að vinna fyrir og hjálpa. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég verið farsæl og á hverjum degi er umbun þegar mætir mér bros og þakklæti og mér sagt að ég hafi hjálpað. Börn og unglingar eru minn skjólstæðingahópur til fjölda ára. Ég vil nú vaða upp á dekk í borgarstjórn og ekki linna látum fyrr en farið er að gera nauðsynlegar breytingar fyrir börnin í borginni. Við getum ekki liðið að því allra dýrmætasta sem við eigum, börnin, skulu mörg hver vera í mikilli vanlíðan. Málefni þeirra og fjölskyldna þeirra hafa einfaldlega ekki verið í forgangi, þau hafa verið vanrækt af stjórnvöldum. Ykkur kæru Reykvíkingar þrái ég að fá að þjóna, ég þrái að komast á þann stað þar sem ég get unnið fyrir marga í einu, barist fyrir fjöldann í þeim málum sem mér finnst verulega þurfa að taka til í. Hér má nefna húsnæðismálin sem við í Flokki fólksins ætlum að taka á af slíkum krafti að áður hefur ekki sést. Það hefur verið brotið á barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum í mörg ár, fólk sem á hvergi fastan samastað. Í mér brennur bál óréttlætis og sorgar þegar ég hugsa til þess hvernig farið hefur verið með fólk í Reykjavík sem búið hefur við skerta örorku, lúsarlaun, fólk sem missti allt sitt í Hruninu og á annað hundrað eldri borgara sem bíða nú ýmist eftir hjúkrunar- og dvalarheimili eða þjónustu til að geta verið sem lengst heima. Við í Flokki fólksins höfum lagt okkur í líma við að kynna okkar baráttumál og hvet ég ykkur til að skoða stefnuskrána svo að þið getið tekið upplýsta, persónulega ákvörðun um hverjum þið treystið best til að vinna fyrir ykkur af heiðarleika, einlægni, kappi og elju. Mitt persónulega kosningaloforð er að ég mun berjast fyrir hagsmunum ykkar með kjafti og klóm, blóði, svita og tárum. Góðar stundir og gangi ykkur vel.Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun