Frítt í strætó Ingvar Mar Jónsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Dæmin sýna að það virkar, í Hasselt í Belgíu jókst aðsókn í strætó um 1300% á árunum 1997 til 2013 með slíkri aðgerð. Það er frítt í strætó í Færeyjum og á Akureyri sem hefur gengið vel. Fyrir 5 árum voru íbúar Tallinn í Eistlandi spurðir í íbúakosningu hvort þeir vildu fríar almenningssamgöngur. Þeir vildu það og aðgerðin tókst vel því Tallinn varð í kjölfarið eftirsóttari staður til að búa á. Ekki nóg með það heldur jukust tekjur borgarinnar vegna þess að fleira fólk vildi búa í borginni og þar með jukust skatttekjur langt umfram það sem kostar að hafa fríar almenningssamgöngur. En hvers vegna? Vegna þess að fríar almenningssamgöngur hvetja fólk til að ferðast á milli staða borgarinnar og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða, t.a.m. verslanir, leikhús, veitingastaðir og söfn. Hagkerfið nýtur góðs af aðgerðum sem þessum. Eistar eru að hugsa um að ganga enn lengra og hafa frítt í almenningssamgöngur í landinu öllu. Áður en almenningssamgöngur voru fríar í Tallinn var mikil bílaumferð í borginni, eins og við upplifum nú í Reykjavík. Það er engin ástæða til að ætla annað en að frítt í strætó í Reykjavík muni virka jafn vel og það hefur gert annars staðar í heiminum. Þess vegna vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hafa frítt í strætó. Það munu allir græða á því ! Fleiri borgir eru að átta sig á þeirri skynsemi sem felst í fríum almenningssamgöngum, t.d. nokkrar borgir í Póllandi, Þýskalandi og Frakklandi, jafnvel París. Fjölmargar borgir hafa prófað mismunandi útfærslur á fríum almenningssamgöngum. Má þar nefna frítt eða ódýrara í strætó um helgar eða á þeim tíma dags sem umferð er minni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er ekki á móti borgarlínu en okkur finnst mikilvægt að landsmenn séu upplýstir um kostnað við framkvæmd hennar. Talað hefur verið um að innviðauppbyggingin kosti u.þ.b. 70 milljarða króna og þá á eftir að kaupa vagnana sjálfa. Opinberar framkvæmdir fara að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun og ef það verður raunin með borgarlínu þá er verðmiðinn kominn yfir 100 milljarða króna. Það eru tæplega 2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Að hafa frítt í strætó kostar lítið brot af þeirri upphæð eða um 1.9 milljarða á ári í áður greiddum fargjöldum. Áður en farið er af stað í kostnaðarsamar óafturkræfar framkvæmdir við borgarlínu prófum þá fyrst að hafa frítt í strætó í eitt ár og sjáum svo til með framhaldið. Getum við ekki verið sammála um það?Hlekkur á blaðagrein um fríar almenningssamgöngur íTallinHöfundur er oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dæmin sýna að það virkar, í Hasselt í Belgíu jókst aðsókn í strætó um 1300% á árunum 1997 til 2013 með slíkri aðgerð. Það er frítt í strætó í Færeyjum og á Akureyri sem hefur gengið vel. Fyrir 5 árum voru íbúar Tallinn í Eistlandi spurðir í íbúakosningu hvort þeir vildu fríar almenningssamgöngur. Þeir vildu það og aðgerðin tókst vel því Tallinn varð í kjölfarið eftirsóttari staður til að búa á. Ekki nóg með það heldur jukust tekjur borgarinnar vegna þess að fleira fólk vildi búa í borginni og þar með jukust skatttekjur langt umfram það sem kostar að hafa fríar almenningssamgöngur. En hvers vegna? Vegna þess að fríar almenningssamgöngur hvetja fólk til að ferðast á milli staða borgarinnar og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða, t.a.m. verslanir, leikhús, veitingastaðir og söfn. Hagkerfið nýtur góðs af aðgerðum sem þessum. Eistar eru að hugsa um að ganga enn lengra og hafa frítt í almenningssamgöngur í landinu öllu. Áður en almenningssamgöngur voru fríar í Tallinn var mikil bílaumferð í borginni, eins og við upplifum nú í Reykjavík. Það er engin ástæða til að ætla annað en að frítt í strætó í Reykjavík muni virka jafn vel og það hefur gert annars staðar í heiminum. Þess vegna vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hafa frítt í strætó. Það munu allir græða á því ! Fleiri borgir eru að átta sig á þeirri skynsemi sem felst í fríum almenningssamgöngum, t.d. nokkrar borgir í Póllandi, Þýskalandi og Frakklandi, jafnvel París. Fjölmargar borgir hafa prófað mismunandi útfærslur á fríum almenningssamgöngum. Má þar nefna frítt eða ódýrara í strætó um helgar eða á þeim tíma dags sem umferð er minni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er ekki á móti borgarlínu en okkur finnst mikilvægt að landsmenn séu upplýstir um kostnað við framkvæmd hennar. Talað hefur verið um að innviðauppbyggingin kosti u.þ.b. 70 milljarða króna og þá á eftir að kaupa vagnana sjálfa. Opinberar framkvæmdir fara að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun og ef það verður raunin með borgarlínu þá er verðmiðinn kominn yfir 100 milljarða króna. Það eru tæplega 2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Að hafa frítt í strætó kostar lítið brot af þeirri upphæð eða um 1.9 milljarða á ári í áður greiddum fargjöldum. Áður en farið er af stað í kostnaðarsamar óafturkræfar framkvæmdir við borgarlínu prófum þá fyrst að hafa frítt í strætó í eitt ár og sjáum svo til með framhaldið. Getum við ekki verið sammála um það?Hlekkur á blaðagrein um fríar almenningssamgöngur íTallinHöfundur er oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 26. maí.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun