Lögreglan rannsakar nýjar vísbendingar um hver varð Olof Palme að bana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2018 14:04 Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. Palme, sem var þá forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms árið 1986. Lögreglan, sem telur morðingja Palme enn ófundinn, rannsakar nú nýjar vísbendingar í málinu en í gær birti sænska tímaritið Filter ítarlega umfjöllun um morðið. Blaðamaðurinn Thomas Petterson hefur varið tólf árum í að rannsaka málið og er umfjöllun Filter afrakstur þeirrar vinnu. Í umfjölluninni kemur fram að líklegt sé að Stig Engström beri ábyrgð á dauða Palme. Engström framdi sjálfsmorð árið 2000 en hann var lykilvitni í málinu á sínum tíma þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem kom á vettvang þegar Palme var myrtur. Engström bar til að mynda vitni þegar Christer Petterson var sakfelldur fyrir morðið 1988. Petterson áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður. Síðan þá hefur enginn verið dæmdur fyrir að hafa orðið Palme að bana. Yfirheyrðu fyrrverandi eiginkonu Engström tvisvar í fyrra Í frétt BBC kemur fram að undanfarin misseri hafi lögreglan yfirheyrt fólk sem tengist Engström. Þannig hafi fyrrverandi eiginkona staðfest að rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu hana tvisvar á síðasta ári. Hún segir útilokað að Engström hafi myrt Palme. „Hann var ekki þannig manneskja, það er alveg á hreinu. Hann var of mikill heigull og gerði ekki flugu mein.“ Engström var kallaður Skandia-maðurinn í sænskum fjölmiðlum þar sem hann var á leið heim úr vinnu sinni í Skandia-byggingunni þegar hann kom á vettvang morðsins. Skandia-byggingin er ekki langt frá vettvangi en tveimur mínútum eftir að Engström yfirgaf bygginguna var Palme skotinn. Lýsti því að hafa hrasað um einhvern sem lá á jörðinni Í réttarhöldunum yfir Christer Petterson á sínum tíma sagði Engström að hann hefði hrasað um einhvern sem lá á bakinu á jörðinni. „Ég sá blóð. Ég hikaði og spáði í hvort ég ætti að fara á metró-stöðina eða stoppa,“ sagði Engström. Í umfjöllun Filter-tímaritsins er Engström sagður hafa hlotið þjálfun í að nota vopn. Þá er hann einnig sagður hafa haft aðgang að skotvopni svipuðu því sem notað var í morðinu þar sem vinnur hans átti vopnasafn. Vinurinn hafði verið í bandaríska hernum og hafði mikinn áhuga á bandarískum Magnum-marghleypum, sams konar byssu og notuð var til að myrða Palme.Fréttin hefur verið uppfærð. Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48 Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. Palme, sem var þá forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms árið 1986. Lögreglan, sem telur morðingja Palme enn ófundinn, rannsakar nú nýjar vísbendingar í málinu en í gær birti sænska tímaritið Filter ítarlega umfjöllun um morðið. Blaðamaðurinn Thomas Petterson hefur varið tólf árum í að rannsaka málið og er umfjöllun Filter afrakstur þeirrar vinnu. Í umfjölluninni kemur fram að líklegt sé að Stig Engström beri ábyrgð á dauða Palme. Engström framdi sjálfsmorð árið 2000 en hann var lykilvitni í málinu á sínum tíma þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem kom á vettvang þegar Palme var myrtur. Engström bar til að mynda vitni þegar Christer Petterson var sakfelldur fyrir morðið 1988. Petterson áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður. Síðan þá hefur enginn verið dæmdur fyrir að hafa orðið Palme að bana. Yfirheyrðu fyrrverandi eiginkonu Engström tvisvar í fyrra Í frétt BBC kemur fram að undanfarin misseri hafi lögreglan yfirheyrt fólk sem tengist Engström. Þannig hafi fyrrverandi eiginkona staðfest að rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu hana tvisvar á síðasta ári. Hún segir útilokað að Engström hafi myrt Palme. „Hann var ekki þannig manneskja, það er alveg á hreinu. Hann var of mikill heigull og gerði ekki flugu mein.“ Engström var kallaður Skandia-maðurinn í sænskum fjölmiðlum þar sem hann var á leið heim úr vinnu sinni í Skandia-byggingunni þegar hann kom á vettvang morðsins. Skandia-byggingin er ekki langt frá vettvangi en tveimur mínútum eftir að Engström yfirgaf bygginguna var Palme skotinn. Lýsti því að hafa hrasað um einhvern sem lá á jörðinni Í réttarhöldunum yfir Christer Petterson á sínum tíma sagði Engström að hann hefði hrasað um einhvern sem lá á bakinu á jörðinni. „Ég sá blóð. Ég hikaði og spáði í hvort ég ætti að fara á metró-stöðina eða stoppa,“ sagði Engström. Í umfjöllun Filter-tímaritsins er Engström sagður hafa hlotið þjálfun í að nota vopn. Þá er hann einnig sagður hafa haft aðgang að skotvopni svipuðu því sem notað var í morðinu þar sem vinnur hans átti vopnasafn. Vinurinn hafði verið í bandaríska hernum og hafði mikinn áhuga á bandarískum Magnum-marghleypum, sams konar byssu og notuð var til að myrða Palme.Fréttin hefur verið uppfærð.
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48 Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30
Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48
Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30