Kyrrstaða og þróun Björn Gunnlaugsson skrifar 23. maí 2018 12:00 Árið 1950 voru geimferðir fjarlægur draumur. Stórveldi kalda stríðsins eltust við þann draum þar til hundurinn Laika, Júrí Gagarín og Neil Armstrong skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Seinna urðu til geimferjur, alþjóðleg geimstöð og meira að segja risastór sjónauki sem sér út til endimarka alheimsins, eða þar um bil. Árið 1950 hafði enginn Íslendingur unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum þótt við litum á okkur sem mikla bókaþjóð. Fimm árum síðar skráði Halldór Laxness nafn sitt á spjöld sögunnar og síðan þá hefur hróður íslenskra höfunda breiðst út um allan heim. Verk eftir Einar Má og Einar Kárason hafa verið kvikmynduð, Arnaldur og Yrsa eru þýdd á fjölmörg tungumál, Blái hnötturinn hans Andra Snæs var næstum búinn að gera hann svo frægan að hann yrði forseti. Næstum, en ekki alveg. Eins hafði enginn Íslendingur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum árið 1950 en Vilhjálmur Einarsson skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Melbourne og í kjölfarið fylgdu Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir og svo strákarnir okkar. Við urðum stórasta land í heimi árið 2008. Á fleiri en einn hátt. Sama ár og Ísland gerði handknattleikinn heimsfrægan varð hér hrun sem kom okkur nú aldeilis í heimsfréttirnar. Hrunið var afleiðing af útþenslustefnu sem kannski má rekja alla leið aftur til miðrar síðustu aldar, þegar landhelgin umhverfis Ísland hafði verið færð út í heilar fjórar mílur og Bretland beitti hryðjuverkalögum þess tíma og setti á okkur löndunarbann. Landhelgin var smám saman færð lengra og lengra út og er nú fimmtugföld á við það sem hún var 1950. Nei annars, það er nú kannski hæpið að tengja þetta við hrunið. Kannski. Árið 1950 var haldin í fyrsta sinn danslagakeppni á vegum Skemmtiklúbbs Templara og var það lagið Ástartöfrar eftir Valdimar Auðunsson sem var hlutskarpast í flokki nýju dansanna. Síðan þá höfum við séð rokk, bítl, diskó, pönk og kalt stríð milli aðdáenda Wham og Duran Duran. Mezzoforte slógu í gegn með einu lagi, Sykurmolarnir með einni plötu og svo komu Sigur Rós og Of Monsters and Men og skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Það er ómögulegt að Valdimar Auðunsson hafi gert sér grein fyrir því hvaða þróun hann var að hrinda af stað. Ekki séns að hann hafi látið sig dreyma um það, ekki frekar en að menn færu til tungslins. Ef við horfum út fyrir landsteinana sjáum við að á árunum eftir 1950 hafa stríðsátök brotist út og tekið enda í Kóreu, Víetnam, Júgóslavíu og Rúanda svo dæmi séu tekin. Heilu löndin hafa horfið af landakortinu, eins og Austur-Þýskaland, Bíafra og Tíbet. Lönd sem voru ekki til árið 1950 keppa nú í Júróvisjón og má þar nefna Litháen, Moldóvu og Tékkland. Árið 1950 settist Sjálfstæðisflokkurinn að völdum á Seltjarnarnesi, þar sem ég ólst upp sem barn og á heima í dag. Flokkur sá hefur setið einn að völdum á Nesinu samfleytt í þessi 68 ár, ávallt með hreinan meirihluta og hefur því aldrei svo mikið sem myndað meirihlutastjórn í samstarfi við aðra. Á laugardaginn gefst kjósendum í bænum mínum kostur á að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar.Höfundur skipar 3. sæti á N-lista Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1950 voru geimferðir fjarlægur draumur. Stórveldi kalda stríðsins eltust við þann draum þar til hundurinn Laika, Júrí Gagarín og Neil Armstrong skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Seinna urðu til geimferjur, alþjóðleg geimstöð og meira að segja risastór sjónauki sem sér út til endimarka alheimsins, eða þar um bil. Árið 1950 hafði enginn Íslendingur unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum þótt við litum á okkur sem mikla bókaþjóð. Fimm árum síðar skráði Halldór Laxness nafn sitt á spjöld sögunnar og síðan þá hefur hróður íslenskra höfunda breiðst út um allan heim. Verk eftir Einar Má og Einar Kárason hafa verið kvikmynduð, Arnaldur og Yrsa eru þýdd á fjölmörg tungumál, Blái hnötturinn hans Andra Snæs var næstum búinn að gera hann svo frægan að hann yrði forseti. Næstum, en ekki alveg. Eins hafði enginn Íslendingur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum árið 1950 en Vilhjálmur Einarsson skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Melbourne og í kjölfarið fylgdu Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir og svo strákarnir okkar. Við urðum stórasta land í heimi árið 2008. Á fleiri en einn hátt. Sama ár og Ísland gerði handknattleikinn heimsfrægan varð hér hrun sem kom okkur nú aldeilis í heimsfréttirnar. Hrunið var afleiðing af útþenslustefnu sem kannski má rekja alla leið aftur til miðrar síðustu aldar, þegar landhelgin umhverfis Ísland hafði verið færð út í heilar fjórar mílur og Bretland beitti hryðjuverkalögum þess tíma og setti á okkur löndunarbann. Landhelgin var smám saman færð lengra og lengra út og er nú fimmtugföld á við það sem hún var 1950. Nei annars, það er nú kannski hæpið að tengja þetta við hrunið. Kannski. Árið 1950 var haldin í fyrsta sinn danslagakeppni á vegum Skemmtiklúbbs Templara og var það lagið Ástartöfrar eftir Valdimar Auðunsson sem var hlutskarpast í flokki nýju dansanna. Síðan þá höfum við séð rokk, bítl, diskó, pönk og kalt stríð milli aðdáenda Wham og Duran Duran. Mezzoforte slógu í gegn með einu lagi, Sykurmolarnir með einni plötu og svo komu Sigur Rós og Of Monsters and Men og skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Það er ómögulegt að Valdimar Auðunsson hafi gert sér grein fyrir því hvaða þróun hann var að hrinda af stað. Ekki séns að hann hafi látið sig dreyma um það, ekki frekar en að menn færu til tungslins. Ef við horfum út fyrir landsteinana sjáum við að á árunum eftir 1950 hafa stríðsátök brotist út og tekið enda í Kóreu, Víetnam, Júgóslavíu og Rúanda svo dæmi séu tekin. Heilu löndin hafa horfið af landakortinu, eins og Austur-Þýskaland, Bíafra og Tíbet. Lönd sem voru ekki til árið 1950 keppa nú í Júróvisjón og má þar nefna Litháen, Moldóvu og Tékkland. Árið 1950 settist Sjálfstæðisflokkurinn að völdum á Seltjarnarnesi, þar sem ég ólst upp sem barn og á heima í dag. Flokkur sá hefur setið einn að völdum á Nesinu samfleytt í þessi 68 ár, ávallt með hreinan meirihluta og hefur því aldrei svo mikið sem myndað meirihlutastjórn í samstarfi við aðra. Á laugardaginn gefst kjósendum í bænum mínum kostur á að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar.Höfundur skipar 3. sæti á N-lista Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun