Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 23:30 Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. vísir/afp Í sameiginlegri yfirlýsingu sex landa; Argentínu, Kanada, Ástralíu, Mexíkó, Síle og Bandaríkjanna, segir að löndin viðurkenni ekki niðurstöður forsetakosninganna í Venesúela í gær. Niculas Maduro var í gær kjörinn forseti Venesúela en hann hlaut 67,7% atkvæða á móti andstæðingi sínum Henri Falcon sem hlaut 21,1% atkvæða. Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framkvæmd kosninganna og einræðistilburði Maduros, sem tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 af Hugo Chaves. Meginandstæðingar Maduros voru ýmist fangelsaðir eða þeim bannað að bjóða sig fram. Af þessum sökum vildi stjórnarandstaðan að kosningarnar yrðu sniðgengnar þannig að grafið yrði undan valdi Maduros. Stjórnarandstaðan reyndist ekki vera samstíga því að einn úr hópi stjórnarandstöðunnar Henri Falcon bauð sig fram og var eini raunverulegi andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir voru stjórnarandstöðuliðar og andstæðingar Maduros verulega óánægð með málalyktir.Blaðasali í Venesúela við hliðina á dagblöðums sem sýna úrslit kosninganna. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd kosninganna og segja kosningarnar vera ólögmætar.vísir/afpStigvaxandi þrýstingur frá alþjóðasamfélaginuÞað er ekki aðeins innan Venesúela sem framkvæmd kosninganna er gagnrýnd. Ríkin sex, sem fyrr segir, hafa stigið fram og neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Jorge Faurie, Utanríkisráðherra Argentínu, sagði að í ljósi þess að Maduro hafi útilokað andstæðinga sína frá þátttöku í því sem hefði átt að vera lýðræðislegar kosningar væri ekki hægt að viðurkenna úrslit þeirra. Framkvæmdin hafi ekki verið með lögmætum hætti. Þetta hefur Reuters eftir Faurie. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmdi kosningarnar og skrifaði stöðuuppfærslu á Twitter. „Kosningarnar í Venesúela voru sviðsettar. Bandaríkin tekur afstöðu gegn einræði og með fólkinu í Venesúela sem kallar eftir frjálsum og sanngjörnum kosningum“ Í minniháttar mótmælum komu um þrjátíu andstæðingar Maduros sér fyrir á hraðbraut og hrópuðu „Þetta voru skrípalæti – ekki kosningar“.Venezuela's election was a sham. America stands AGAINST dictatorship and WITH the people of Venezuela calling for free and fair elections. @POTUS has taken strong action on Venezuela and there's more to come… The U.S. will not sit idly by as Venezuela crumbles. #FreeVenezuela— Vice President Mike Pence (@VP) May 21, 2018 Venesúela Tengdar fréttir Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu sex landa; Argentínu, Kanada, Ástralíu, Mexíkó, Síle og Bandaríkjanna, segir að löndin viðurkenni ekki niðurstöður forsetakosninganna í Venesúela í gær. Niculas Maduro var í gær kjörinn forseti Venesúela en hann hlaut 67,7% atkvæða á móti andstæðingi sínum Henri Falcon sem hlaut 21,1% atkvæða. Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framkvæmd kosninganna og einræðistilburði Maduros, sem tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 af Hugo Chaves. Meginandstæðingar Maduros voru ýmist fangelsaðir eða þeim bannað að bjóða sig fram. Af þessum sökum vildi stjórnarandstaðan að kosningarnar yrðu sniðgengnar þannig að grafið yrði undan valdi Maduros. Stjórnarandstaðan reyndist ekki vera samstíga því að einn úr hópi stjórnarandstöðunnar Henri Falcon bauð sig fram og var eini raunverulegi andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir voru stjórnarandstöðuliðar og andstæðingar Maduros verulega óánægð með málalyktir.Blaðasali í Venesúela við hliðina á dagblöðums sem sýna úrslit kosninganna. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd kosninganna og segja kosningarnar vera ólögmætar.vísir/afpStigvaxandi þrýstingur frá alþjóðasamfélaginuÞað er ekki aðeins innan Venesúela sem framkvæmd kosninganna er gagnrýnd. Ríkin sex, sem fyrr segir, hafa stigið fram og neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Jorge Faurie, Utanríkisráðherra Argentínu, sagði að í ljósi þess að Maduro hafi útilokað andstæðinga sína frá þátttöku í því sem hefði átt að vera lýðræðislegar kosningar væri ekki hægt að viðurkenna úrslit þeirra. Framkvæmdin hafi ekki verið með lögmætum hætti. Þetta hefur Reuters eftir Faurie. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmdi kosningarnar og skrifaði stöðuuppfærslu á Twitter. „Kosningarnar í Venesúela voru sviðsettar. Bandaríkin tekur afstöðu gegn einræði og með fólkinu í Venesúela sem kallar eftir frjálsum og sanngjörnum kosningum“ Í minniháttar mótmælum komu um þrjátíu andstæðingar Maduros sér fyrir á hraðbraut og hrópuðu „Þetta voru skrípalæti – ekki kosningar“.Venezuela's election was a sham. America stands AGAINST dictatorship and WITH the people of Venezuela calling for free and fair elections. @POTUS has taken strong action on Venezuela and there's more to come… The U.S. will not sit idly by as Venezuela crumbles. #FreeVenezuela— Vice President Mike Pence (@VP) May 21, 2018
Venesúela Tengdar fréttir Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52
Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50