Framtíð frístundaheimilanna í Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson og Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 21. maí 2018 14:46 Við viljum fjármagna og setja í forgang aðgerðir úr skýrslu starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila. Forgangsröðum í þágu barna og fjölskyldna. Þó frístundaheimilin séu orðin óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og daglegu lífi reykvískra barna hefur mannekla sett svip sinn á þessa starfsemi eins og ýmsa aðra þjónustu er varða börnin okkar. Færri hafa komist að en vilja og biðlistar eru inn á frístundaheimili. Þetta er eitthvað sem verður að breyta: Við þurfum að tryggja meira fjármagn til frístundaheimilanna og gera starfsaðstæður starfsfólks þeirra betri. Við viljum forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna.Starfið á frístundaheimilum Frístundaheimilin þjóna börnum á aldrinum 6-9 ára, og leika lykilhlutverk í félagsþroska og vinatengslum barna, sérstaklega í fyrsta og öðrum bekk. Starfsfólkið sem tekur á móti börnunum er til staðar til þess að hjálpa börnunum að þroskast í umhverfi sem endurspeglast meira af leik en gerist inn í kennslustofum. Börnin fá þjálfun í lýðræðislegum athöfnum og læra grundvallarreglur samfélagsins í gegnum leik. Enda er mikilvægt að læra að leika sér og nýta frítímann á uppbyggilegan hátt. Með skipulegum áhugatengdum verkefnum og frjálsum leik í bland þroskar starfið á frístundaheimilum tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska barna. Þar kemur inn í fagþekking og skilningur starfsmanna á þroskaferli barnanna.Ragnar Karl Jóhannsson.Stöndum vörð um fagþekkinguna Þessi faglega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár, en ennþá eru margir sem líta á frístundaheimilin sem einhverskonar daggæslu fyrir börn á skólaaldri. Þau séu í raun ekkert frábrugðin gæsluvöllum, en bara fyrir aðeins eldri aldurshóp. Foreldrar geti skilið börnin eftir sæmilega örugg um að þau komi sér ekki í nein stórfengleg vandræði eftir skóla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun frístundaheimilanna og fagvitund frístundavettvangsins hefur þróast mikið undanfarin ár. Meðal annars hefur verið stofnuð sérstök námsbraut við Háskóla Íslands sem ber heitið Tómstunda- og félagsmálafræði, en sú námsbraut er í stöðugri þróun. Þaðan hafa 240 útskrifast en í dag eru ca 40 í grunnnáminu. Mikilvægt er að fagþekking frístundaheimila fái áfram að þróast og frístundaheimilin verði áfram undir forystu fagfólks í frítímanum.Frístundaheimilin til framtíðar Eins og svo margt annað sem við teljum sjálfsagða þjónustu sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án eru frístundaheimili ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins, en án þeirra væru ansi margir Reykvískir foreldrar í miklum vandræðum. Reykjavíkurborg þarf að hlúa enn betur að húsnæðiskosti frístundaheimilanna og starfsaðstæðum og launakjörum starfsfólks þeirra. Skýrsla starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila skilaði af sér tillögum fyrir skömmu. Þær snúa um framtíð frístundaheimilanna og hvernig við náum að viðhalda áfram faglegu og metnaðarfullu starfi. Við vonumst til þess að fá tækifæri til að tryggja fjármagn í þessar aðgerðir og fylgja því á eftir að frístundastarf fái að þróast áfram næstu áratugina. Við viljum að hagsmunir barnafjölskylda séu í forgangi í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og þess vegna þurfum við ykkar stuðning í kosningum.Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri í frístundamiðstöð og grunnskólakennari skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.Ragnar Karl Jóhannsson forstöðumaður á frístundaheimili og uppeldis- og tómstundafræðingur skipar 13. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við viljum fjármagna og setja í forgang aðgerðir úr skýrslu starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila. Forgangsröðum í þágu barna og fjölskyldna. Þó frístundaheimilin séu orðin óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og daglegu lífi reykvískra barna hefur mannekla sett svip sinn á þessa starfsemi eins og ýmsa aðra þjónustu er varða börnin okkar. Færri hafa komist að en vilja og biðlistar eru inn á frístundaheimili. Þetta er eitthvað sem verður að breyta: Við þurfum að tryggja meira fjármagn til frístundaheimilanna og gera starfsaðstæður starfsfólks þeirra betri. Við viljum forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna.Starfið á frístundaheimilum Frístundaheimilin þjóna börnum á aldrinum 6-9 ára, og leika lykilhlutverk í félagsþroska og vinatengslum barna, sérstaklega í fyrsta og öðrum bekk. Starfsfólkið sem tekur á móti börnunum er til staðar til þess að hjálpa börnunum að þroskast í umhverfi sem endurspeglast meira af leik en gerist inn í kennslustofum. Börnin fá þjálfun í lýðræðislegum athöfnum og læra grundvallarreglur samfélagsins í gegnum leik. Enda er mikilvægt að læra að leika sér og nýta frítímann á uppbyggilegan hátt. Með skipulegum áhugatengdum verkefnum og frjálsum leik í bland þroskar starfið á frístundaheimilum tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska barna. Þar kemur inn í fagþekking og skilningur starfsmanna á þroskaferli barnanna.Ragnar Karl Jóhannsson.Stöndum vörð um fagþekkinguna Þessi faglega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár, en ennþá eru margir sem líta á frístundaheimilin sem einhverskonar daggæslu fyrir börn á skólaaldri. Þau séu í raun ekkert frábrugðin gæsluvöllum, en bara fyrir aðeins eldri aldurshóp. Foreldrar geti skilið börnin eftir sæmilega örugg um að þau komi sér ekki í nein stórfengleg vandræði eftir skóla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun frístundaheimilanna og fagvitund frístundavettvangsins hefur þróast mikið undanfarin ár. Meðal annars hefur verið stofnuð sérstök námsbraut við Háskóla Íslands sem ber heitið Tómstunda- og félagsmálafræði, en sú námsbraut er í stöðugri þróun. Þaðan hafa 240 útskrifast en í dag eru ca 40 í grunnnáminu. Mikilvægt er að fagþekking frístundaheimila fái áfram að þróast og frístundaheimilin verði áfram undir forystu fagfólks í frítímanum.Frístundaheimilin til framtíðar Eins og svo margt annað sem við teljum sjálfsagða þjónustu sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án eru frístundaheimili ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins, en án þeirra væru ansi margir Reykvískir foreldrar í miklum vandræðum. Reykjavíkurborg þarf að hlúa enn betur að húsnæðiskosti frístundaheimilanna og starfsaðstæðum og launakjörum starfsfólks þeirra. Skýrsla starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila skilaði af sér tillögum fyrir skömmu. Þær snúa um framtíð frístundaheimilanna og hvernig við náum að viðhalda áfram faglegu og metnaðarfullu starfi. Við vonumst til þess að fá tækifæri til að tryggja fjármagn í þessar aðgerðir og fylgja því á eftir að frístundastarf fái að þróast áfram næstu áratugina. Við viljum að hagsmunir barnafjölskylda séu í forgangi í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og þess vegna þurfum við ykkar stuðning í kosningum.Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri í frístundamiðstöð og grunnskólakennari skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.Ragnar Karl Jóhannsson forstöðumaður á frístundaheimili og uppeldis- og tómstundafræðingur skipar 13. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun