Stormur, éljagangur og hálka í maí Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2018 11:44 Frá Holtavörðuheiði í morgun. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Gul viðvörun Veðurstofu er í gildi á Suður- og Vesturlandi á morgun og er fólk á bílum sem taka á sig mikinn vind varað við að halda í ferðalög. Hálka og éljagangur er enn víða á fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á morgun er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi með rigningu suðvestanlands, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar, en spár hafa gert ráð fyrir nýrri lægð á morgun. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálkublettir eru nú á Holtavörðuheiði og krapi á Laxárdalsheiði. Þá eru hálkublettir á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Hálkublettir og éljagangur eru auk þess á Öxnadalsheiði og ófært er á Nesjavallaleið. Snjómokstur stóð yfir á Holtavörðuheiði í morgun þegar fréttamaður Stöðvar 2 átti þar leið hjá. Afar vetrarlegt var um að litast á heiðinni en töluvert hefur snjóað í nótt.Frá Holtavörðuheiði í dag.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonLögreglan á Akureyri hafði ekki þurft að sinna mörgum útköllum vegna vetrarfærðarinnar nú í sumarbyrjun þegar Vísir náði tali af varðstjóra skömmu fyrir hádegi. Að sögn varðstjóra lenti fólk í vandræðum í nótt í Bakkaselsbrekku en ekki hefur borið á hjálparbeiðnum eða vandkvæðum frá því klukkan sex í morgun. Þá hefur lögregla á öllum landshlutum hætt að sekta fyrir nagladekk nú þegar veturinn virðist ekki enn hafa sleppt takinu af vegum landsins. Vegagerðin vekur auk þess enn athygli á því að allri venjubundinni vetrarþjónustu er lokið og verða vegfarendur því að taka mið af því. Ekki eru til staðar öll þau tæki og mannskapur til vetrarþjónustu eins og að vetri til sem hefur áhrif á viðbragðstíma þjónustunnar. Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð á vegum og ný lægð í aðsigi Veður verður öllu rólegra í dag en síðustu daga en á morgun tekur við ný lægð með tilheyrandi úrkomu og strekkingsvindi. 21. maí 2018 08:22 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Gul viðvörun Veðurstofu er í gildi á Suður- og Vesturlandi á morgun og er fólk á bílum sem taka á sig mikinn vind varað við að halda í ferðalög. Hálka og éljagangur er enn víða á fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á morgun er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi með rigningu suðvestanlands, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar, en spár hafa gert ráð fyrir nýrri lægð á morgun. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálkublettir eru nú á Holtavörðuheiði og krapi á Laxárdalsheiði. Þá eru hálkublettir á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Hálkublettir og éljagangur eru auk þess á Öxnadalsheiði og ófært er á Nesjavallaleið. Snjómokstur stóð yfir á Holtavörðuheiði í morgun þegar fréttamaður Stöðvar 2 átti þar leið hjá. Afar vetrarlegt var um að litast á heiðinni en töluvert hefur snjóað í nótt.Frá Holtavörðuheiði í dag.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonLögreglan á Akureyri hafði ekki þurft að sinna mörgum útköllum vegna vetrarfærðarinnar nú í sumarbyrjun þegar Vísir náði tali af varðstjóra skömmu fyrir hádegi. Að sögn varðstjóra lenti fólk í vandræðum í nótt í Bakkaselsbrekku en ekki hefur borið á hjálparbeiðnum eða vandkvæðum frá því klukkan sex í morgun. Þá hefur lögregla á öllum landshlutum hætt að sekta fyrir nagladekk nú þegar veturinn virðist ekki enn hafa sleppt takinu af vegum landsins. Vegagerðin vekur auk þess enn athygli á því að allri venjubundinni vetrarþjónustu er lokið og verða vegfarendur því að taka mið af því. Ekki eru til staðar öll þau tæki og mannskapur til vetrarþjónustu eins og að vetri til sem hefur áhrif á viðbragðstíma þjónustunnar.
Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð á vegum og ný lægð í aðsigi Veður verður öllu rólegra í dag en síðustu daga en á morgun tekur við ný lægð með tilheyrandi úrkomu og strekkingsvindi. 21. maí 2018 08:22 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Vetrarfærð á vegum og ný lægð í aðsigi Veður verður öllu rólegra í dag en síðustu daga en á morgun tekur við ný lægð með tilheyrandi úrkomu og strekkingsvindi. 21. maí 2018 08:22