Hlustum á eldra fólk! Raunhæfar aðgerðir til að bæta lífsgæði aldraðra Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2018 15:29 Við Vinstri græn viljum að Reykjavík sé aldursvæn borg. Til þess þurfum við að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Við munum styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, efla félagsstarf og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt. Það er sérstaklega mikilvægt að við virðum reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks. Öldungaráð Reykjavíkur var gert að reglulegum samráðsvettvangi borgarstjórnar og eldri borgara á yfirstandandi kjörtímabili. Vinstri græn vilja efla samvinnu við aðstandendur, hagsmunasamtök og notendur þjónustu enn frekar. Raunhæfar aðgerðir Vinstri græn hafa sett fram tillögur um árangursríkar aðgerðir sem stuðla að því að eldra fólk geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Aðgerðir sem hafa þegar sannað sig, ýmist hér á landi eða í nágrannalöndunum, aðgerðir sem svara þörfum eldri borgara. Heimaþjónusta og hjúkrunarrými Við leggjum sérstaklega áherslu á að bæta lífsgæði og hjálpa fólki að búa sem lengst á eigin heimili, en við verðum að tryggja að fólk sem getur það ekki hafi öruggt aðgengi að heimaþjónustu og hjúkrunarrýmum. Eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun: Við munum tryggja fjáragn í samvinnu við ríkið til að efla almenna heimahjúkrun og koma á fót sérhæfðri þjónustu, svo sem við heilabilaðra og liknarmeðferð i heimahúsi.Endurhæfing í heimahúsi: Tryggja þarf innleiðingu á endurhæfingu í heimahúsi í öllum hverfum borgarinnar. Bæta þarf sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt næringarráðgjöfum við þann hóp fagfólks sem annast þjónustu við aldraða.Nýtum velferðartækni: Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og rafrænum heimaþjónustukerfum. Við munum halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Fleiri hjúkrunar og dagvalarrými: Það er hávær krafa um að hjúkrunar og dvalarrýmum verði fjölgað. Við höfum tryggt fjölgun hjúkrunarrýma í borginni í samstarfi við heilbrigðisráðherra og mikilvægt er að tryggja auk þess fjölgun dagvalarrýma í borginni fyrir þá sem þurfa. Rjúfum félagslega einangrunEitt alvarlegasta heilsufarsvandamál sem margt eldra fólk stendur frammi fyrir er félagsleg einangrun og einmanaleiki. Allar rannsóknir sýna að fátt hefur betri áhrif á líkamlega og andlega heilsu aldraðra, og eykur lífsgæði meira en virk félagsleg þátttaka. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að við rjúfum félagslega einangrun aldraðra. Samvera kynslóðanna: Á þessu kjörtímabili höfum við sett af stað verkefni sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Við viljum að skoðað verði hvernig hægt sé að auka samstarf leikskóla og félagsmiðstöðva aldraðr með formgerðu samstafi.Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili beittum við Vinstri græn okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf. Nú veitir kortið ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn, auk verulegs afsláttar í strætó. Við viljum stórauka þá þjónustu sem kortið veitir aðgang að.Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, við þurfumað tryggja jafnan aðgang fátækra eldri borgara, innflytjenda og hinsegin fólks að þjónustu, stuðningi og ráðgjöf á vegum borgarinnar. Það er algerlega óþolandi að stór hluti aldraðra búi undir fátækramörkum og enn fleiri við mjög kröpp kjör. Það á að vera forgangsverkefni borgarinnar að bæta þjónustu við eldra fólk óháð efnahag. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk á öllum aldri, aldrusvæn manneskjuvæn borg sem hlúir að öllum borgarbúum.Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjornarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Kosningar 2018 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn viljum að Reykjavík sé aldursvæn borg. Til þess þurfum við að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Við munum styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, efla félagsstarf og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt. Það er sérstaklega mikilvægt að við virðum reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks. Öldungaráð Reykjavíkur var gert að reglulegum samráðsvettvangi borgarstjórnar og eldri borgara á yfirstandandi kjörtímabili. Vinstri græn vilja efla samvinnu við aðstandendur, hagsmunasamtök og notendur þjónustu enn frekar. Raunhæfar aðgerðir Vinstri græn hafa sett fram tillögur um árangursríkar aðgerðir sem stuðla að því að eldra fólk geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Aðgerðir sem hafa þegar sannað sig, ýmist hér á landi eða í nágrannalöndunum, aðgerðir sem svara þörfum eldri borgara. Heimaþjónusta og hjúkrunarrými Við leggjum sérstaklega áherslu á að bæta lífsgæði og hjálpa fólki að búa sem lengst á eigin heimili, en við verðum að tryggja að fólk sem getur það ekki hafi öruggt aðgengi að heimaþjónustu og hjúkrunarrýmum. Eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun: Við munum tryggja fjáragn í samvinnu við ríkið til að efla almenna heimahjúkrun og koma á fót sérhæfðri þjónustu, svo sem við heilabilaðra og liknarmeðferð i heimahúsi.Endurhæfing í heimahúsi: Tryggja þarf innleiðingu á endurhæfingu í heimahúsi í öllum hverfum borgarinnar. Bæta þarf sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt næringarráðgjöfum við þann hóp fagfólks sem annast þjónustu við aldraða.Nýtum velferðartækni: Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og rafrænum heimaþjónustukerfum. Við munum halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Fleiri hjúkrunar og dagvalarrými: Það er hávær krafa um að hjúkrunar og dvalarrýmum verði fjölgað. Við höfum tryggt fjölgun hjúkrunarrýma í borginni í samstarfi við heilbrigðisráðherra og mikilvægt er að tryggja auk þess fjölgun dagvalarrýma í borginni fyrir þá sem þurfa. Rjúfum félagslega einangrunEitt alvarlegasta heilsufarsvandamál sem margt eldra fólk stendur frammi fyrir er félagsleg einangrun og einmanaleiki. Allar rannsóknir sýna að fátt hefur betri áhrif á líkamlega og andlega heilsu aldraðra, og eykur lífsgæði meira en virk félagsleg þátttaka. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að við rjúfum félagslega einangrun aldraðra. Samvera kynslóðanna: Á þessu kjörtímabili höfum við sett af stað verkefni sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Við viljum að skoðað verði hvernig hægt sé að auka samstarf leikskóla og félagsmiðstöðva aldraðr með formgerðu samstafi.Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili beittum við Vinstri græn okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf. Nú veitir kortið ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn, auk verulegs afsláttar í strætó. Við viljum stórauka þá þjónustu sem kortið veitir aðgang að.Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, við þurfumað tryggja jafnan aðgang fátækra eldri borgara, innflytjenda og hinsegin fólks að þjónustu, stuðningi og ráðgjöf á vegum borgarinnar. Það er algerlega óþolandi að stór hluti aldraðra búi undir fátækramörkum og enn fleiri við mjög kröpp kjör. Það á að vera forgangsverkefni borgarinnar að bæta þjónustu við eldra fólk óháð efnahag. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk á öllum aldri, aldrusvæn manneskjuvæn borg sem hlúir að öllum borgarbúum.Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjornarkosningar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun