SV-stormur fram yfir hádegi og von á næstu lægð á þriðjudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 09:04 Vindaspá Veðurstofu Íslands á hádegi í dag. Skjáskot/veðurstofa Vegagerðin varar við suðvestan stormi og snörpum hviðum, allt að 40-45 m/s, undir bröttum fjöllum á Norðurlandi frá því seint í nótt og fram yfir hádegi. Einkum er búist við byljóttum vindi á vegum frá Akureyri og út á Ólafsfjörð, einnig í Ljósavatnsskarði og Köldukinn. Appelsínugul viðvörun veðurstofu er í gildi á Norðurlandi eystra og þá er gul viðvörun í gildi á Faxaflóa, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Miðhálendi. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag dragi smám saman úr vindi sunnan- og vestantil en hvessi norðanlands. Á morgun á svo að gera rólegheitaveður en það mun ekki standa lengi. Strax á þriðjudag er gert ráð fyrir næstu lægð með hvassviðri af suðaustri og rigningu.Sjá einnig: Veðurspár breyst til hins verra fyrir hvítasunnuhelgina Þá er þungfært á fjallvegum á Vestfjörðum, krapi á Holtavörðuheiði og Nesjavallaleið og þungfært á Bröttubrekku. Vegagerðin vekur auk þess athygli á því að venjubundinni vetrarþjónustu er lokið og vegfarendur verði því að taka mið af því. Ekkert ferðaveður sé fyrir bifreiðar með aftanívagna vegna hvassvirðis. Einnig er vakin sérstök athygli á því að akstursbann er á fjölmörgum hálendisvegum og –slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Talsvert beri á því að ökumenn virði ekki merkingar um lokanir.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá á vef Veðurstofu Íslands:Á mánudag (annar í hvítasunnu):Breytileg átt 3-10 m/s. Stöku skúrir eða slydduél og hiti víða 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Gengur í suðaustan 10-18 m/s með rigningu S- og V-lands, hægari og þurrt á NA-verðu landinu. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast norðan heiða.Á miðvikudag:Sunnan 5-10 m/s og rigning, en þurrt N- og A-lands. Hlýnandi veður.Á fimmtudag:Suðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, síst A-lands. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Suðvestanátt og skýjað S- og V-lands en bjartviðri annars. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag:Útlit fyrir suðlæga átt með vætu um landið S- og V-vert, en annars þurrt. Milt veður. Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Sjá meira
Vegagerðin varar við suðvestan stormi og snörpum hviðum, allt að 40-45 m/s, undir bröttum fjöllum á Norðurlandi frá því seint í nótt og fram yfir hádegi. Einkum er búist við byljóttum vindi á vegum frá Akureyri og út á Ólafsfjörð, einnig í Ljósavatnsskarði og Köldukinn. Appelsínugul viðvörun veðurstofu er í gildi á Norðurlandi eystra og þá er gul viðvörun í gildi á Faxaflóa, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Miðhálendi. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag dragi smám saman úr vindi sunnan- og vestantil en hvessi norðanlands. Á morgun á svo að gera rólegheitaveður en það mun ekki standa lengi. Strax á þriðjudag er gert ráð fyrir næstu lægð með hvassviðri af suðaustri og rigningu.Sjá einnig: Veðurspár breyst til hins verra fyrir hvítasunnuhelgina Þá er þungfært á fjallvegum á Vestfjörðum, krapi á Holtavörðuheiði og Nesjavallaleið og þungfært á Bröttubrekku. Vegagerðin vekur auk þess athygli á því að venjubundinni vetrarþjónustu er lokið og vegfarendur verði því að taka mið af því. Ekkert ferðaveður sé fyrir bifreiðar með aftanívagna vegna hvassvirðis. Einnig er vakin sérstök athygli á því að akstursbann er á fjölmörgum hálendisvegum og –slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Talsvert beri á því að ökumenn virði ekki merkingar um lokanir.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá á vef Veðurstofu Íslands:Á mánudag (annar í hvítasunnu):Breytileg átt 3-10 m/s. Stöku skúrir eða slydduél og hiti víða 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Gengur í suðaustan 10-18 m/s með rigningu S- og V-lands, hægari og þurrt á NA-verðu landinu. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast norðan heiða.Á miðvikudag:Sunnan 5-10 m/s og rigning, en þurrt N- og A-lands. Hlýnandi veður.Á fimmtudag:Suðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, síst A-lands. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Suðvestanátt og skýjað S- og V-lands en bjartviðri annars. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag:Útlit fyrir suðlæga átt með vætu um landið S- og V-vert, en annars þurrt. Milt veður.
Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Sjá meira