Við þurfum að mennta kerfið Katrín Oddsdóttir og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Ætli það færi framhjá einhverjum ef Alþingi ætlaði að setja lög um kvóta án þess að tala við Samtök útgerðarmanna? Eða ef einhverjum dytti í hug að setja ný lög um grunnskóla án þess að tala við sveitarfélög eða Kennarasambandið. Samráð er sjálfsagður hlutur finnst okkur þegar við hugsum um þessi dæmi. Klippt og skorið. En er það svo? Í besta falli er það umhugsunarvert þegar um er að ræða fatlað fólk og lög og reglur sem eiga að gilda um þennan fjölbreytta hóp. Staðan er reyndar þannig að Öryrkjabandalag Íslands telur raunverulega þörf á því að öllum þingmönnum, ráðuneytum, sveitarstjórnarfólki og starfsfólki í opinberri stjórnsýslu verði sérstaklega gerð grein fyrir lögbundinni samráðsskyldu þegar það kemur að gerð laga og reglna sem með einhverjum hætti fjalla um fatlað fólk eða málefni sem tengjast því.Ljúf skylda lögum samkvæmt Þetta er skylda. Skýrt er kveðið á um hana í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur verið fullgiltur af Alþingi Íslendinga. Þar segir meðal annars:„Þegar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu samningi þessum til framkvæmdar og vinna að því að taka ákvarðanir um málefni sem varða fatlað fólk skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, einnig fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“ Kanntu annan? Talsverður misbrestur er því miður á því að Alþingi og aðrir opinberir aðilar uppfylli þessa skyldu sína. Nú ku til dæmis vera yfirstandandi gerð frumvarpa sem eiga að koma í veg fyrir mismunun gegn fötluðu fólki. Fatlað fólk hefur ekki verið beðið um innlegg í þá umræðu.Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður Málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt lífVið sjáum alls konar dæmi úti um allt um misbresti sem valda vandræðum og rugli. Umferðarlögin eru ágætt dæmi. Þar er fólk sem notar hjólastól skilgreint bæði sem gangandi vegfarendur og reiðhjól! Annað sláandi dæmi var endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga en í þeirri nefnd var enginn fulltrúi fatlaðs fólks. Besta dæmið Svo eigum við fleiri dæmi. Og sum væru beinlínis fyndin ef þessi mál vörðuðu ekki gríðarlega mikilvæga persónulega hagsmuni fjölda manns. Hér er eitt grátlegt: „Við samningu frumvarpsins var haft samráð við sjúkratryggingastofnun og Tryggingastofnun. Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu fela í sér að heilbrigðisþjónusta sé veitt öllum í samræmi við þörf, óháð aldri. Ekki var talin frekari þörf á samráði þar sem um var að ræða aukin réttindi fyrir þann hóp fólks sem breytingarnar taka til.“ Það er frekar spes, í besta falli gamaldags, að háir herrar af báðum kynjum taki það að sér að ákveða fyrir aðra hvað séu réttarbætur og hvað ekki. Getum við ekki gert betur? ÖBÍ tilbúið til samráðs Það er til fullt af þekkingu og reynslu úti um allt samfélagið. Nefna má Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum sem býr yfir þekkingu sem gæti nýst okkur öllum við setningu laga og reglna, en er enn sem komið er heldur vannýtt auðlind. Staðreyndin er að raunverulegt samráð mun alltaf skila sér í betri lagasetningu, betri reglum, betri nýtingu á fjármagni, meiri sátt og ekki síst, betra samfélagi.Höfundar eru í Málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ætli það færi framhjá einhverjum ef Alþingi ætlaði að setja lög um kvóta án þess að tala við Samtök útgerðarmanna? Eða ef einhverjum dytti í hug að setja ný lög um grunnskóla án þess að tala við sveitarfélög eða Kennarasambandið. Samráð er sjálfsagður hlutur finnst okkur þegar við hugsum um þessi dæmi. Klippt og skorið. En er það svo? Í besta falli er það umhugsunarvert þegar um er að ræða fatlað fólk og lög og reglur sem eiga að gilda um þennan fjölbreytta hóp. Staðan er reyndar þannig að Öryrkjabandalag Íslands telur raunverulega þörf á því að öllum þingmönnum, ráðuneytum, sveitarstjórnarfólki og starfsfólki í opinberri stjórnsýslu verði sérstaklega gerð grein fyrir lögbundinni samráðsskyldu þegar það kemur að gerð laga og reglna sem með einhverjum hætti fjalla um fatlað fólk eða málefni sem tengjast því.Ljúf skylda lögum samkvæmt Þetta er skylda. Skýrt er kveðið á um hana í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur verið fullgiltur af Alþingi Íslendinga. Þar segir meðal annars:„Þegar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu samningi þessum til framkvæmdar og vinna að því að taka ákvarðanir um málefni sem varða fatlað fólk skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, einnig fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“ Kanntu annan? Talsverður misbrestur er því miður á því að Alþingi og aðrir opinberir aðilar uppfylli þessa skyldu sína. Nú ku til dæmis vera yfirstandandi gerð frumvarpa sem eiga að koma í veg fyrir mismunun gegn fötluðu fólki. Fatlað fólk hefur ekki verið beðið um innlegg í þá umræðu.Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður Málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt lífVið sjáum alls konar dæmi úti um allt um misbresti sem valda vandræðum og rugli. Umferðarlögin eru ágætt dæmi. Þar er fólk sem notar hjólastól skilgreint bæði sem gangandi vegfarendur og reiðhjól! Annað sláandi dæmi var endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga en í þeirri nefnd var enginn fulltrúi fatlaðs fólks. Besta dæmið Svo eigum við fleiri dæmi. Og sum væru beinlínis fyndin ef þessi mál vörðuðu ekki gríðarlega mikilvæga persónulega hagsmuni fjölda manns. Hér er eitt grátlegt: „Við samningu frumvarpsins var haft samráð við sjúkratryggingastofnun og Tryggingastofnun. Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu fela í sér að heilbrigðisþjónusta sé veitt öllum í samræmi við þörf, óháð aldri. Ekki var talin frekari þörf á samráði þar sem um var að ræða aukin réttindi fyrir þann hóp fólks sem breytingarnar taka til.“ Það er frekar spes, í besta falli gamaldags, að háir herrar af báðum kynjum taki það að sér að ákveða fyrir aðra hvað séu réttarbætur og hvað ekki. Getum við ekki gert betur? ÖBÍ tilbúið til samráðs Það er til fullt af þekkingu og reynslu úti um allt samfélagið. Nefna má Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum sem býr yfir þekkingu sem gæti nýst okkur öllum við setningu laga og reglna, en er enn sem komið er heldur vannýtt auðlind. Staðreyndin er að raunverulegt samráð mun alltaf skila sér í betri lagasetningu, betri reglum, betri nýtingu á fjármagni, meiri sátt og ekki síst, betra samfélagi.Höfundar eru í Málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun