Leynilegum upptökum lekið af fundi Boris Johnson Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Boris Johnson er ekki sagður hafa hjálpað ríkisstjórn sinni mikið með ummælum sínum. Vísir/Getty Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, óttast að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði ekki í takti við vonir harðlínumanna. Þvert á móti eru töluverðar líkur á að „mjúkt-Brexit“ verði ofan á, sem myndi leiða til þessa að Bretland yrði áfram á „sporgbaug um ESB, innan tollabandalagsins og að miklu leyti innan innri markaðarins.“ Það myndi þýða að Bretar hefðu ekki lengur fullt vald yfir utanríkisverslun sinni, „og ekki vald yfir lagarammanum heldur.“ Þetta er meðal þess sem sagt er hafa komið fram á leynilegri upptöku af fundi Johnson með tuttugu íhaldsmönnum á miðvikudag. Buzzfeed birtir glefsur úr upptökunni og segir þær til marks um það hvað Johnson „raunverulega finnist“ um margt sem við kemur utanríkismálum Breta. Á upptökunni er Johnson þannig sagður dásama Donald Trump og lýsa því hvernig virðing hans fyrir Bandaríkjaforseta hefur aukist statt og stöðugt. Johnson hafi þannig trú á því að ef Trump hefði haldið utan um Brexit-samningaferlið þá hefði það eflaust valdið glundroða - „en í raun myndi það leiða eitthvert. Það er mjög, mjög góð pæling,“ er haft eftir Johnson. Utanríkisráðherrann ræðir jafnframt um Vladímír Pútín og hina „miklu skömm“ Rússlandsforseta að fara með völdin í landi sem „sífellt minna máli skipti á alþjóðavettvangi.“ Hvað Brexit varðar segir Johnson að nú sé breska sendinefndin á leið inn í mikil átök í samningaferlinu í Brussel. Íhaldsmennirnir sem hann ávarpaði ættu að búa sig undir að ferlið gæti „farið úr böndunum“ (e. meltdown). Ef svo færi ættu þeir ekki þó ekki að grípast skelfingu, allt myndi á endanum bjargast. Engu að síður yrði Brexit, að mati utanríkisráðherrans, að öllum líkindum óafturkallanlegt. Það gæti þýtt að Bretar yrðu fastir í útgáfu af Brexit sem viðstaddir hefðu ekki barist fyrir. Frekar má fræðast um leynilegu upptökurnar á vef Buzzfeed. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00 Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, óttast að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði ekki í takti við vonir harðlínumanna. Þvert á móti eru töluverðar líkur á að „mjúkt-Brexit“ verði ofan á, sem myndi leiða til þessa að Bretland yrði áfram á „sporgbaug um ESB, innan tollabandalagsins og að miklu leyti innan innri markaðarins.“ Það myndi þýða að Bretar hefðu ekki lengur fullt vald yfir utanríkisverslun sinni, „og ekki vald yfir lagarammanum heldur.“ Þetta er meðal þess sem sagt er hafa komið fram á leynilegri upptöku af fundi Johnson með tuttugu íhaldsmönnum á miðvikudag. Buzzfeed birtir glefsur úr upptökunni og segir þær til marks um það hvað Johnson „raunverulega finnist“ um margt sem við kemur utanríkismálum Breta. Á upptökunni er Johnson þannig sagður dásama Donald Trump og lýsa því hvernig virðing hans fyrir Bandaríkjaforseta hefur aukist statt og stöðugt. Johnson hafi þannig trú á því að ef Trump hefði haldið utan um Brexit-samningaferlið þá hefði það eflaust valdið glundroða - „en í raun myndi það leiða eitthvert. Það er mjög, mjög góð pæling,“ er haft eftir Johnson. Utanríkisráðherrann ræðir jafnframt um Vladímír Pútín og hina „miklu skömm“ Rússlandsforseta að fara með völdin í landi sem „sífellt minna máli skipti á alþjóðavettvangi.“ Hvað Brexit varðar segir Johnson að nú sé breska sendinefndin á leið inn í mikil átök í samningaferlinu í Brussel. Íhaldsmennirnir sem hann ávarpaði ættu að búa sig undir að ferlið gæti „farið úr böndunum“ (e. meltdown). Ef svo færi ættu þeir ekki þó ekki að grípast skelfingu, allt myndi á endanum bjargast. Engu að síður yrði Brexit, að mati utanríkisráðherrans, að öllum líkindum óafturkallanlegt. Það gæti þýtt að Bretar yrðu fastir í útgáfu af Brexit sem viðstaddir hefðu ekki barist fyrir. Frekar má fræðast um leynilegu upptökurnar á vef Buzzfeed.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00 Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38
Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00
Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06