Íslandsbanki og Dominos brutu lög með kostuðum færslum áhrifavalda um Meistaramánuð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2018 19:30 Dominos fær skammir í hattinn frá Neytendastofu. Vísir/Eyþór Neytendastofa hefur bannað Íslandsbanka og Pizza-Pizza ehf., sérleyfishafa Dominos á Íslandi, að nota duldar auglýsingar. Kvartað var yfir auglýsingum fyrirtækjanna sem birtust á samfélagsmiðlum í tengslum við Meistaramánuð fyrr á árinu. Um tvö aðskild mál er að ræða. Annars vegar auglýsingar Íslandsbanka í tengslum við Meistaramánuð þar sem sjö tilteknir áhrifavaldar voru fengnir til að útbúa dagatal og birta á Snapchat, Twitter eða Facebook gegn greiðslu, allt frá 50 þúsund krónum til 300 þúsund. Hins vegar er um að ræða samstarf Dominos, Íslandsbanka og Nútímans í tengslum við Meistaramánuð þar sem snapparinn Guðrún Veiga var fengin til þess að smakka allar pizzur á matseðli Dominos. Neytendastofa taldi að um væri að ræða markaðssetningu og að ekki hefði komið fram með nægilega skýrum hætti að umfjöllunin hefði verið auglýsing eða að hún væri gerð í viðskiptalegum tilgangi, en slíkt verður að koma skýrt fram, að því er segir á vef Neytendastofu.Borgaði áhrifavöldum 50-300 þúsund fyrir færslu Neytendastofa óskaði eftir sjónarmiðum Íslandsbanka í tengslum við fyrrnefnda málið. Í svarbréfi bankans kom fram að áhrifavaldarnir hafi í engum tilvikum verið beðnir um að auglýsa vörur bankans. Eingöngu hafi verið um að ræða færslur þar sem viðkomandi áhrifavaldar settu fram „sín persónulegu markmið sem alla jafna séu jákvæð og miði að jákvæðri framþróun hjá viðkomandi í leik og starf.“Sjá einnig: Borga áhrifavöldum 50 þúsund kall fyrir að vekja athygli á meistaramánuðiHafi færslurnar verið ætlaðar til að hvetja fólk til að taka þátt í Meistaramánuði og setja sér uppbyggileg markmið en ekki til þess að hvetja til viðskipta með eða auglýsa vörur eða þjónustu bankans.Þá hafi bankinn verið í góðri trú að birtingar áhrifavaldanna hafi verið í samræmi við lög að þeir myndu með fullnægjandi hætti taka fram að um væri að ræða samstarf við bankann. Í ákvörðun Neytendastofu segir að ekki hafi verið gefið til kynna í færslum áhrifavaldanna að um auglýsingar hafi verið að ræða. Þá hafi þær verið þannig úr garði gerðar að vafi hafi leikið á um að þær væru auglýsingar.„Telur Neytendastofa jafnframt að það sé ósanngjarnt gagnvart neytendum að setja auglýsingu fram í formi stöðufærslna frá einstaklingi þannig að neytendur geti ekki með góðu móti áttað sig á að um auglýsingu sé að ræða,“ segir í ákvörðun Neytendastofu.Gerðist Íslandsbanki því brotlegur um lög með auglýsingum þessum og hefur Neytendastofa bannað bankanum að nota duldar auglýsingar. Verði ekki farið banninu má búast við því að sektum verði beitt, að því er segir í ákvörðun Neytendastofu.Guðrún Veiga var miðpunktur herferfar Dominos í Meistaramánuði.Vísir/DaníelDominos sagði augljóst að um kostaða umfjöllun hafi verið að ræða Sem fyrr segir snýr mál Dominos að pizzuátsátaki snapparans Guðrúnar Veigu sem unnið var í samstarfi með Nútímanum og Íslandsbanka. Fékk Neytendastofa ábendingar um að fyrirtækið hafi duldar auglýsingar á samfélagsmiðlinum Snapchat til þess að auglýsa vörur sínar.Var Guðrúnu Veigu greitt fyrir að auglýsa vörur fyrirtækisins á meðan Meistaramánuður stóð yfir. Færslur hennar á Snapchat voru hins vegar ekki merktar sem auglýsing.Í svari fyrirtækisins við erindi Neytendastofu segir að aðeins hafi verið gerður samningur um að Guðrún Veiga myndi borða allar pizzur af matseðli Dominos í febrúar og að Nútíminn myndi fylgjast með átakinu með gerð þriggja myndbanda, sem birtust á vef Nútímans.Ekki var hins vegar samið um nánari skuldbindingar Guðrúnar Veigu, svo sem birtingar á samfélagsmiðlum hennar en fyrirtækinu hafi engu að síður verið ljóst að hún hafi leyft fylgjendum sínum að fylgjast með átakinu.Þá hafi verið augljóst að um kostaða umfjöllun væri að ræða því ekki um ólögmæta eða villandi viðskiptahætti að ræða. Hafnaði fyrirtækið því að hafa brotið gegn lögum um duldar auglýsingar en áréttað var að í kjölfar erindis Neytendastofu myndi Dominos leggja ríkari áherslu á að fylgja fyrirmælum Neytendastofu. Nútíminn birti þrjár umfjallanir um átak Guðrúnar Veigu í samstarfi við Íslandsbanka og Dominos.Mynd/Skjáskot.Í ákvörðun Neytendastofu segir að þó ekki hafi sérstaklega verið samið um færslur á Snapchat, hafi fyrirtækinu mátt vera fulljóst að það fælist í hinu umrædda átaki að einstaklingurinn myndi fjalla um vörur Dominos á Snapchat umræddan mánuð.Þar segir einnig að þótt að greint hafi verið frá því að vef Nútímans að um kostaða umfjöllun væri að ræða, væri það ekki nóg til að færslur á Snapchat teldust merktar með fullnægjandi hætti.Að mati Neytendastofu voru auglýsingarnar því þannig úr garði gerðar að vafi hafi leikið á um að þær væru auglýsingar. Gerðist Pizza-pizza, sérleyfishafi Dominos, á Íslandi því brotlegur um lög með auglýsingum þessum og hefur Neytendastofa bannað fyrirtælinu að nota duldar auglýsingar.Verði ekki farið banninu má búast við því að sektum verði beitt, að því er segir í ákvörðun Neytendastofu.Ákvarðarnir Neytendastofu má nálgast hér. Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað Íslandsbanka og Pizza-Pizza ehf., sérleyfishafa Dominos á Íslandi, að nota duldar auglýsingar. Kvartað var yfir auglýsingum fyrirtækjanna sem birtust á samfélagsmiðlum í tengslum við Meistaramánuð fyrr á árinu. Um tvö aðskild mál er að ræða. Annars vegar auglýsingar Íslandsbanka í tengslum við Meistaramánuð þar sem sjö tilteknir áhrifavaldar voru fengnir til að útbúa dagatal og birta á Snapchat, Twitter eða Facebook gegn greiðslu, allt frá 50 þúsund krónum til 300 þúsund. Hins vegar er um að ræða samstarf Dominos, Íslandsbanka og Nútímans í tengslum við Meistaramánuð þar sem snapparinn Guðrún Veiga var fengin til þess að smakka allar pizzur á matseðli Dominos. Neytendastofa taldi að um væri að ræða markaðssetningu og að ekki hefði komið fram með nægilega skýrum hætti að umfjöllunin hefði verið auglýsing eða að hún væri gerð í viðskiptalegum tilgangi, en slíkt verður að koma skýrt fram, að því er segir á vef Neytendastofu.Borgaði áhrifavöldum 50-300 þúsund fyrir færslu Neytendastofa óskaði eftir sjónarmiðum Íslandsbanka í tengslum við fyrrnefnda málið. Í svarbréfi bankans kom fram að áhrifavaldarnir hafi í engum tilvikum verið beðnir um að auglýsa vörur bankans. Eingöngu hafi verið um að ræða færslur þar sem viðkomandi áhrifavaldar settu fram „sín persónulegu markmið sem alla jafna séu jákvæð og miði að jákvæðri framþróun hjá viðkomandi í leik og starf.“Sjá einnig: Borga áhrifavöldum 50 þúsund kall fyrir að vekja athygli á meistaramánuðiHafi færslurnar verið ætlaðar til að hvetja fólk til að taka þátt í Meistaramánuði og setja sér uppbyggileg markmið en ekki til þess að hvetja til viðskipta með eða auglýsa vörur eða þjónustu bankans.Þá hafi bankinn verið í góðri trú að birtingar áhrifavaldanna hafi verið í samræmi við lög að þeir myndu með fullnægjandi hætti taka fram að um væri að ræða samstarf við bankann. Í ákvörðun Neytendastofu segir að ekki hafi verið gefið til kynna í færslum áhrifavaldanna að um auglýsingar hafi verið að ræða. Þá hafi þær verið þannig úr garði gerðar að vafi hafi leikið á um að þær væru auglýsingar.„Telur Neytendastofa jafnframt að það sé ósanngjarnt gagnvart neytendum að setja auglýsingu fram í formi stöðufærslna frá einstaklingi þannig að neytendur geti ekki með góðu móti áttað sig á að um auglýsingu sé að ræða,“ segir í ákvörðun Neytendastofu.Gerðist Íslandsbanki því brotlegur um lög með auglýsingum þessum og hefur Neytendastofa bannað bankanum að nota duldar auglýsingar. Verði ekki farið banninu má búast við því að sektum verði beitt, að því er segir í ákvörðun Neytendastofu.Guðrún Veiga var miðpunktur herferfar Dominos í Meistaramánuði.Vísir/DaníelDominos sagði augljóst að um kostaða umfjöllun hafi verið að ræða Sem fyrr segir snýr mál Dominos að pizzuátsátaki snapparans Guðrúnar Veigu sem unnið var í samstarfi með Nútímanum og Íslandsbanka. Fékk Neytendastofa ábendingar um að fyrirtækið hafi duldar auglýsingar á samfélagsmiðlinum Snapchat til þess að auglýsa vörur sínar.Var Guðrúnu Veigu greitt fyrir að auglýsa vörur fyrirtækisins á meðan Meistaramánuður stóð yfir. Færslur hennar á Snapchat voru hins vegar ekki merktar sem auglýsing.Í svari fyrirtækisins við erindi Neytendastofu segir að aðeins hafi verið gerður samningur um að Guðrún Veiga myndi borða allar pizzur af matseðli Dominos í febrúar og að Nútíminn myndi fylgjast með átakinu með gerð þriggja myndbanda, sem birtust á vef Nútímans.Ekki var hins vegar samið um nánari skuldbindingar Guðrúnar Veigu, svo sem birtingar á samfélagsmiðlum hennar en fyrirtækinu hafi engu að síður verið ljóst að hún hafi leyft fylgjendum sínum að fylgjast með átakinu.Þá hafi verið augljóst að um kostaða umfjöllun væri að ræða því ekki um ólögmæta eða villandi viðskiptahætti að ræða. Hafnaði fyrirtækið því að hafa brotið gegn lögum um duldar auglýsingar en áréttað var að í kjölfar erindis Neytendastofu myndi Dominos leggja ríkari áherslu á að fylgja fyrirmælum Neytendastofu. Nútíminn birti þrjár umfjallanir um átak Guðrúnar Veigu í samstarfi við Íslandsbanka og Dominos.Mynd/Skjáskot.Í ákvörðun Neytendastofu segir að þó ekki hafi sérstaklega verið samið um færslur á Snapchat, hafi fyrirtækinu mátt vera fulljóst að það fælist í hinu umrædda átaki að einstaklingurinn myndi fjalla um vörur Dominos á Snapchat umræddan mánuð.Þar segir einnig að þótt að greint hafi verið frá því að vef Nútímans að um kostaða umfjöllun væri að ræða, væri það ekki nóg til að færslur á Snapchat teldust merktar með fullnægjandi hætti.Að mati Neytendastofu voru auglýsingarnar því þannig úr garði gerðar að vafi hafi leikið á um að þær væru auglýsingar. Gerðist Pizza-pizza, sérleyfishafi Dominos, á Íslandi því brotlegur um lög með auglýsingum þessum og hefur Neytendastofa bannað fyrirtælinu að nota duldar auglýsingar.Verði ekki farið banninu má búast við því að sektum verði beitt, að því er segir í ákvörðun Neytendastofu.Ákvarðarnir Neytendastofu má nálgast hér.
Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira