Sport

Fyrrum fótboltastjarna í fagteymi Frjálsíþróttasambandsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Ingi Guðnason.
Haukur Ingi Guðnason. Vísir/Getty
Hallur Hallsson og Haukur Ingi Guðnason bættust við fagteymi Frjálsíþróttasambands Íslands í vikunni en annar þeirra er þekkastur fyrir frammistöðu sína inn á fótboltavellinum.

Hallur og Haukur Ingi eru báðir ráðgjafar hjá Gallup á Íslandi. Þeir vinna með íþróttafólki FRÍ hafa sérfræðiþekkingu í íþróttasálfræði og margra ára reynslu af vinnu með efnilegu íþróttafólki og afreksíþróttafólki. Ráðgjöfin felst í því að kenna kerfisbundnar aðferðir til að bæta andlegan styrk afreksfólks FRÍ.

Þetta eru góðar fréttir fyrir FRÍ segir Guðmundur Karlsson afreksstjóri FRÍ en andlegi þátturinn er afgerandi hluti þess að kalla fram hámarksgetu á réttu augnabliki en til þess þarf að undirbúa afreksfólkið rétt og væntum við mikils af þessu samstarfi.

Haukur Ingi Guðnason er fyrrum fótboltastjarna og var um tíma í herbúðum Liverpool. Hann var með Liverpool í þrjú ár en náði aldrei að komast í aðalliðið. Hann spilaði lengst með Keflavík og Fylki og á að baki 36 mörk í 172 leikjum í efstu deild.

Haukur Ingi hefði eflaust getað gert góða hluti í frjálsum íþróttum enda með fljótustu fótboltamönnum sem Ísland hefur alið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×