Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 09:12 Finnur Freyr á hliðarlínunni í sínum síðasta leik sem þjálfari KR. vísir/bára „Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Þetta er búinn að vera langur tími í KR. Ég fann í vetur að það var komin ákveðin þreyta og orkan var minni en mér finnst hún eigi að vera. Ég var ekki sú útgáfa af sjálfum mér sem mig langaði helst að vera.“Neistinn orðinn lítill Finnur Freyr segist hafa fundið fyrir því í úrslitakeppninni að hann hafi verið orðinn þreyttur. „Ég fann að neistinn sem hefur verið í manni var orðinn ansi lítill. Þegar staðan er orðin svoleiðis þá er ekki mikið eftir,“ segir Finnur en hann vildi þó ekki taka neina ákvörðun í flýti.„Ég gaf mér maí til þess að hugsa málið. Það var ekki mikil löngun til þess að hugsa eða horfa á körfubolta í síðasta mánuði. Ég vildi skoða þetta vel með fjölskyldu og vinum. Því lengri tími sem leið varð ég sannfærðari um að þetta væri það rétta í stöðunni fyrir mig.“Stoltur og þakklátur Finnur Freyr hefur einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins og U20 ára landsliðsins þannig að það hefur verið mikið að gera.Finnur með strákunum sínum eftir fimmta titilinn í lok apríl.vísir/bára„Þetta er búinn að vera frábær tími og gengið einstaklega vel. Ég lít stoltur og þakklátur á þennan tíma. Þetta tók líka mikið frá manni og sérstaklega í vetur þegar gekk mikið á. Það var allt erfitt í vetur. Ég var ekki lengur að njóta körfuboltans sem er ekki gott fyrir körfuboltafíkil eins og mig. Þetta er stór og erfið ákvörðun enda hef ég verið að þjálfa hjá KR í tæp 20 ár.“Draumurinn að fara út Framhaldið er óljóst hjá Finni Frey sem er líka hættur að þjálfa hjá KKÍ. „Ég veit ekkert hvað tekur við. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi erlendis en ekkert til að tala um á þessu stigi. Það er eitthvað sem ég skoða. Ef það kemur eitthvað spennandi upp þá kannski kýlir maður á það. Ef ekki þá er það bara þannig og þá prófa ég bara eitthvað nýtt,“ segir Finnur Freyr en eru líkur á því að við sjáum hann þjálfa annað lið í Dominos-deildinni næsta vetur? „Ég held að það sé mjög hæpið næsta haust en maður veit aldrei þegar líður á veturinn. Óskastaðan er að detta inn á eitthvað skemmtilegt erlendis. Maður á samt aldrei að segja aldrei.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Þetta er búinn að vera langur tími í KR. Ég fann í vetur að það var komin ákveðin þreyta og orkan var minni en mér finnst hún eigi að vera. Ég var ekki sú útgáfa af sjálfum mér sem mig langaði helst að vera.“Neistinn orðinn lítill Finnur Freyr segist hafa fundið fyrir því í úrslitakeppninni að hann hafi verið orðinn þreyttur. „Ég fann að neistinn sem hefur verið í manni var orðinn ansi lítill. Þegar staðan er orðin svoleiðis þá er ekki mikið eftir,“ segir Finnur en hann vildi þó ekki taka neina ákvörðun í flýti.„Ég gaf mér maí til þess að hugsa málið. Það var ekki mikil löngun til þess að hugsa eða horfa á körfubolta í síðasta mánuði. Ég vildi skoða þetta vel með fjölskyldu og vinum. Því lengri tími sem leið varð ég sannfærðari um að þetta væri það rétta í stöðunni fyrir mig.“Stoltur og þakklátur Finnur Freyr hefur einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins og U20 ára landsliðsins þannig að það hefur verið mikið að gera.Finnur með strákunum sínum eftir fimmta titilinn í lok apríl.vísir/bára„Þetta er búinn að vera frábær tími og gengið einstaklega vel. Ég lít stoltur og þakklátur á þennan tíma. Þetta tók líka mikið frá manni og sérstaklega í vetur þegar gekk mikið á. Það var allt erfitt í vetur. Ég var ekki lengur að njóta körfuboltans sem er ekki gott fyrir körfuboltafíkil eins og mig. Þetta er stór og erfið ákvörðun enda hef ég verið að þjálfa hjá KR í tæp 20 ár.“Draumurinn að fara út Framhaldið er óljóst hjá Finni Frey sem er líka hættur að þjálfa hjá KKÍ. „Ég veit ekkert hvað tekur við. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi erlendis en ekkert til að tala um á þessu stigi. Það er eitthvað sem ég skoða. Ef það kemur eitthvað spennandi upp þá kannski kýlir maður á það. Ef ekki þá er það bara þannig og þá prófa ég bara eitthvað nýtt,“ segir Finnur Freyr en eru líkur á því að við sjáum hann þjálfa annað lið í Dominos-deildinni næsta vetur? „Ég held að það sé mjög hæpið næsta haust en maður veit aldrei þegar líður á veturinn. Óskastaðan er að detta inn á eitthvað skemmtilegt erlendis. Maður á samt aldrei að segja aldrei.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum