Áfram á sömu braut Jón Atli Benediktsson skrifar 18. júní 2018 07:00 Þekking er gjaldmiðill framtíðarinnar. Rannsókna- og nýsköpunarstarf hefur fært okkur Íslendingum meiri hagsæld en nokkurn gat grunað. Lífskjör almennings hafa stórbatnað og tækifæri til menntunar margfaldast. Við Íslendingar höfum ekki náð þessum árangri á einni nóttu. Hann helgast af einbeittum vilja þjóðarinnar til að sækja fram, vinnandi höndum, hugviti, menntun, metnaðarfullu háskólastarfi, rannsóknum og nýsköpun. Á þessu ári fögnum við hundrað ára afmæli fullveldis Íslands, en fyrsta desember 1918 varð Ísland fullvalda þjóð. Fullveldisdagurinn hefur ætíð skipað stóran sess hjá Háskóla Íslands. Það er engin tilviljun því stofnun skólans var samofin sjálfstæðisbaráttunni. Það er heldur engin tilviljun að Háskólinn var stofnaður örfáum árum áður en fullveldi fékkst úr hendi Dana. Framsýnir Íslendingar skynjuðu þá og áður að háskóli hér væri forsenda þess að þjóðin yrði stjórnmálalega, efnahagslega og menningarlega sjálfstæð. Björn M. Olsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, lét sig mjög sjálfstæði Íslands varða. Í ræðu sem hann flutti við stofnun skólans 17. júní 1911 fjallar hann um fjórar hugsjónir háskóla sem jafnframt liggja sjálfstæði til grundvallar. Í fyrsta lagi lýsir hann leitinni að sannleikanum sem höfuðmarkmiði háskólastarfs. Í öðru lagi undirstrikar hann frelsishugsjónina. Frjáls rannsókn og kennsla, segir Björn, er eins nauðsynleg háskóla og andardrátturinn er manninum. Í þriðja lagi fjallar Björn um uppeldi og mikilvægi þess að háskólar séu í lifandi tengslum við eigið samfélag. Í fjórða lagi leggur hann áherslu á alþjóðlegt eðli háskóla. Það er merkilegt hvernig frumherjarnir sáu í þeim örsmáa skóla sem stofnaður var árið 1911 útlínur þess þróttmikla Háskóla Íslands sem við þekkjum í dag: Háskóla sem eykur lífsgæði, háskóla sem skapar nýja þekkingu og veitir prófgráður sem eru gjaldgengar um víða veröld, háskóla sem er eftirsóttur í samstarfsneti bestu háskóla heims, háskóla sem dregur að sér fjölda nemenda eins og nýjar umsóknartölur sýna, háskóla sem er mikilvæg undirstaða atvinnulífs og framfara og lifandi menningar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þekking er gjaldmiðill framtíðarinnar. Rannsókna- og nýsköpunarstarf hefur fært okkur Íslendingum meiri hagsæld en nokkurn gat grunað. Lífskjör almennings hafa stórbatnað og tækifæri til menntunar margfaldast. Við Íslendingar höfum ekki náð þessum árangri á einni nóttu. Hann helgast af einbeittum vilja þjóðarinnar til að sækja fram, vinnandi höndum, hugviti, menntun, metnaðarfullu háskólastarfi, rannsóknum og nýsköpun. Á þessu ári fögnum við hundrað ára afmæli fullveldis Íslands, en fyrsta desember 1918 varð Ísland fullvalda þjóð. Fullveldisdagurinn hefur ætíð skipað stóran sess hjá Háskóla Íslands. Það er engin tilviljun því stofnun skólans var samofin sjálfstæðisbaráttunni. Það er heldur engin tilviljun að Háskólinn var stofnaður örfáum árum áður en fullveldi fékkst úr hendi Dana. Framsýnir Íslendingar skynjuðu þá og áður að háskóli hér væri forsenda þess að þjóðin yrði stjórnmálalega, efnahagslega og menningarlega sjálfstæð. Björn M. Olsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, lét sig mjög sjálfstæði Íslands varða. Í ræðu sem hann flutti við stofnun skólans 17. júní 1911 fjallar hann um fjórar hugsjónir háskóla sem jafnframt liggja sjálfstæði til grundvallar. Í fyrsta lagi lýsir hann leitinni að sannleikanum sem höfuðmarkmiði háskólastarfs. Í öðru lagi undirstrikar hann frelsishugsjónina. Frjáls rannsókn og kennsla, segir Björn, er eins nauðsynleg háskóla og andardrátturinn er manninum. Í þriðja lagi fjallar Björn um uppeldi og mikilvægi þess að háskólar séu í lifandi tengslum við eigið samfélag. Í fjórða lagi leggur hann áherslu á alþjóðlegt eðli háskóla. Það er merkilegt hvernig frumherjarnir sáu í þeim örsmáa skóla sem stofnaður var árið 1911 útlínur þess þróttmikla Háskóla Íslands sem við þekkjum í dag: Háskóla sem eykur lífsgæði, háskóla sem skapar nýja þekkingu og veitir prófgráður sem eru gjaldgengar um víða veröld, háskóla sem er eftirsóttur í samstarfsneti bestu háskóla heims, háskóla sem dregur að sér fjölda nemenda eins og nýjar umsóknartölur sýna, háskóla sem er mikilvæg undirstaða atvinnulífs og framfara og lifandi menningar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar