Hver bað um kollsteypu? Þorvaldur Gylfason skrifar 14. júní 2018 07:00 Vinur minn einn var ekki alls fyrir löngu orðaður við skipun í nefnd á vegum Alþingis. Sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir þá sök að hann fékk í miðjum klíðum neyðarkall frá vinveittum þingmanni sem spurði hvort rétt væri að vinurinn hefði hvatt til vopnaðrar byltingar. Vopnaðrar byltingar? Nei, því var fljótsvarað. Sá sem spurði hafði orðið þess var að tilnefningu vinarins í nefndina kynni að vera andmælt eða hafnað á þessari upplognu byltingarforsendu. Spurning þingmannsins vitnar um óheilbrigt andrúmsloft á Alþingi. Hverjir ætluðu að klína vopnuðum byltingarstimpli á saklausan borgara til að koma í veg fyrir að rödd hans heyrðist í nefnd á vegum Alþingis? Það voru líklega þeir sem hafa beinlínis beðið um byltingu eða réttar sagt: kallað yfir sig byltingu. Skoðum málið.Launahlutföll skipta máli Ég er ekki að skipta um umræðuefni þótt ég segi þetta næst: Það er ekki tilviljun að verðbólgumarkmið seðlabanka um allan heim er ekki núll heldur yfirleitt 2% til 3% á ári. Hófleg verðbólga er jafnan heppilegri en engin verðbólga. Það stafar af því að hófleg verðbólga býr til svigrúm til hóflegra breytinga á launakostnaðarhlutföllum á vinnumarkaði. Ef ytri aðstæður halla á tiltekinn atvinnuveg, þá lækkar raunverulegur kaupkostnaður fyrirtækja þar um 2% til 3% á ári ef útseld vara og þjónusta viðkomandi fyrirtækja hækkar í verði um 2% til 3% á ári í samræmi við almennt verðlag meðan launin standa í stað. Þannig komast fyrirtækin hjá að fækka fólki. Launþegar una því þar eð þeim sýnast allir sitja við sama borð. Ef verðbólgu væri ekki til að dreifa væri staðan önnur. Þá myndu fyrirtæki þurfa að biðja launþega um að sætta sig við beina launaskerðingu um 2% til 3% til að komast hjá uppsögnum. Launþegar sætta sig yfirleitt ekki við beina kauplækkun m.a. af því að þeir treysta því ekki að eitt sé látið yfir alla ganga. Þannig getur hófleg verðbólga stillt til friðar á vinnumarkaði. Til þess er leikurinn gerður. Þannig getur mikil verðbólga einnig slitið sundur friðinn með því að raska launahlutföllum um of á þann hátt að sumum tekst betur en öðrum að laga laun sín að verðbólgunni eða lyfta þeim umfram verðbólguna. Sjálftökusveitir Nú er það samt ekki verðbólga sem virðist líklegust til að slíta sundur friðinn á vinnumarkaði hér heima heldur sú staðreynd að sumir hópar hafa tekið sér eða þegið kjarabætur langt umfram aðra. RÚV sagði frá því fyrir nokkru að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar eru betur launaðir en borgarstjórinn í Tókíó. Vinir þeirra í bæjarstjórnunum skammta þeim launin. Kjararáð hefur veitt hátekjuhópum sem vinna hjá ríkinu miklar kauphækkanir, sumar afturvirkar, og hækkaði t.d. laun þingmanna 2016 um 45% á einu bretti. Þessar ákvarðanir vöktu hörð viðbrögð, m.a. af hálfu verklýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var þá lagt niður. Jón Þór Ólafsson alþm. og VR hafa kært Kjararáð fyrir meintar ólöglegar launahækkanir á ofurlaun. Vandinn er ekki bundinn við sjálftökusveitir stjórnmálamanna. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni voru á bilinu 3-8 mkr. á mánuði 2017 eða tæpar 5 mkr. að meðaltali. Meðalforstjórinn þiggur mánaðarlaun sem nema 17-földum lágmarkslaunum. Mánaðarlaun launahæsta forstjórans nema nærri 30-földum lágmarkslaunum. Hverjir ákveða þessi laun? Það gera forstjórarnir sjálfir enda sitja þeir margir í stjórnum fyrirtækjanna hver hjá öðrum. Forstjórar ríkisfyrirtækja eru ekki alveg eins stórtækir, en þeir hafa þó þegið kauphækkanir langt umfram þau 4% sem ríkið bauð ljósmæðrum. Þær höfnuðu boðinu. Þær höfnuðu tvískinnungi sem Kennedy Bandaríkjaforseti lýsti vel þegar hann sagði: „Það er ekki hægt að semja við menn sem segja: „Mitt tilheyrir mér, þitt skulum við semja um““. Uppgjör í vændum Guðmundur Gunnarsson rafvirki lýsir vandanum vel í grein í Stundinni fyrir skömmu undir yfirskriftinni Heiftarlegt uppgjör framundan. Hann vitnar í Guðmund J. Guðmundsson, Gvend jaka sem svo var kallaður, en hann sagði: „Ef einhver hópur fer að vaða upp í hækkunum fyrir ofan almennt verkafólk, þá er þetta búið. Menn þurfa að átta sig á að það verður að byggjast á gagnkvæmu jafnræði á milli hópa. Það þýðir ekki að keyra áfram einhverja sérhópa upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu.“ Forstjórar og stjórnmálamenn eiga upptökin að núverandi ókyrrð á vinnumarkaði. Þeir hafa kallað kollsteypu yfir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Sjá meira
Vinur minn einn var ekki alls fyrir löngu orðaður við skipun í nefnd á vegum Alþingis. Sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir þá sök að hann fékk í miðjum klíðum neyðarkall frá vinveittum þingmanni sem spurði hvort rétt væri að vinurinn hefði hvatt til vopnaðrar byltingar. Vopnaðrar byltingar? Nei, því var fljótsvarað. Sá sem spurði hafði orðið þess var að tilnefningu vinarins í nefndina kynni að vera andmælt eða hafnað á þessari upplognu byltingarforsendu. Spurning þingmannsins vitnar um óheilbrigt andrúmsloft á Alþingi. Hverjir ætluðu að klína vopnuðum byltingarstimpli á saklausan borgara til að koma í veg fyrir að rödd hans heyrðist í nefnd á vegum Alþingis? Það voru líklega þeir sem hafa beinlínis beðið um byltingu eða réttar sagt: kallað yfir sig byltingu. Skoðum málið.Launahlutföll skipta máli Ég er ekki að skipta um umræðuefni þótt ég segi þetta næst: Það er ekki tilviljun að verðbólgumarkmið seðlabanka um allan heim er ekki núll heldur yfirleitt 2% til 3% á ári. Hófleg verðbólga er jafnan heppilegri en engin verðbólga. Það stafar af því að hófleg verðbólga býr til svigrúm til hóflegra breytinga á launakostnaðarhlutföllum á vinnumarkaði. Ef ytri aðstæður halla á tiltekinn atvinnuveg, þá lækkar raunverulegur kaupkostnaður fyrirtækja þar um 2% til 3% á ári ef útseld vara og þjónusta viðkomandi fyrirtækja hækkar í verði um 2% til 3% á ári í samræmi við almennt verðlag meðan launin standa í stað. Þannig komast fyrirtækin hjá að fækka fólki. Launþegar una því þar eð þeim sýnast allir sitja við sama borð. Ef verðbólgu væri ekki til að dreifa væri staðan önnur. Þá myndu fyrirtæki þurfa að biðja launþega um að sætta sig við beina launaskerðingu um 2% til 3% til að komast hjá uppsögnum. Launþegar sætta sig yfirleitt ekki við beina kauplækkun m.a. af því að þeir treysta því ekki að eitt sé látið yfir alla ganga. Þannig getur hófleg verðbólga stillt til friðar á vinnumarkaði. Til þess er leikurinn gerður. Þannig getur mikil verðbólga einnig slitið sundur friðinn með því að raska launahlutföllum um of á þann hátt að sumum tekst betur en öðrum að laga laun sín að verðbólgunni eða lyfta þeim umfram verðbólguna. Sjálftökusveitir Nú er það samt ekki verðbólga sem virðist líklegust til að slíta sundur friðinn á vinnumarkaði hér heima heldur sú staðreynd að sumir hópar hafa tekið sér eða þegið kjarabætur langt umfram aðra. RÚV sagði frá því fyrir nokkru að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar eru betur launaðir en borgarstjórinn í Tókíó. Vinir þeirra í bæjarstjórnunum skammta þeim launin. Kjararáð hefur veitt hátekjuhópum sem vinna hjá ríkinu miklar kauphækkanir, sumar afturvirkar, og hækkaði t.d. laun þingmanna 2016 um 45% á einu bretti. Þessar ákvarðanir vöktu hörð viðbrögð, m.a. af hálfu verklýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var þá lagt niður. Jón Þór Ólafsson alþm. og VR hafa kært Kjararáð fyrir meintar ólöglegar launahækkanir á ofurlaun. Vandinn er ekki bundinn við sjálftökusveitir stjórnmálamanna. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni voru á bilinu 3-8 mkr. á mánuði 2017 eða tæpar 5 mkr. að meðaltali. Meðalforstjórinn þiggur mánaðarlaun sem nema 17-földum lágmarkslaunum. Mánaðarlaun launahæsta forstjórans nema nærri 30-földum lágmarkslaunum. Hverjir ákveða þessi laun? Það gera forstjórarnir sjálfir enda sitja þeir margir í stjórnum fyrirtækjanna hver hjá öðrum. Forstjórar ríkisfyrirtækja eru ekki alveg eins stórtækir, en þeir hafa þó þegið kauphækkanir langt umfram þau 4% sem ríkið bauð ljósmæðrum. Þær höfnuðu boðinu. Þær höfnuðu tvískinnungi sem Kennedy Bandaríkjaforseti lýsti vel þegar hann sagði: „Það er ekki hægt að semja við menn sem segja: „Mitt tilheyrir mér, þitt skulum við semja um““. Uppgjör í vændum Guðmundur Gunnarsson rafvirki lýsir vandanum vel í grein í Stundinni fyrir skömmu undir yfirskriftinni Heiftarlegt uppgjör framundan. Hann vitnar í Guðmund J. Guðmundsson, Gvend jaka sem svo var kallaður, en hann sagði: „Ef einhver hópur fer að vaða upp í hækkunum fyrir ofan almennt verkafólk, þá er þetta búið. Menn þurfa að átta sig á að það verður að byggjast á gagnkvæmu jafnræði á milli hópa. Það þýðir ekki að keyra áfram einhverja sérhópa upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu.“ Forstjórar og stjórnmálamenn eiga upptökin að núverandi ókyrrð á vinnumarkaði. Þeir hafa kallað kollsteypu yfir okkur öll.
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun