Hvernig á að bregðast við? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. júní 2018 10:00 Þeir Íslendingar sem héldu til Rússlands til að styðja landsliðið á HM skemmtu sér konunglega. Ráðherrar og forseti Íslands voru fjarri góðu gamni, en ríkisstjórnin hafði látið þau boð út ganga að hún myndi ekki senda fulltrúa sína á mótið vegna taugaeitursárásar á Skripal-feðginin í Salisbury í Bretlandi sem Pútín er kennt um. Þessi ákvörðun vakti enga sérstaka athygli landsmanna, fyrir utan megna óánægju hlustenda Útvarps Sögu sem í símatímum fordæmdu fjarveru forsetans á mótinu og sögðu hann kúgaðan af illa innrættri og vonlausri ríkisstjórn. Þeir kvöddu síðan með fullyrðingu um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki látið bjóða sér slíka meðferð heldur tekið fyrsta flug til Rússlands. Forsetafrúin fór til Rússlands til að horfa á fótbolta og vel má túlka þá ferð sem svo að forsetinn hafi ekki með öllu verið sáttur við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson mætti einnig galvaskur á leiki íslenska liðsins. Hann hefur örugglega farið á eigin kostnað sem prívat manneskja en um leið getur hann ekki alveg hrist af sér opinberu persónuna. Það hefði verið fullkomin hræsni af hans hálfu að mæta til Rússlands ef hann styddi í hjarta sínu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sennilega er hann á þeirri skoðun að í þessu tilviki hafi verið hæpið að blanda saman íþróttum og pólitík. Samband pólitíkur og íþrótta er flókið og stundum er eins og ekki sé til neitt rétt svar. Á sínum tíma hefði til dæmis mátt færa mjög gild rök fyrir því að ekki væri forsvaranlegt að senda íþróttafólk á Ólympíuleika Hitlers í Berlín árið 1936. Rökin gegn þeirri skoðun eru að þar var unnið afrek sem komst í heimssöguna þegar blökkumanninum Jesse Owens tókst með sigrum sínum að afsanna kenningar nasista um yfirburði hins aríska kynstofns. Þegar stjórnmálamenn byrja að taka ákvarðanir um að senda ekki fulltrúa á íþróttaviðburði í löndum þar sem stjórnvöld fremja fólskuverk þá er erfitt að draga mörkin. Hinn siðferðilegi vandi er æpandi þegar kemur að heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar árið 2022. Íslendingar eru bjartsýnisfólk og gera vitanlega ráð fyrir þátttöku landsliðs síns í landi þar sem ýmislegt bjátar á. Í Katar er þegar byrjað að vinna að uppbyggingu leikvanga fyrir HM og yfirgnæfandi hluti þeirra sem koma að því verki eru farandverkamenn frá Suður-Asíu. Fullyrt er að hundruð þeirra hafi þegar látið lífið á vinnusvæðinu. Sharan Burrow, formaður Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, segir að svo geti farið að allt að fjögur þúsund verkamenn hafi látið lífið vegna bágra aðstæðna áður en heimsmeistaramótið hefst. Íslenskir ráðamenn ákváðu að stilla sér upp við hlið vestrænna þjóða og mótmæla árásinni á Skripal-feðginin í Salisbury með því að senda ekki fulltrúa sína á HM í Rússlandi. Nú vill svo til að Skripal-feðginin eru á lífi og sögð við góða heilsu meðan nokkrar þúsundir bíða dauðans í Katar. Það er fórnin sem er færð til að halda HM í Katar. Spurningin sem bíður heimsbyggðarinnar er: Hvernig á að bregðast við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þeir Íslendingar sem héldu til Rússlands til að styðja landsliðið á HM skemmtu sér konunglega. Ráðherrar og forseti Íslands voru fjarri góðu gamni, en ríkisstjórnin hafði látið þau boð út ganga að hún myndi ekki senda fulltrúa sína á mótið vegna taugaeitursárásar á Skripal-feðginin í Salisbury í Bretlandi sem Pútín er kennt um. Þessi ákvörðun vakti enga sérstaka athygli landsmanna, fyrir utan megna óánægju hlustenda Útvarps Sögu sem í símatímum fordæmdu fjarveru forsetans á mótinu og sögðu hann kúgaðan af illa innrættri og vonlausri ríkisstjórn. Þeir kvöddu síðan með fullyrðingu um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki látið bjóða sér slíka meðferð heldur tekið fyrsta flug til Rússlands. Forsetafrúin fór til Rússlands til að horfa á fótbolta og vel má túlka þá ferð sem svo að forsetinn hafi ekki með öllu verið sáttur við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson mætti einnig galvaskur á leiki íslenska liðsins. Hann hefur örugglega farið á eigin kostnað sem prívat manneskja en um leið getur hann ekki alveg hrist af sér opinberu persónuna. Það hefði verið fullkomin hræsni af hans hálfu að mæta til Rússlands ef hann styddi í hjarta sínu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sennilega er hann á þeirri skoðun að í þessu tilviki hafi verið hæpið að blanda saman íþróttum og pólitík. Samband pólitíkur og íþrótta er flókið og stundum er eins og ekki sé til neitt rétt svar. Á sínum tíma hefði til dæmis mátt færa mjög gild rök fyrir því að ekki væri forsvaranlegt að senda íþróttafólk á Ólympíuleika Hitlers í Berlín árið 1936. Rökin gegn þeirri skoðun eru að þar var unnið afrek sem komst í heimssöguna þegar blökkumanninum Jesse Owens tókst með sigrum sínum að afsanna kenningar nasista um yfirburði hins aríska kynstofns. Þegar stjórnmálamenn byrja að taka ákvarðanir um að senda ekki fulltrúa á íþróttaviðburði í löndum þar sem stjórnvöld fremja fólskuverk þá er erfitt að draga mörkin. Hinn siðferðilegi vandi er æpandi þegar kemur að heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar árið 2022. Íslendingar eru bjartsýnisfólk og gera vitanlega ráð fyrir þátttöku landsliðs síns í landi þar sem ýmislegt bjátar á. Í Katar er þegar byrjað að vinna að uppbyggingu leikvanga fyrir HM og yfirgnæfandi hluti þeirra sem koma að því verki eru farandverkamenn frá Suður-Asíu. Fullyrt er að hundruð þeirra hafi þegar látið lífið á vinnusvæðinu. Sharan Burrow, formaður Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, segir að svo geti farið að allt að fjögur þúsund verkamenn hafi látið lífið vegna bágra aðstæðna áður en heimsmeistaramótið hefst. Íslenskir ráðamenn ákváðu að stilla sér upp við hlið vestrænna þjóða og mótmæla árásinni á Skripal-feðginin í Salisbury með því að senda ekki fulltrúa sína á HM í Rússlandi. Nú vill svo til að Skripal-feðginin eru á lífi og sögð við góða heilsu meðan nokkrar þúsundir bíða dauðans í Katar. Það er fórnin sem er færð til að halda HM í Katar. Spurningin sem bíður heimsbyggðarinnar er: Hvernig á að bregðast við?
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar