Þjóðarstolt og hnattræn samstaða Bjarni Karlsson skrifar 27. júní 2018 07:00 Þegar þessi orð eru rituð er leikur Íslands og Króatíu enn ekki orðinn. Samt er öllum meginmarkmiðum með þátttöku Íslands á HM náð; að eiga fulltrúa á glæsilegum alþjóðaleikum þar sem heilbrigt þjóðarstolt er tjáð í samstöðu með öllum jarðarbúum. Aldrei í sögunni hefur þetta verið mikilvægara en nú þegar loftslagsbreytingar fara vaxandi, flóttafólki fjölgar og enginn skortur verður á leiðtogum eins og Trump, sem bjóða upp á ótta og hatur. Fullyrða má að takist mannkyni ekki að tileinka sér raunverulega fjölmenningu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og sérkenni allra virt um leið og hnattræn samstaða er ræktuð, munu flestir jarðarbúar ásamt vistkerfinu í heild lifa vaxandi hörmungar. Nýlega birti Vísir áhugavert viðtal við dr. Silju Báru Ómarsdóttur þar sem hún lýsir óreiðukenndu göngulagi Trumpstjórnarinnar og segir m.a.: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ En kannski er ofbeldi einmitt tegund af þekkingu sem felur í sér þá sýn að best sé að stjórna með stjórnleysi? Kannski er lífsspeki Trumps sú sama og allir þekkja sem tekið hafa þátt í félags- eða stjórnmálum, hvernig valdahópar tefla stundum fram einhverjum sem kann tökin á því að skamma og hræða þannig að allt venjulegt fólk verður reitt og miður sín? Og þegar andrúmsloft er orðið lævi blandið, ýmsir hlaupnir á sig og aðrir á dyr, er hægur vandi að keyra í gegn „eftir lýðræðislegum leikreglum“ þær ákvarðanir sem menn óska. Allt ofbeldi, hvort heldur það er persónulegt, innan hópa eða milli þjóða, er í því fólgið að færa skömm úr einum líkama yfir í aðra líkami og ná þannig tangarhaldi á fólki. Ofbeldi sem aðferð er einföld, fyrirsjánleg og löt – og gríðarvinsæl! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru rituð er leikur Íslands og Króatíu enn ekki orðinn. Samt er öllum meginmarkmiðum með þátttöku Íslands á HM náð; að eiga fulltrúa á glæsilegum alþjóðaleikum þar sem heilbrigt þjóðarstolt er tjáð í samstöðu með öllum jarðarbúum. Aldrei í sögunni hefur þetta verið mikilvægara en nú þegar loftslagsbreytingar fara vaxandi, flóttafólki fjölgar og enginn skortur verður á leiðtogum eins og Trump, sem bjóða upp á ótta og hatur. Fullyrða má að takist mannkyni ekki að tileinka sér raunverulega fjölmenningu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og sérkenni allra virt um leið og hnattræn samstaða er ræktuð, munu flestir jarðarbúar ásamt vistkerfinu í heild lifa vaxandi hörmungar. Nýlega birti Vísir áhugavert viðtal við dr. Silju Báru Ómarsdóttur þar sem hún lýsir óreiðukenndu göngulagi Trumpstjórnarinnar og segir m.a.: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ En kannski er ofbeldi einmitt tegund af þekkingu sem felur í sér þá sýn að best sé að stjórna með stjórnleysi? Kannski er lífsspeki Trumps sú sama og allir þekkja sem tekið hafa þátt í félags- eða stjórnmálum, hvernig valdahópar tefla stundum fram einhverjum sem kann tökin á því að skamma og hræða þannig að allt venjulegt fólk verður reitt og miður sín? Og þegar andrúmsloft er orðið lævi blandið, ýmsir hlaupnir á sig og aðrir á dyr, er hægur vandi að keyra í gegn „eftir lýðræðislegum leikreglum“ þær ákvarðanir sem menn óska. Allt ofbeldi, hvort heldur það er persónulegt, innan hópa eða milli þjóða, er í því fólgið að færa skömm úr einum líkama yfir í aðra líkami og ná þannig tangarhaldi á fólki. Ofbeldi sem aðferð er einföld, fyrirsjánleg og löt – og gríðarvinsæl!
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun