Hviður víða farið yfir 35 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2018 10:44 Vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 12 á hádegi í dag. veðurstofa íslands Veðrið sem gengið hefur yfir Norðaustur- og Austurland í nótt og í morgun er heldur haustlegt segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Stormviðvörun hefur verið í gildi frá því í nótt en henni verður aflétt um klukkan tvö víðast hvar þar sem kröpp lægð norður af Melrakkasléttu og Langanesi fjarlægist nú landið. Veðrið hefur því náð hámarki sínu að sögn Birtu og dregur nú úr vindi jafnt og þétt. Hviður hafa víða farið yfir 35 metra á sekúndu. Á Hófaskarði mældist hviða upp á 43 metra á sekúndu, á Eyjabökkum og Gagnheiði hafa hviður farið í allt að 40 metra á sekúndu, á Hallormsstaðahálsi upp í 38 metra á sekúndu og á Möðrudalsöræfum upp í 37 metra á sekúndu. Birta segir að svona veður sé ekki algengt á þessum árstíma. „Það er það ekki. Það má eiginlega segja að upp úr sumardeginum fyrsta þá fari nú að slaka á veðrakerfunum hjá okkur, þar á meðal vindinum. Það er frekar að maður myndi búast við mikilli úrkomu heldur en svona miklum vindi yfir sumarið. En þetta getur að sjálfsögðu alltaf gerst, við erum alltaf að fá lægðir á okkur annars slagið allt árið.“ Hún segir ekki lægðir eins og þessa í kortunum á næstunni. „Næstu daga eru suðlægar áttir, einhver rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands en norðaustan til á að vera nokkuð þurrt og jafnvel bjart í vikunni og mun hægari vindur. Þannig að við erum ekki að sjá neitt í líkingu við þetta á næstunni,“ segir Birta. En er ekkert að koma sumar hérna í Reykjavík? „Það er mjög góð spurning,“ segir Birta hlæjandi og bætir við: „Það er allavega ekki útlit fyrir 20 stiga hita og sól á næstunni.“ Veður Tengdar fréttir Vegagerðin varar við vindi Vegagerðin segir fulla ástæðu til að hafa varann á vegna vinds framan af deginum í dag. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Veðrið sem gengið hefur yfir Norðaustur- og Austurland í nótt og í morgun er heldur haustlegt segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Stormviðvörun hefur verið í gildi frá því í nótt en henni verður aflétt um klukkan tvö víðast hvar þar sem kröpp lægð norður af Melrakkasléttu og Langanesi fjarlægist nú landið. Veðrið hefur því náð hámarki sínu að sögn Birtu og dregur nú úr vindi jafnt og þétt. Hviður hafa víða farið yfir 35 metra á sekúndu. Á Hófaskarði mældist hviða upp á 43 metra á sekúndu, á Eyjabökkum og Gagnheiði hafa hviður farið í allt að 40 metra á sekúndu, á Hallormsstaðahálsi upp í 38 metra á sekúndu og á Möðrudalsöræfum upp í 37 metra á sekúndu. Birta segir að svona veður sé ekki algengt á þessum árstíma. „Það er það ekki. Það má eiginlega segja að upp úr sumardeginum fyrsta þá fari nú að slaka á veðrakerfunum hjá okkur, þar á meðal vindinum. Það er frekar að maður myndi búast við mikilli úrkomu heldur en svona miklum vindi yfir sumarið. En þetta getur að sjálfsögðu alltaf gerst, við erum alltaf að fá lægðir á okkur annars slagið allt árið.“ Hún segir ekki lægðir eins og þessa í kortunum á næstunni. „Næstu daga eru suðlægar áttir, einhver rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands en norðaustan til á að vera nokkuð þurrt og jafnvel bjart í vikunni og mun hægari vindur. Þannig að við erum ekki að sjá neitt í líkingu við þetta á næstunni,“ segir Birta. En er ekkert að koma sumar hérna í Reykjavík? „Það er mjög góð spurning,“ segir Birta hlæjandi og bætir við: „Það er allavega ekki útlit fyrir 20 stiga hita og sól á næstunni.“
Veður Tengdar fréttir Vegagerðin varar við vindi Vegagerðin segir fulla ástæðu til að hafa varann á vegna vinds framan af deginum í dag. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Vegagerðin varar við vindi Vegagerðin segir fulla ástæðu til að hafa varann á vegna vinds framan af deginum í dag. 25. júní 2018 06:00