Dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið í handbolta karla við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Kaupmannahafnar klukkan 12.30 í dag. Mótið fer svo fram í Danmörku og Þýskalandi í janúar á næsta ári. Ísland tryggði sér þátttökurétt á mótinu með því að leggja Litháen að velli eftir samanlagðan sigur í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á mótinu fyrr í þessum mánuði.
Íslenska liðið verður í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla, en liðunum 24 sem taka þátt á mótinu hefur verið raðað í sex styrkleikaflokka. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum á mótinu. Íslenska liðið er með Serbíu, Túnis og einni Ameríkuþjóð í styrkleikaflokki og getur ekki lent með framangreindum þjóðum í riðli. Styrkleikaflokkana má sjá hér að neðan.
Þýskaland, annar gestgjafi mótsins, verður í A-riðli og alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að hafa aukinheldur lið Kóreu í A-riðlinum. Handknattleikssambönd Danmerkur og Þýskalands hafa ákveðið að hafa Króatíu í B-riðli, Danmörk verður í C-riðli og fyrrgreind sambönd hafa fest Svíþjóð í D-riðil mótsins.
Að öðru leyti fer drátturinn þannig fram að eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki fer í hvern riðil, en liðin sem nú þegar hafa verið sett í riðla eru fulltrúar þess styrkleikaflokks í þeim riðli. Drátturinn verður sýndur í beinni útsendingu í streymi á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins, ihf.info, og opinberri heimasíðu mótsins, handball19.com.
HM-drátturinn í hádeginu í dag
Hjörvar Ólafsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn