Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 14:47 Brexit var mótmælt í London í gær á tveggja ára afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar örlagaríku. Vísir/Getty Viðvaranir stórfyrirtækja um afleiðingar þess ef Bretar segja skilið við Evrópusambandsins án þess að fyrir liggi samningur um framtíðarsamband þeirra eru „fullkomlega óviðeigandi“ að mati Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra Bretlands. Hann segir viðvaranirnar grafa undan Theresu May, forsætisráðherra, í viðræðum hennar við fulltrúa ESB. Merki eru um að gjá sé að myndast á milli stjórnenda fyrirtækja og forystu Íhaldsflokksins vegna Brexit. Flugvélaframleiðandinn Airbus varaði við því að framtíð fyrirtækisins á Bretlandi gæti verið í uppnámi ef svonefnt hart Brexit verður ofan á með engum samningi á milli Breta og ESB. Fyrirtækið framleiðir alla vængi á farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni en lítið hefur þokast í samkomulagsátt á milli breska stjórnvalda og ESB. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum hafa ennfremur þrýst á May að útiloka ekki að segja skilið við sambandið án nokkurs samnings ef kjörin sem ESB býður eru ekki Bretum þóknanleg. Hunt, sem er talinn áhrifamikill innan Íhaldsflokksins, er ekki sáttur við viðvaranir fyrirtækjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC vísaði hann til viðkvæmrar stöðu í Brexit-samningaviðræðunum og mikilvægis þess að Bretar fylktu sér að baki May. „Því meira sem við gröfum undan Theresu May því líklegra er að við endum með graut sem verður alger hörmung fyrir alla,“ sagði Hunt. Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, tók í sama streng og sagði viðvörunarorð fyrirtækjanna grafa undan samningsstöðu Breta, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fólkið sem setur þessi ummæli fram verður að skilja að það gæti verið að setja Bretland í krappa stöðu með því að setja þau fram,“ sagði Fox. Þá bárust fréttir af því um helgina að Boris Johnson, utanríkisráðherra, hefði hafnað áhyggjum viðskiptalífsins með fúkyrði á fundi með evrópskum erindrekum. Brexit Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Viðvaranir stórfyrirtækja um afleiðingar þess ef Bretar segja skilið við Evrópusambandsins án þess að fyrir liggi samningur um framtíðarsamband þeirra eru „fullkomlega óviðeigandi“ að mati Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra Bretlands. Hann segir viðvaranirnar grafa undan Theresu May, forsætisráðherra, í viðræðum hennar við fulltrúa ESB. Merki eru um að gjá sé að myndast á milli stjórnenda fyrirtækja og forystu Íhaldsflokksins vegna Brexit. Flugvélaframleiðandinn Airbus varaði við því að framtíð fyrirtækisins á Bretlandi gæti verið í uppnámi ef svonefnt hart Brexit verður ofan á með engum samningi á milli Breta og ESB. Fyrirtækið framleiðir alla vængi á farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni en lítið hefur þokast í samkomulagsátt á milli breska stjórnvalda og ESB. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum hafa ennfremur þrýst á May að útiloka ekki að segja skilið við sambandið án nokkurs samnings ef kjörin sem ESB býður eru ekki Bretum þóknanleg. Hunt, sem er talinn áhrifamikill innan Íhaldsflokksins, er ekki sáttur við viðvaranir fyrirtækjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC vísaði hann til viðkvæmrar stöðu í Brexit-samningaviðræðunum og mikilvægis þess að Bretar fylktu sér að baki May. „Því meira sem við gröfum undan Theresu May því líklegra er að við endum með graut sem verður alger hörmung fyrir alla,“ sagði Hunt. Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, tók í sama streng og sagði viðvörunarorð fyrirtækjanna grafa undan samningsstöðu Breta, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fólkið sem setur þessi ummæli fram verður að skilja að það gæti verið að setja Bretland í krappa stöðu með því að setja þau fram,“ sagði Fox. Þá bárust fréttir af því um helgina að Boris Johnson, utanríkisráðherra, hefði hafnað áhyggjum viðskiptalífsins með fúkyrði á fundi með evrópskum erindrekum.
Brexit Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira