Með lýðræðið fara þeir sem valdið hafa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. júní 2018 10:40 Það er alltaf áhugavert viðfangsefni að fjalla um lýðræðið og þær fjölbreyttu aðferðir sem við sem samfélag getum beitt í nafni lýðræðisins. Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar er ýmislegt sem bendir til þess að mikill vilji sé fyrir öflugu samráði allra bæjarfulltrúa. Almennt var talað fyrir samvinnu og mikilvægi þess að sjónarmið allra kæmust að. Við bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans fögnum því mjög og hlökkum til slíks samstarfs því það er trú okkar að við séum kosin til þess að miðla málum, komast að sameiginlegri niðurstöðu og fyrst og fremst þeirri bestu sem á verður kosið í þágu allra íbúa. Það veldur okkur í Garðabæjarlistanum hins vegar vonbrigðum að því var hafnað að hrinda þessum vilja í verk. Bæjarstjórnin hefði getað tekið áhrifaríkt framfaraskref í þágu lýðræðisins með samþykki tillögu Garðabæjarlistans um breytingar í vali fulltrúa í nefndir. Því er svo mikilvægt að átta sig á því að þeir sem valdið hafa fara með lýðræðið og það er þeirra að útfæra þann vilja sem talað er fyrir. Að virkja lýðræðið er vinna og oftar en ekki kostar það aukinn tíma og jafnvel aukin útgjöld frá óbreyttri stöðu. Og um það snýst verkefnið. Að fikra sig nær og styðja við þroskaðari umræðu í dag en í gær með því að gefa lýðræðinu sem mest vægi án þess að hreyfa við stöðu þeirra sem meirihlutinn hefur kosið til valda. Til þess þarf vilja og ákveðna framsýni og trú á mikilvægi samtalsins. Mikilvægi þess að ólík sjónarmið fái sitt pláss í allri umræðu - það skiptir máli. Garðabæjarlistinn talar fyrir auknu lýðræði þvert á alla stjórnsýslu bæjarfélagsins og þar eru kjörnir fulltrúar ekki undanskyldir. Því var það einlæg von okkar að bæjarstjórn sameinaðist um ákveðin framfaraskref til að spyrna við þeim lýðræðislega halla sem leiðir af hinni almennu reiknireglu d’Hondt við val á fulltrúm framboða í nefndir og ráð. Með einlægan vilja að vopni hefði verið hægt að hugsa hlutina upp á nýtt, fara nýjar leiðir sem settu enn frekari stoðir undir lýðræðið. Umræðunni hefði verið gefið aukið lýðræðislegt vægi með því að skipa tvo fulltrúa Garðabæjarlistans í nefndir og ráð á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Því var hafnað, sem er miður. Þótt d’Hondt reglan sé viðmiðið sem notast er við í niðurröðun fulltrúa í nefndir og ráð er ekkert sem bannar að litið sé til atkvæðafjöldans á bak við hvort framboð fyrir sig, ef vilji er fyrir hendi. Atkvæði féllu þannig að 2.132 kusu Garðabæjarlistann á móti 4.700 sem kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það gefur auga leið að umræða, þar sem sameiginleg sýn fjögurra fulltrúa um leiðir og markmið hefur töluvert meira vægi en þess eina fulltrúa minnihlutans sem kemur að borðinu hverju sinni. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum snerist fyrst og fremst um að gefa umræðunni aukið vægi, styrkja ólík viðhorf með það að markmiði að ná fram sem farsælustu niðurstöðu fyrir alla íbúa í hverju máli fyrir sig. Við í Garðabæjarlistanum trúum því að aukin umræða um lýðræðið og mikilvægi þess færi okkur fram á veg. Við eigum að stefna að lýðræðislegri vinnubrögðum saman. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lýðræðið fái aukið vægi, um leið og meirihlutinn heldur óumdeildri stöðu sinni. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf áhugavert viðfangsefni að fjalla um lýðræðið og þær fjölbreyttu aðferðir sem við sem samfélag getum beitt í nafni lýðræðisins. Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar er ýmislegt sem bendir til þess að mikill vilji sé fyrir öflugu samráði allra bæjarfulltrúa. Almennt var talað fyrir samvinnu og mikilvægi þess að sjónarmið allra kæmust að. Við bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans fögnum því mjög og hlökkum til slíks samstarfs því það er trú okkar að við séum kosin til þess að miðla málum, komast að sameiginlegri niðurstöðu og fyrst og fremst þeirri bestu sem á verður kosið í þágu allra íbúa. Það veldur okkur í Garðabæjarlistanum hins vegar vonbrigðum að því var hafnað að hrinda þessum vilja í verk. Bæjarstjórnin hefði getað tekið áhrifaríkt framfaraskref í þágu lýðræðisins með samþykki tillögu Garðabæjarlistans um breytingar í vali fulltrúa í nefndir. Því er svo mikilvægt að átta sig á því að þeir sem valdið hafa fara með lýðræðið og það er þeirra að útfæra þann vilja sem talað er fyrir. Að virkja lýðræðið er vinna og oftar en ekki kostar það aukinn tíma og jafnvel aukin útgjöld frá óbreyttri stöðu. Og um það snýst verkefnið. Að fikra sig nær og styðja við þroskaðari umræðu í dag en í gær með því að gefa lýðræðinu sem mest vægi án þess að hreyfa við stöðu þeirra sem meirihlutinn hefur kosið til valda. Til þess þarf vilja og ákveðna framsýni og trú á mikilvægi samtalsins. Mikilvægi þess að ólík sjónarmið fái sitt pláss í allri umræðu - það skiptir máli. Garðabæjarlistinn talar fyrir auknu lýðræði þvert á alla stjórnsýslu bæjarfélagsins og þar eru kjörnir fulltrúar ekki undanskyldir. Því var það einlæg von okkar að bæjarstjórn sameinaðist um ákveðin framfaraskref til að spyrna við þeim lýðræðislega halla sem leiðir af hinni almennu reiknireglu d’Hondt við val á fulltrúm framboða í nefndir og ráð. Með einlægan vilja að vopni hefði verið hægt að hugsa hlutina upp á nýtt, fara nýjar leiðir sem settu enn frekari stoðir undir lýðræðið. Umræðunni hefði verið gefið aukið lýðræðislegt vægi með því að skipa tvo fulltrúa Garðabæjarlistans í nefndir og ráð á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Því var hafnað, sem er miður. Þótt d’Hondt reglan sé viðmiðið sem notast er við í niðurröðun fulltrúa í nefndir og ráð er ekkert sem bannar að litið sé til atkvæðafjöldans á bak við hvort framboð fyrir sig, ef vilji er fyrir hendi. Atkvæði féllu þannig að 2.132 kusu Garðabæjarlistann á móti 4.700 sem kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það gefur auga leið að umræða, þar sem sameiginleg sýn fjögurra fulltrúa um leiðir og markmið hefur töluvert meira vægi en þess eina fulltrúa minnihlutans sem kemur að borðinu hverju sinni. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum snerist fyrst og fremst um að gefa umræðunni aukið vægi, styrkja ólík viðhorf með það að markmiði að ná fram sem farsælustu niðurstöðu fyrir alla íbúa í hverju máli fyrir sig. Við í Garðabæjarlistanum trúum því að aukin umræða um lýðræðið og mikilvægi þess færi okkur fram á veg. Við eigum að stefna að lýðræðislegri vinnubrögðum saman. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lýðræðið fái aukið vægi, um leið og meirihlutinn heldur óumdeildri stöðu sinni. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun