Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna TG skrifar 22. júní 2018 06:00 Ung kona situr með syni sínum Jaydan hjá kaþólskum góðgerðarsamtökum í gær eftir að hafa farið yfir landmærin frá Mexíkó. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði á miðvikudag forsetatilskipun sem kveður á um að hætt verði að skilja börn ólöglegra innflytjenda frá fjölskyldum sínum. Tilskipunin tók strax gildi. Þetta þýðir að börnin verða því með foreldrum sínum þegar þeir eru sóttir til saka. Nú þegar hafa yfir 2.300 börn verið aðskilin frá foreldrum sínum og hefur stór hluti þeirra þurft að dúsa í búrum. Við undirritunina sagði Trump að þó svo að fjölskyldur yrðu ekki lengur aðskildar myndu stjórnvöld ekkert draga úr hörku gagnvart ólöglegum innflytjendum. „Við verðum að vera með öflug, mjög öflug landamæri, en við verðum að halda fjölskyldum saman,“ sagði Trump. Tilskipun Trumps nær hins vegar ekki til þeirra barna sem þegar hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum og því er alls óljóst hvað verður um þau. Trump er mikið gagnrýndur vestanhafs fyrir að vera ekki með skýrar aðgerðir til þess að hjálpa þeim börnum. Sjálfur er forsetinn áfram í ham og sakar hann Demókrata um að vilja að hælisleitendur fái betri þjónustu heldur en Bandaríkjamenn.Sjá einnig: Fataval Melaniu vekur furðu Í gær flaug Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, óvænt til Texas til að skoða sjálf ástandið við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Haft er eftir forsetafrúnni að hún hafi viljað sjá þetta með eigin augum. Hún þakkaði öllu starfsfólkinu fyrir vel unnin störf. Framganga Donalds Trump í þessu máli er býsna óhefðbundin. Um leið og málið komst upp á yfirborðið voru fyrstu viðbrögð Trumps að hann gæti ekkert gert í þessu, sem skýtur skökku við núna. Í kjölfarið stóðu öll spjót á Trump sem á endanum ákvað að gefa eftir. Hann lét félaga sína í Repúblikanaflokknum ekki vita að hann ætlaði að gefa tilskipunina út, talsmenn hans og stuðningsmenn voru þá búnir að vera úti um allt við að verja aðgerðirnar. Margir telja að Trump sé að nota þetta mál til þess að knýja á um að reistur verði veggur við landamærin. Hann verður að hafa hraðar hendur í því máli, því kosið verður til þings í nóvember. Alls óvíst er hvort Repúblikanar muni halda meirihluta í þinginu að þeim loknum miðað við skoðanakannanir vestanhafs. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Fataval Melaniu vekur furðu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. 21. júní 2018 19:53 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði á miðvikudag forsetatilskipun sem kveður á um að hætt verði að skilja börn ólöglegra innflytjenda frá fjölskyldum sínum. Tilskipunin tók strax gildi. Þetta þýðir að börnin verða því með foreldrum sínum þegar þeir eru sóttir til saka. Nú þegar hafa yfir 2.300 börn verið aðskilin frá foreldrum sínum og hefur stór hluti þeirra þurft að dúsa í búrum. Við undirritunina sagði Trump að þó svo að fjölskyldur yrðu ekki lengur aðskildar myndu stjórnvöld ekkert draga úr hörku gagnvart ólöglegum innflytjendum. „Við verðum að vera með öflug, mjög öflug landamæri, en við verðum að halda fjölskyldum saman,“ sagði Trump. Tilskipun Trumps nær hins vegar ekki til þeirra barna sem þegar hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum og því er alls óljóst hvað verður um þau. Trump er mikið gagnrýndur vestanhafs fyrir að vera ekki með skýrar aðgerðir til þess að hjálpa þeim börnum. Sjálfur er forsetinn áfram í ham og sakar hann Demókrata um að vilja að hælisleitendur fái betri þjónustu heldur en Bandaríkjamenn.Sjá einnig: Fataval Melaniu vekur furðu Í gær flaug Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, óvænt til Texas til að skoða sjálf ástandið við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Haft er eftir forsetafrúnni að hún hafi viljað sjá þetta með eigin augum. Hún þakkaði öllu starfsfólkinu fyrir vel unnin störf. Framganga Donalds Trump í þessu máli er býsna óhefðbundin. Um leið og málið komst upp á yfirborðið voru fyrstu viðbrögð Trumps að hann gæti ekkert gert í þessu, sem skýtur skökku við núna. Í kjölfarið stóðu öll spjót á Trump sem á endanum ákvað að gefa eftir. Hann lét félaga sína í Repúblikanaflokknum ekki vita að hann ætlaði að gefa tilskipunina út, talsmenn hans og stuðningsmenn voru þá búnir að vera úti um allt við að verja aðgerðirnar. Margir telja að Trump sé að nota þetta mál til þess að knýja á um að reistur verði veggur við landamærin. Hann verður að hafa hraðar hendur í því máli, því kosið verður til þings í nóvember. Alls óvíst er hvort Repúblikanar muni halda meirihluta í þinginu að þeim loknum miðað við skoðanakannanir vestanhafs.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Fataval Melaniu vekur furðu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. 21. júní 2018 19:53 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04
Fataval Melaniu vekur furðu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. 21. júní 2018 19:53