Víkingablóð og kjöt í morgunmat Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 21. júní 2018 10:28 Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur ekki farið framhjá neinum undanfarið enda HM í knattspyrnu í hámæli. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur líka vakið athygli og til Íslands streyma fjölmiðlar og erindrekar erlendra stjórnvalda til að fræðast um hvað liggur að baki þessum aðdáunarverða árangri smáþjóðar í íþróttum á heimsmælikvarða. En það er fleira sem fólk vill fræðast um, til dæmis árangur Íslendinga í forvörnum. Fjölmiðlar og ýmsir álitsgjafar hafa talað um íslenska víkinga, að börn fái kjöt í morgunmat, sturti í sig lýsi og skyri o.s.frv. Þekktar klisjur sem hafa ákveðið skemmtanagildi. En hvað liggur hér í raun að baki?Tuttugu ára tilraun Á tíunda áratug síðustu aldar var vímuefnaneysla ungmenna vaxandi vandamál í íslensku samfélagi. Um helgar flykktust unglingar í miðbæ Reykjavíkur og þegar skemmtistaðir lokuðu allir á sama tíma var óhefluð þjóðhátíðarstemning á Lækjartorgi um hverja helgi. Þar voru oft börn á ferli undir áhrifum og án eftirlits. Þær leiðir sem beitt hafði verið til að stemma stigu við þessu fólust einkum í að fræða ungt fólk um skaðsemi vímuefnaneyslu en hræðsluáróðurinn virkaði ekki. Ný stefna var mörkuð og hún byggð á rannsóknum. Markmiðið var að kortleggja þá félagslegu þætti sem haft gætu áhrif á vímuefnaneyslu ungmenna og í kjölfarið skipuleggja aðgerðir í forvarnarstarfi. Ýmsir hagsmunaaðilar tóku höndum saman - rannsakendur, stjórnmálamenn, fólk sem starfaði með börnum og unglingum sem og foreldrar. Allir lögðust á eitt. Sjálfræðisaldur var hækkaður í 18 ár árið 1997 og árið 2002 voru sett lög um útivistarreglur barna. Ýmis grasrótasamtök voru í samstarfi við stjórnvöld, hnykkt var á foreldrasamstarfi í nýjum menntalögum árið 2008 og útkoman af þessu öllu var hið íslenska módel sem snýst um samspil rannsókna og stefnumótunar á sviði áfengis- og vímuefnamála þegar kemur að ungu fólki og forvörnum. Foreldrar, kennarar, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og fleiri fóru að tala saman og samhæfa aðgerðir en eitt það mikilvægasta í þessu samhengi var stuðningur foreldra og skóla og aukin tækifæri ungmenna til að stunda skipulagt tómstundastarf.Fjölþættur stuðningur Á þeim tíma sem íslenska módelið var að ryðja sér til rúms hófu sveitarfélög um land allt mikla uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og aðstöðu til íþróttaiðkunar þannig að börn gætu stundað íþróttir allan ársins hring, óháð veðri. Byggðir voru sparkvellir nálægt skólum m.a. fyrir peninga sem fengust fyrir sýningarrétt á fótbolta í sjónvarpi og áhersla var lögð á að sem flestir hefðu aðgang að íþróttinni. Einnig var unnið að því að fá fleiri þjálfara með tilskilin réttindi og nú er það svo að flest öll börn geta sótt æfingar hjá íþróttafélögum undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara. Sveitarfélög veita tómstundastyrki sem foreldrar ráðstafa í þær tómstundir sem barnið stundar og markmiðið er að skapa sem mestan jöfnuð þannig að öll börn fái tækifæri til að vera í tómstundastarfi og prófa sig áfram. Áherslan er því á að blanda saman leik og námi þannig að útkoman verði sem best. Þá er ekki aðalmarkmiðið að við eigum sterk landslið heldur að við byggjum upp sterka einstaklinga sem standa sig vel í leik og starfi. Ef börn hafa nóg fyrir stafni og nýta tíma sinn á uppbyggilegan hátt er líklegra að þau ástundi heilbrigt líferni, líði vel í eigin skinni og standi sig vel í námi. Að baki öllu þessu starfi eru síðan fjöldamargir foreldrar sem styðja við bakið á börnunum sínum og halda hlutunum gangandi. Erfitt væri að halda þessi stóru íþróttamót án aðkomu foreldra sem vinna mikilvægt sjálfboðastarf, halda utan um börnin og afla tekna.Við erum í þessu saman Margir velta fyrir sér formúlunni að baki velgengni Íslendinga í knattspyrnu. Svarið er margþætt og í stuttu máli sagt felst það í mikilli vinnu, samstarfi og samhug. Ekki einungis er liðsheildin góð og leikgleðin í fyrirrúmi heldur höfum við sem þjóð ákveðið að setja tiltekna hluti í forgang þegar kemur að því að byggja gott samfélag fyrir börnin okkar að alast upp í. Það er í raun lykillinn að allri velgengni.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur ekki farið framhjá neinum undanfarið enda HM í knattspyrnu í hámæli. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur líka vakið athygli og til Íslands streyma fjölmiðlar og erindrekar erlendra stjórnvalda til að fræðast um hvað liggur að baki þessum aðdáunarverða árangri smáþjóðar í íþróttum á heimsmælikvarða. En það er fleira sem fólk vill fræðast um, til dæmis árangur Íslendinga í forvörnum. Fjölmiðlar og ýmsir álitsgjafar hafa talað um íslenska víkinga, að börn fái kjöt í morgunmat, sturti í sig lýsi og skyri o.s.frv. Þekktar klisjur sem hafa ákveðið skemmtanagildi. En hvað liggur hér í raun að baki?Tuttugu ára tilraun Á tíunda áratug síðustu aldar var vímuefnaneysla ungmenna vaxandi vandamál í íslensku samfélagi. Um helgar flykktust unglingar í miðbæ Reykjavíkur og þegar skemmtistaðir lokuðu allir á sama tíma var óhefluð þjóðhátíðarstemning á Lækjartorgi um hverja helgi. Þar voru oft börn á ferli undir áhrifum og án eftirlits. Þær leiðir sem beitt hafði verið til að stemma stigu við þessu fólust einkum í að fræða ungt fólk um skaðsemi vímuefnaneyslu en hræðsluáróðurinn virkaði ekki. Ný stefna var mörkuð og hún byggð á rannsóknum. Markmiðið var að kortleggja þá félagslegu þætti sem haft gætu áhrif á vímuefnaneyslu ungmenna og í kjölfarið skipuleggja aðgerðir í forvarnarstarfi. Ýmsir hagsmunaaðilar tóku höndum saman - rannsakendur, stjórnmálamenn, fólk sem starfaði með börnum og unglingum sem og foreldrar. Allir lögðust á eitt. Sjálfræðisaldur var hækkaður í 18 ár árið 1997 og árið 2002 voru sett lög um útivistarreglur barna. Ýmis grasrótasamtök voru í samstarfi við stjórnvöld, hnykkt var á foreldrasamstarfi í nýjum menntalögum árið 2008 og útkoman af þessu öllu var hið íslenska módel sem snýst um samspil rannsókna og stefnumótunar á sviði áfengis- og vímuefnamála þegar kemur að ungu fólki og forvörnum. Foreldrar, kennarar, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og fleiri fóru að tala saman og samhæfa aðgerðir en eitt það mikilvægasta í þessu samhengi var stuðningur foreldra og skóla og aukin tækifæri ungmenna til að stunda skipulagt tómstundastarf.Fjölþættur stuðningur Á þeim tíma sem íslenska módelið var að ryðja sér til rúms hófu sveitarfélög um land allt mikla uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og aðstöðu til íþróttaiðkunar þannig að börn gætu stundað íþróttir allan ársins hring, óháð veðri. Byggðir voru sparkvellir nálægt skólum m.a. fyrir peninga sem fengust fyrir sýningarrétt á fótbolta í sjónvarpi og áhersla var lögð á að sem flestir hefðu aðgang að íþróttinni. Einnig var unnið að því að fá fleiri þjálfara með tilskilin réttindi og nú er það svo að flest öll börn geta sótt æfingar hjá íþróttafélögum undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara. Sveitarfélög veita tómstundastyrki sem foreldrar ráðstafa í þær tómstundir sem barnið stundar og markmiðið er að skapa sem mestan jöfnuð þannig að öll börn fái tækifæri til að vera í tómstundastarfi og prófa sig áfram. Áherslan er því á að blanda saman leik og námi þannig að útkoman verði sem best. Þá er ekki aðalmarkmiðið að við eigum sterk landslið heldur að við byggjum upp sterka einstaklinga sem standa sig vel í leik og starfi. Ef börn hafa nóg fyrir stafni og nýta tíma sinn á uppbyggilegan hátt er líklegra að þau ástundi heilbrigt líferni, líði vel í eigin skinni og standi sig vel í námi. Að baki öllu þessu starfi eru síðan fjöldamargir foreldrar sem styðja við bakið á börnunum sínum og halda hlutunum gangandi. Erfitt væri að halda þessi stóru íþróttamót án aðkomu foreldra sem vinna mikilvægt sjálfboðastarf, halda utan um börnin og afla tekna.Við erum í þessu saman Margir velta fyrir sér formúlunni að baki velgengni Íslendinga í knattspyrnu. Svarið er margþætt og í stuttu máli sagt felst það í mikilli vinnu, samstarfi og samhug. Ekki einungis er liðsheildin góð og leikgleðin í fyrirrúmi heldur höfum við sem þjóð ákveðið að setja tiltekna hluti í forgang þegar kemur að því að byggja gott samfélag fyrir börnin okkar að alast upp í. Það er í raun lykillinn að allri velgengni.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun