Skiptir sumarlestur máli? Bjartey Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Þeir sem hafa sinnt kennslu í grunnskólum um árabil vita að ef ekkert er lesið yfir sumartímann kemur lesfimi til með að hraka hjá mörgum nemendum. Yngstu nemendurnir eru sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar, en einnig nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika eða eiga annað móðurmál en íslensku. Hjá sumum nemendum getur bakslagið jafnvel orðið það mikið að lesfimi að hausti (mælt í orðum á mínútu) stendur á sama stað og í byrjun árs. Það þýðir í raun að heil önn hefur tapast! Til að koma í veg fyrir afturför í lestri yfir sumartímann nægir að börnin lesi að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í u.þ.b. 15 mínútur í senn. Það er athyglisvert að skoða með myndrænni framsetningu hvernig lesfimi einstakra nemenda þróast. Þar kemur greinilega fram að milli mælinga í maí og september á sama ári fer allstórum hluta nemenda aftur. Myndin sem fylgir þessum pistli er er gott dæmi um slíka afturför hjá nemanda í 5. bekk. xxxÞessi myndræna framsetning er sláandi og án efa vilja foreldrar forðast að slíkt hendi þeirra börn. Þá er einnig auðvelt að ímynda sér samlegðaráhrif þess ef ekkert er lesið í 10-11 vikur á ári í gegnum alla skólagönguna. Bóklestur eflir orðaforða og bætir málskilning og því er hætta á að börn sem lesa lítið dragist aftur úr hvað varðar málþroska og lesskilning. Það má benda á fjölbreyttar leiðir hvað varðar sumarlestur og t.d. hafa lestrarbingó og læsisdagatöl verið vinsæl meðal yngri nemenda (sjá vef mms.is). Með eldri nemendur má hvetja þá til að lesa efni af vefmiðlum, t.d. umfjöllun sem snýr að áhugasviði þeirra eða fréttir af ýmsum toga. Einnig má benda á rafbækur. Skilvirkast væri ef eftir lestur ættu nemendur að segja foreldrum/forráðmönnum frá efni þess sem lesið var og skapa umræður um lesefnið. Þá má nefna að á mörgum bókasöfnum eru í gangi sérstök átök hvað varðar sumarlestur, auk þess sem boðið er upp á faglega aðstoð við val á lesefni fyrir börn á öllum aldri. Þeim tíma sem varið er í sumarlestur er því vel varið og getur þegar til lengri tíma er litið haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda. Komum þeim boðum til barnanna okkar að það sé gaman að lesa skemmtilegar bækur og að lestrarstundir séu góðar samverustundir.Höfundur er talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsisverkefnis hjá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa sinnt kennslu í grunnskólum um árabil vita að ef ekkert er lesið yfir sumartímann kemur lesfimi til með að hraka hjá mörgum nemendum. Yngstu nemendurnir eru sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar, en einnig nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika eða eiga annað móðurmál en íslensku. Hjá sumum nemendum getur bakslagið jafnvel orðið það mikið að lesfimi að hausti (mælt í orðum á mínútu) stendur á sama stað og í byrjun árs. Það þýðir í raun að heil önn hefur tapast! Til að koma í veg fyrir afturför í lestri yfir sumartímann nægir að börnin lesi að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í u.þ.b. 15 mínútur í senn. Það er athyglisvert að skoða með myndrænni framsetningu hvernig lesfimi einstakra nemenda þróast. Þar kemur greinilega fram að milli mælinga í maí og september á sama ári fer allstórum hluta nemenda aftur. Myndin sem fylgir þessum pistli er er gott dæmi um slíka afturför hjá nemanda í 5. bekk. xxxÞessi myndræna framsetning er sláandi og án efa vilja foreldrar forðast að slíkt hendi þeirra börn. Þá er einnig auðvelt að ímynda sér samlegðaráhrif þess ef ekkert er lesið í 10-11 vikur á ári í gegnum alla skólagönguna. Bóklestur eflir orðaforða og bætir málskilning og því er hætta á að börn sem lesa lítið dragist aftur úr hvað varðar málþroska og lesskilning. Það má benda á fjölbreyttar leiðir hvað varðar sumarlestur og t.d. hafa lestrarbingó og læsisdagatöl verið vinsæl meðal yngri nemenda (sjá vef mms.is). Með eldri nemendur má hvetja þá til að lesa efni af vefmiðlum, t.d. umfjöllun sem snýr að áhugasviði þeirra eða fréttir af ýmsum toga. Einnig má benda á rafbækur. Skilvirkast væri ef eftir lestur ættu nemendur að segja foreldrum/forráðmönnum frá efni þess sem lesið var og skapa umræður um lesefnið. Þá má nefna að á mörgum bókasöfnum eru í gangi sérstök átök hvað varðar sumarlestur, auk þess sem boðið er upp á faglega aðstoð við val á lesefni fyrir börn á öllum aldri. Þeim tíma sem varið er í sumarlestur er því vel varið og getur þegar til lengri tíma er litið haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda. Komum þeim boðum til barnanna okkar að það sé gaman að lesa skemmtilegar bækur og að lestrarstundir séu góðar samverustundir.Höfundur er talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsisverkefnis hjá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun