Sjálfbært heilbrigðiskerfi Reynir Arngrímsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Ísland gengur í gegnum þrengingar í heilbrigðiskerfinu, þar sem uppsafnaður langvarandi vandi og óánægja hefur brotist upp á yfirborðið af fullum þunga. Læknar hafa bent á þessa þróun um alllangt skeið og varað við. Við allt skipulag þarf að setja sjúklinginn í forgrunn. Það öndvegissæti eiga ekki biðlistar, reiknilíkön og pólitískar dægursveiflur að skipa. Gott aðgengi sjúklinga að læknum og annarri stoðþjónustu er það sem málið snýst um. Það virðist stundum gleymast að menntun og áralöng þjálfun starfsfólksins er grundvöllur góðs heilbrigðiskerfis. Á Íslandi verja stjórnvöld lægra hlutfalli til heilbrigðismála en aðrar þjóðir okkur skyldar að menningu og þjóðfélagsgerð. Það er hættuleg pólitísk afstaða að hægt sé að leysa þann vanda sem við blasir í dag, biðlista og langvarandi skort á heilbrigðisstarfsfólki ásamt yfirvofandi þjónustuskerðingu, með aðgangshindrunum og millifærsluleið fjármuna innan kerfisins. Fjárveitingar til heilbrigðismála í heild sinni eru of lágar. Bara að stjórnvöld viðurkenndu það væri stórt skref fram á við í raunveruleikaáttun Alþingis. Lýðfræðilegar breytingar verða ekki umflúnar, tækniframfarir þarf að innleiða og samkeppnisfær launaþróun verður að eiga sér stað. Úttektir og skýrslur sýna að framleiðni lækna á Íslandi og samstarfsfólks þeirra er umtalsvert meiri en víðast annars staðar. Læknar hafa kallað eftir langtímastefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki af pólitískum sveiflum heldur af ábyrgð og með þarfir sjúklinga í huga.Stefnumótun Í janúar 2015 undirrituðu forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherra ásamt formönnum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu þar sem kveðið var á um að ráðist yrði í átak til mótunar heilbrigðisstefnu. Sitjandi heilbrigðisráðherra sem telur daga sína í embætti, er sá níundi í röðinni frá aldamótum og þriðji frá undirrituninni 2015. Núverandi áhersla ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, að móta stefnu í heilbrigðismálum án aðkomu heilbrigðistétta og fulltrúa sjúklingasamtaka, er óheillaskref og pólitísk þvingunaraðgerð sem gengur gegn lýðræðisvakningu í þjóðfélaginu. Hvorki er leitað álits lækna og samtaka þeirra né annarra heilbrigðisstétta þegar kemur að yfirlýstri endurskoðun á heilbrigðisstefnu, endurskoðun gæðakvarða eða framtíðarskipulagi heilbrigðiskerfisins í heild sinni sem á að liggja fyrir í haust. Á nýlegri málstofu um heilbrigðisþjónustu fámennra ríkja í Evrópu sem haldin var m.a. fyrir tilstuðlan velferðarráðuneytisins í Þjóðminjasafninu kom fram að helsta ógn við heilbrigðiskerfi þessara landa (þar voru m.a. fulltrúar Íslands, Möltu, Slóveníu og fleiri fámennra ríkja) væri aðgengi að sérhæfðu starfsfólki og hlutfallslega kostnaðarsöm yfirbygging kerfisins í þessum fámennu löndum. M.a. væri stefna Evrópusambandsins að tryggja réttindi sjúkratryggðra til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri þjóðríkja til að mæta þessari þörf um sérhæfingu. Sjálfbært kerfi Hér á Íslandi höfum við átt því láni að fagna að hafa aðgengi að læknum með mikla sérhæfingu og þjálfun í undirsérgreinum læknisfræðinnar þannig að við höfum getað tryggt þetta að mestu leyti og verið sjálfbær. Þetta hefur tekist með tiltölulega litlum tilkostnaði fyrir ríkið, en miklu álagi og afköstum sem og framleiðni lækna sem m.a. hafa rekið sínar eigin læknastofur við góðan orðstír og aðgengi að breiðri þekkingu þeirra sem spannar nútíma læknisfræði. Hins vegar má finna að skipulagi, óraunhæfum kröfum og takmörkuðum skilningi stjórnmálaleiðtoga, þjóðfélagslegu umróti undanfarinna ára og niðursveiflu efnahags á tímabili sem reynt hefur á alla innviði, en ekki hvað síst má gagnrýna þá stefnu stjórnvalda að telja að tilfærsla fjármuna innan kerfisins fremur en að jafna útgjöld til samræmis við reynslu nágrannaþjóða okkar sé leiðin upp á við og út úr þeim vanda sem við blasir. Það er ekki sjálfgefið að gott aðgengi að íslenskum læknum hér heima haldi áfram ef ógætilega er farið að viðkvæmu kerfi og því snúið á hvolf í einni andrá. Nýliðun í hópi lækna er grundvöllur áframhaldandi uppbyggingar og framþróunar læknisþjónustu landsins. Því er mikilvægt að ráðherra heilbrigðismála stígi varlega til jarðar og jaðarsetji ekki lækna meira en orðið er.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland gengur í gegnum þrengingar í heilbrigðiskerfinu, þar sem uppsafnaður langvarandi vandi og óánægja hefur brotist upp á yfirborðið af fullum þunga. Læknar hafa bent á þessa þróun um alllangt skeið og varað við. Við allt skipulag þarf að setja sjúklinginn í forgrunn. Það öndvegissæti eiga ekki biðlistar, reiknilíkön og pólitískar dægursveiflur að skipa. Gott aðgengi sjúklinga að læknum og annarri stoðþjónustu er það sem málið snýst um. Það virðist stundum gleymast að menntun og áralöng þjálfun starfsfólksins er grundvöllur góðs heilbrigðiskerfis. Á Íslandi verja stjórnvöld lægra hlutfalli til heilbrigðismála en aðrar þjóðir okkur skyldar að menningu og þjóðfélagsgerð. Það er hættuleg pólitísk afstaða að hægt sé að leysa þann vanda sem við blasir í dag, biðlista og langvarandi skort á heilbrigðisstarfsfólki ásamt yfirvofandi þjónustuskerðingu, með aðgangshindrunum og millifærsluleið fjármuna innan kerfisins. Fjárveitingar til heilbrigðismála í heild sinni eru of lágar. Bara að stjórnvöld viðurkenndu það væri stórt skref fram á við í raunveruleikaáttun Alþingis. Lýðfræðilegar breytingar verða ekki umflúnar, tækniframfarir þarf að innleiða og samkeppnisfær launaþróun verður að eiga sér stað. Úttektir og skýrslur sýna að framleiðni lækna á Íslandi og samstarfsfólks þeirra er umtalsvert meiri en víðast annars staðar. Læknar hafa kallað eftir langtímastefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki af pólitískum sveiflum heldur af ábyrgð og með þarfir sjúklinga í huga.Stefnumótun Í janúar 2015 undirrituðu forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherra ásamt formönnum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu þar sem kveðið var á um að ráðist yrði í átak til mótunar heilbrigðisstefnu. Sitjandi heilbrigðisráðherra sem telur daga sína í embætti, er sá níundi í röðinni frá aldamótum og þriðji frá undirrituninni 2015. Núverandi áhersla ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, að móta stefnu í heilbrigðismálum án aðkomu heilbrigðistétta og fulltrúa sjúklingasamtaka, er óheillaskref og pólitísk þvingunaraðgerð sem gengur gegn lýðræðisvakningu í þjóðfélaginu. Hvorki er leitað álits lækna og samtaka þeirra né annarra heilbrigðisstétta þegar kemur að yfirlýstri endurskoðun á heilbrigðisstefnu, endurskoðun gæðakvarða eða framtíðarskipulagi heilbrigðiskerfisins í heild sinni sem á að liggja fyrir í haust. Á nýlegri málstofu um heilbrigðisþjónustu fámennra ríkja í Evrópu sem haldin var m.a. fyrir tilstuðlan velferðarráðuneytisins í Þjóðminjasafninu kom fram að helsta ógn við heilbrigðiskerfi þessara landa (þar voru m.a. fulltrúar Íslands, Möltu, Slóveníu og fleiri fámennra ríkja) væri aðgengi að sérhæfðu starfsfólki og hlutfallslega kostnaðarsöm yfirbygging kerfisins í þessum fámennu löndum. M.a. væri stefna Evrópusambandsins að tryggja réttindi sjúkratryggðra til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri þjóðríkja til að mæta þessari þörf um sérhæfingu. Sjálfbært kerfi Hér á Íslandi höfum við átt því láni að fagna að hafa aðgengi að læknum með mikla sérhæfingu og þjálfun í undirsérgreinum læknisfræðinnar þannig að við höfum getað tryggt þetta að mestu leyti og verið sjálfbær. Þetta hefur tekist með tiltölulega litlum tilkostnaði fyrir ríkið, en miklu álagi og afköstum sem og framleiðni lækna sem m.a. hafa rekið sínar eigin læknastofur við góðan orðstír og aðgengi að breiðri þekkingu þeirra sem spannar nútíma læknisfræði. Hins vegar má finna að skipulagi, óraunhæfum kröfum og takmörkuðum skilningi stjórnmálaleiðtoga, þjóðfélagslegu umróti undanfarinna ára og niðursveiflu efnahags á tímabili sem reynt hefur á alla innviði, en ekki hvað síst má gagnrýna þá stefnu stjórnvalda að telja að tilfærsla fjármuna innan kerfisins fremur en að jafna útgjöld til samræmis við reynslu nágrannaþjóða okkar sé leiðin upp á við og út úr þeim vanda sem við blasir. Það er ekki sjálfgefið að gott aðgengi að íslenskum læknum hér heima haldi áfram ef ógætilega er farið að viðkvæmu kerfi og því snúið á hvolf í einni andrá. Nýliðun í hópi lækna er grundvöllur áframhaldandi uppbyggingar og framþróunar læknisþjónustu landsins. Því er mikilvægt að ráðherra heilbrigðismála stígi varlega til jarðar og jaðarsetji ekki lækna meira en orðið er.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun