Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Sylvía Hall skrifar 20. júní 2018 19:37 Donald Trump við undirritun tilskipunarinnar í kvöld, ásamt Kristjen Nielsen heimavarnaráðherra Bandaríkjanna og Mike Pence varaforseta. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. Hann tilkynnti fyrr í dag að hann myndi grípa til aðgerða til að stöðva þá stefnu um að aðskilja börn þeirra sem reyna að komast ólöglega yfir landamærin frá foreldrum sínum, en hún hefur vakið mikla reiði.Sjá einnig: Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Við undirskrift tilskipunarinnar sagði Trump að þrátt fyrir þetta myndi hann ekki draga úr hörku þegar kemur að meðhöndlun mála þeirra sem reyna að komast ólöglega yfir landamærin. „Ég tel þetta vera mikilvæga tilskipun. Hún snýst um að halda fjölskyldum saman á sama tíma og tryggjum það að við höfum öflug og sterk landamæri, og öryggisgæsla á landamærunum verði jafn sterk, ef ekki sterkari, en áður.“, sagði Trump eftir undirritunina nú í kvöld. „Þetta mun gleðja marga.“, bætti hann svo við. Þessi tilskipun forsetans í kvöld skýtur skökku við fyrri ummæli Hvíta hússins, en áður fyrr hafði forsetinn og starfsfólk hans sagst vera valdalaus þegar kæmi að þessu máli. Lögin væru einfaldlega svona og þeim bæri að framfylgja þeim, en aðgerðarleysi forsetans vakti reiði margra og var það gagnrýnt frá báðum áttum stjórnmálanna. Skorað var á íslensk stjórnvöld að mótmæla stefnunni opinberlega og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að stefnan væri ógeðfelld. Þá óskaði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, eftir fundi í utanríkismálanefnd vegna málsins. Þá sögðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar í samtali við New York Times að börn og foreldrar sem hafa nú þegar verið aðskilin yrðu ekki sameinuð þegar í stað, heldur yrðu þau áfram í haldi á meðan foreldrar þeirra biðu úrvinnslu eigin mála.The Trump administration tells the NYT that it doesn't plan to reunite the children and parents who are currently separated: https://t.co/6T2Ya6cd3U pic.twitter.com/eQ3gTcSkb1— Daniel Dale (@ddale8) 20 June 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. Hann tilkynnti fyrr í dag að hann myndi grípa til aðgerða til að stöðva þá stefnu um að aðskilja börn þeirra sem reyna að komast ólöglega yfir landamærin frá foreldrum sínum, en hún hefur vakið mikla reiði.Sjá einnig: Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Við undirskrift tilskipunarinnar sagði Trump að þrátt fyrir þetta myndi hann ekki draga úr hörku þegar kemur að meðhöndlun mála þeirra sem reyna að komast ólöglega yfir landamærin. „Ég tel þetta vera mikilvæga tilskipun. Hún snýst um að halda fjölskyldum saman á sama tíma og tryggjum það að við höfum öflug og sterk landamæri, og öryggisgæsla á landamærunum verði jafn sterk, ef ekki sterkari, en áður.“, sagði Trump eftir undirritunina nú í kvöld. „Þetta mun gleðja marga.“, bætti hann svo við. Þessi tilskipun forsetans í kvöld skýtur skökku við fyrri ummæli Hvíta hússins, en áður fyrr hafði forsetinn og starfsfólk hans sagst vera valdalaus þegar kæmi að þessu máli. Lögin væru einfaldlega svona og þeim bæri að framfylgja þeim, en aðgerðarleysi forsetans vakti reiði margra og var það gagnrýnt frá báðum áttum stjórnmálanna. Skorað var á íslensk stjórnvöld að mótmæla stefnunni opinberlega og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að stefnan væri ógeðfelld. Þá óskaði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, eftir fundi í utanríkismálanefnd vegna málsins. Þá sögðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar í samtali við New York Times að börn og foreldrar sem hafa nú þegar verið aðskilin yrðu ekki sameinuð þegar í stað, heldur yrðu þau áfram í haldi á meðan foreldrar þeirra biðu úrvinnslu eigin mála.The Trump administration tells the NYT that it doesn't plan to reunite the children and parents who are currently separated: https://t.co/6T2Ya6cd3U pic.twitter.com/eQ3gTcSkb1— Daniel Dale (@ddale8) 20 June 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46
Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51
Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00