Finnst við vera með betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2018 09:00 Haukur Helgi Pálsson fékk tækifæri til að tryggja Íslandi sigur á Búlgaríu í undankeppni heimsmeistaramótsins í gær en skot hans geigaði. Fréttablaðið/Anton „Við erum svekktir með úrslitin í þessum mikilvæga leik,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Fréttablaðið eftir tveggja stiga tap íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, 88-86, fyrir því búlgarska í Botevgrad í undankeppni HM í gær. Ísland þarf núna að vinna Finnland í Helsinki á mánudaginn til að komast áfram í milliriðla undankeppninnar. Búlgaría vann leikinn í gær fyrst og síðast á frábærri 50% þriggja stiga nýtingu. Það var sama hvað íslenska vörnin gerði, Búlgarar hittu lygilega vel fyrir utan. „Það er erfitt að spila leik þar sem þú færð alltaf þrist í andlitið frá mönnum sem áttu ekkert að setja skotin niður. Það svíður rosalega. Þristarnir voru margir hverjir erfiðir og lítið sem við gátum gert meira en að vera í andlitinu á þeim. Þetta var bara þeirra dagur,“ sagði Martin sem skoraði 14 stig líkt og Haukur Helgi Pálsson. Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Líkt og í fyrri leiknum gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni, sem tapaðist 74-77, fór íslenska liðið illa að ráði sínu í leiknum í gær. Staðan í hálfleik var 45-43, Búlgörum í vil og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo betur, skoruðu 10 af fyrstu 12 stigum hans og komust 55-45 yfir. Þá rann hamur á Hlyn sem setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og dró íslenska liðið aftur inn í leikinn. Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum. Íslendingar komust átta stigum yfir, 58-66, þegar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en misstu svo tökin og Búlgarar náðu yfirhöndinni. Ísland gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokasókninni. Hún var hins vegar illa útfærð og endaði með þriggja stiga skoti Hauks Helga sem klikkaði. Búlgarar fögnuðu því tveggja stiga sigri, 88-86. „Mér finnst við vera með miklu betra lið en Búlgaría og vera með þá allan tímann. Í Höllinni vorum við svo með unninn leik en köstuðum honum frá okkur,“ sagði Martin. „En ég var ánægður með okkur undir lokin í leiknum í dag [í gær], að gefast ekki upp. Við héldum áfram og fengum tækifæri til að vinna leikinn. Nýju strákarnir komu líka vel inn í þetta og gáfu okkur kraft.“ Sterkir Finnar eru síðasti andstæðingur Íslendinga í riðlinum. Ekkert annað en sigur í Helsinki á mánudaginn dugar til að komast áfram í milliriðla. „Við fáum annað tækifæri og það þýðir ekki að svekkja sig of mikið,“ sagði Martin að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
„Við erum svekktir með úrslitin í þessum mikilvæga leik,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Fréttablaðið eftir tveggja stiga tap íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, 88-86, fyrir því búlgarska í Botevgrad í undankeppni HM í gær. Ísland þarf núna að vinna Finnland í Helsinki á mánudaginn til að komast áfram í milliriðla undankeppninnar. Búlgaría vann leikinn í gær fyrst og síðast á frábærri 50% þriggja stiga nýtingu. Það var sama hvað íslenska vörnin gerði, Búlgarar hittu lygilega vel fyrir utan. „Það er erfitt að spila leik þar sem þú færð alltaf þrist í andlitið frá mönnum sem áttu ekkert að setja skotin niður. Það svíður rosalega. Þristarnir voru margir hverjir erfiðir og lítið sem við gátum gert meira en að vera í andlitinu á þeim. Þetta var bara þeirra dagur,“ sagði Martin sem skoraði 14 stig líkt og Haukur Helgi Pálsson. Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Líkt og í fyrri leiknum gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni, sem tapaðist 74-77, fór íslenska liðið illa að ráði sínu í leiknum í gær. Staðan í hálfleik var 45-43, Búlgörum í vil og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo betur, skoruðu 10 af fyrstu 12 stigum hans og komust 55-45 yfir. Þá rann hamur á Hlyn sem setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og dró íslenska liðið aftur inn í leikinn. Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum. Íslendingar komust átta stigum yfir, 58-66, þegar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en misstu svo tökin og Búlgarar náðu yfirhöndinni. Ísland gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokasókninni. Hún var hins vegar illa útfærð og endaði með þriggja stiga skoti Hauks Helga sem klikkaði. Búlgarar fögnuðu því tveggja stiga sigri, 88-86. „Mér finnst við vera með miklu betra lið en Búlgaría og vera með þá allan tímann. Í Höllinni vorum við svo með unninn leik en köstuðum honum frá okkur,“ sagði Martin. „En ég var ánægður með okkur undir lokin í leiknum í dag [í gær], að gefast ekki upp. Við héldum áfram og fengum tækifæri til að vinna leikinn. Nýju strákarnir komu líka vel inn í þetta og gáfu okkur kraft.“ Sterkir Finnar eru síðasti andstæðingur Íslendinga í riðlinum. Ekkert annað en sigur í Helsinki á mánudaginn dugar til að komast áfram í milliriðla. „Við fáum annað tækifæri og það þýðir ekki að svekkja sig of mikið,“ sagði Martin að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira