Að lifa í sátt og samlyndi við sjálfan sig Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 9. júlí 2018 11:12 Það getur verið flókið að vera til. Að upplifa allar þessar tilfinningar og hugsanir sem við finnum fyrir innra með okkur. Það virðist stundum vera algjörlega óyfirstíganlegt að geta nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi með allar þessar tilfinningar og hugsanir. Hvort sem það eru tilfinningar eins og reiði, ótti, depurð eða hugsanir sem vekja upp erfiðar tilfinningar eins og sjálfsgagnrýni, hugsanir um það sem við óttumst eða bara aðrar hugsanir, sem koma okkur úr jafnvægi. Það getur verið nær ómögulegt að gera árángursríkar tilraunir til að stýra þessum upplifunum sem streyma inn í meðvitund í tíma og ótíma. Hvort sem það er eitthvað innra með manni eða í umhverfinu sem ýtir undir þessar tilfinningar eða hugsanir. Þetta eru flókin ferli sem er erfitt er að hafa stjórn á. Hvernig er hægt að lifa í sátt og samlyndi með þetta tilfinninga og hugsanastreymi? Hvernig er hægt að efla getuna til þess að lifa með alla þessa flóru? Hvernig er hægt að þróa með sér færni og getu til þess að lifa í sátt og samlyndi með allan þennan hrærigraut? Það eru til ýmsar leiðir til þess og margir búa nú þegar yfir bæði uppbyggilegum og skaðlegum leiðum til þess. Allt frá því að fara í líkamsrækt, hitta góðan vin til þess að borða óhóflega eða einangra sig. Rannsóknir hafa einnig fundið leiðir innan sálfræðinnar sem hafa borið árangur í því að takast á við streituna sem getur fylgt öllum þessum upplifunum í daglegu lífi og starfi. Ein þessara leiða er að sýna sjálfum sér samkennd. Það er í raun og veru alveg gífurlega einföld leið en á sama tíma getur verið erfitt að stunda hana. Hún snýst einfaldlega um að vera opin fyrir erfiðum tilfinningum, sársauka, mistökum og veikleikum sínum og á sama tíma sýna sér umhyggju og góðvild. Það er að vera meðvitaður um erfiðu tilfinninguna, hugsunina, eða hvað sem það er sem er að rugga bátnum og upplifa ást og kærleika gagnvart sjálfum sér, þrátt fyrir upplifunina. Gífurlega einfalt í orðum en í framkvæmd þá getur verið auðvelt að flækja þetta fyrir sjálfum sér. Í huganum geta komið hugsanir um það að viðkomandi eigi þessa góðvild og umhyggju ekki skilið, að hann sé ekki nógu góður og sérstaklega að það sé eitthvað að honum út af því að hann hugsar þessa hugsun eða upplifir þessa tilfinningu. Þannig getur hugurinn því miður hindrað þetta einfalda verk að sýna sér einfaldlega góðvild og umhyggju þegar stormurinn svífur yfir í meðvitundinni. Rannsóknir sýna að þeir sem að tileinka sér samkennd gagnvart sjálfum sér upplifa meiri vellíðan, bjartsýni og betri færni í að takast á við ýmsa streituvalda. Það er hægt að þjálfa sig í þessum eiginleika, með hugleiðslu, ímyndun eða einfaldlega með því að sýna sér samkennd í verki. Með því að gera eitthvað sem vekur upp umhyggju og góðvild hjá sér. (Heimildir: Warren, R., Smeets, E. og Neff, K. D. (2016). Self-criticism and self-compassion: Risk and resilience for psychopathology. Current Psychiatry, 15(12), 18-32. Germer, C. K. (2009). The mindful path to self-compassion: Freeing yourself from destructive thoughts and emotions.New York: Guilford Press.) Hægt er að stunda ýmsar æfingar sem efla mann í þessu og er listi af þeim hægt að nálgast á www.styrkleikamat.is þar sem ég held út greinum og fræðslu um þessa og fleiri hluti. Höfundur er klínískur sálfræðingur sérmenntuð í sálfræði heilsueflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að vera til. Að upplifa allar þessar tilfinningar og hugsanir sem við finnum fyrir innra með okkur. Það virðist stundum vera algjörlega óyfirstíganlegt að geta nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi með allar þessar tilfinningar og hugsanir. Hvort sem það eru tilfinningar eins og reiði, ótti, depurð eða hugsanir sem vekja upp erfiðar tilfinningar eins og sjálfsgagnrýni, hugsanir um það sem við óttumst eða bara aðrar hugsanir, sem koma okkur úr jafnvægi. Það getur verið nær ómögulegt að gera árángursríkar tilraunir til að stýra þessum upplifunum sem streyma inn í meðvitund í tíma og ótíma. Hvort sem það er eitthvað innra með manni eða í umhverfinu sem ýtir undir þessar tilfinningar eða hugsanir. Þetta eru flókin ferli sem er erfitt er að hafa stjórn á. Hvernig er hægt að lifa í sátt og samlyndi með þetta tilfinninga og hugsanastreymi? Hvernig er hægt að efla getuna til þess að lifa með alla þessa flóru? Hvernig er hægt að þróa með sér færni og getu til þess að lifa í sátt og samlyndi með allan þennan hrærigraut? Það eru til ýmsar leiðir til þess og margir búa nú þegar yfir bæði uppbyggilegum og skaðlegum leiðum til þess. Allt frá því að fara í líkamsrækt, hitta góðan vin til þess að borða óhóflega eða einangra sig. Rannsóknir hafa einnig fundið leiðir innan sálfræðinnar sem hafa borið árangur í því að takast á við streituna sem getur fylgt öllum þessum upplifunum í daglegu lífi og starfi. Ein þessara leiða er að sýna sjálfum sér samkennd. Það er í raun og veru alveg gífurlega einföld leið en á sama tíma getur verið erfitt að stunda hana. Hún snýst einfaldlega um að vera opin fyrir erfiðum tilfinningum, sársauka, mistökum og veikleikum sínum og á sama tíma sýna sér umhyggju og góðvild. Það er að vera meðvitaður um erfiðu tilfinninguna, hugsunina, eða hvað sem það er sem er að rugga bátnum og upplifa ást og kærleika gagnvart sjálfum sér, þrátt fyrir upplifunina. Gífurlega einfalt í orðum en í framkvæmd þá getur verið auðvelt að flækja þetta fyrir sjálfum sér. Í huganum geta komið hugsanir um það að viðkomandi eigi þessa góðvild og umhyggju ekki skilið, að hann sé ekki nógu góður og sérstaklega að það sé eitthvað að honum út af því að hann hugsar þessa hugsun eða upplifir þessa tilfinningu. Þannig getur hugurinn því miður hindrað þetta einfalda verk að sýna sér einfaldlega góðvild og umhyggju þegar stormurinn svífur yfir í meðvitundinni. Rannsóknir sýna að þeir sem að tileinka sér samkennd gagnvart sjálfum sér upplifa meiri vellíðan, bjartsýni og betri færni í að takast á við ýmsa streituvalda. Það er hægt að þjálfa sig í þessum eiginleika, með hugleiðslu, ímyndun eða einfaldlega með því að sýna sér samkennd í verki. Með því að gera eitthvað sem vekur upp umhyggju og góðvild hjá sér. (Heimildir: Warren, R., Smeets, E. og Neff, K. D. (2016). Self-criticism and self-compassion: Risk and resilience for psychopathology. Current Psychiatry, 15(12), 18-32. Germer, C. K. (2009). The mindful path to self-compassion: Freeing yourself from destructive thoughts and emotions.New York: Guilford Press.) Hægt er að stunda ýmsar æfingar sem efla mann í þessu og er listi af þeim hægt að nálgast á www.styrkleikamat.is þar sem ég held út greinum og fræðslu um þessa og fleiri hluti. Höfundur er klínískur sálfræðingur sérmenntuð í sálfræði heilsueflingar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar