Bandaríkin andsnúin brjóstagjöf Andri Eysteinsson skrifar 8. júlí 2018 17:59 Fundurinn fer fram í svissnesku borginni Genf. Vísir/EPA Fulltrúar Bandaríkjanna á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf lögðust gegn samþykkt þar sem hvatt var til brjóstagjafar. Í samþykktinni, sem var unnin eftir niðurstöðum rannsókna sem hafa farið fram í mörg ár, segir að móðurmjólk sé hollasti valmöguleikinn fyrir ungabörn og að þjóðir skyldu vinna að því koma í veg fyrir villandi herferðir þurrmjólkurframleiðanda. Búist var við því að tillagan yrði samþykkt vandkvæðalaust en fulltrúar Ekvador hugðust leggja hana fram.New York Times greinir frá atburðum dagsins.Hótuðu hörðum tollum á Ekvador Fulltrúar Bandaríkjanna voru ekki á sama máli og vildu að tillögunni yrði vísað frá og virtust taka afstöðuna vegna hagsmuna framleiðanda þurrmjólkur. Þegar tillögunni var ekki vísað frá skiptu Bandaríkin um gír og hótuðu að leggja harða tolla á Ekvadora og að draga til baka hernaðaraðstoð sína í landinu.Ekvadorar drógu til baka tillöguna af ótta við aðgerðir Bandaríkjanna og við tók leit að nýju ríki til að bera tillöguna fram. Að sögn fulltrúa á fundinum var leitað til 12 ríkja, flest afrísk eða frá rómönsku ameríku en hótanir Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þau tækju hlutverkið að sér. Patti Rundall, hjá bresku samtökunum Baby Milk Action sagði afstöðu Bandaríkjanna jafngilda kúgunum, Bandaríkin væru að reyna að halda allri heimsbyggðinni í gíslingu. Að lokum fór áætlun Bandaríkjanna út um þúfur þegar Rússland gekk í stað Ekvador og stóð því fyrir tillögunni. Fulltrúar Bandaríkjanna hugnaðist ekki slagur við Rússland og létu undan baráttunni.Stórveldi ættu ekki að geta ráðskast með smærri þjóðir.Ilona Kickbush hjá Alþjóðaheilbrigðissviði IHEID háskólans í Genf sagðist óttast að ríkistjórn Donald Trump gæti haft eyðileggjandi áhrif á störf WHO til dæmis við að berjast gegn Ebólusmitum og lífstílssjúkdómumum víða veröld. Rússneskur nefndarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði við New York Times að Rússar væru ekki að reyna að vera hetjan í þessu máli. Rússum finnist það þó óeðlilegt að stórveldi á alþjóðasviði geti ráðskast með minni ríki, sérstaklega í málefnum sem skipta heimsbyggðina alla máli. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sagði samþykktina setja óþarfa hindranir í veg þeirra mæðra sem ekki geta gefið börnum sínum brjóstamjólk og þurfa að leita annarra leiða. Stofnunin þvertók fyrir það að hún hafi verið viðriðin hótanir gagnvart Ekvadorum. Donald Trump Erlent Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf lögðust gegn samþykkt þar sem hvatt var til brjóstagjafar. Í samþykktinni, sem var unnin eftir niðurstöðum rannsókna sem hafa farið fram í mörg ár, segir að móðurmjólk sé hollasti valmöguleikinn fyrir ungabörn og að þjóðir skyldu vinna að því koma í veg fyrir villandi herferðir þurrmjólkurframleiðanda. Búist var við því að tillagan yrði samþykkt vandkvæðalaust en fulltrúar Ekvador hugðust leggja hana fram.New York Times greinir frá atburðum dagsins.Hótuðu hörðum tollum á Ekvador Fulltrúar Bandaríkjanna voru ekki á sama máli og vildu að tillögunni yrði vísað frá og virtust taka afstöðuna vegna hagsmuna framleiðanda þurrmjólkur. Þegar tillögunni var ekki vísað frá skiptu Bandaríkin um gír og hótuðu að leggja harða tolla á Ekvadora og að draga til baka hernaðaraðstoð sína í landinu.Ekvadorar drógu til baka tillöguna af ótta við aðgerðir Bandaríkjanna og við tók leit að nýju ríki til að bera tillöguna fram. Að sögn fulltrúa á fundinum var leitað til 12 ríkja, flest afrísk eða frá rómönsku ameríku en hótanir Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þau tækju hlutverkið að sér. Patti Rundall, hjá bresku samtökunum Baby Milk Action sagði afstöðu Bandaríkjanna jafngilda kúgunum, Bandaríkin væru að reyna að halda allri heimsbyggðinni í gíslingu. Að lokum fór áætlun Bandaríkjanna út um þúfur þegar Rússland gekk í stað Ekvador og stóð því fyrir tillögunni. Fulltrúar Bandaríkjanna hugnaðist ekki slagur við Rússland og létu undan baráttunni.Stórveldi ættu ekki að geta ráðskast með smærri þjóðir.Ilona Kickbush hjá Alþjóðaheilbrigðissviði IHEID háskólans í Genf sagðist óttast að ríkistjórn Donald Trump gæti haft eyðileggjandi áhrif á störf WHO til dæmis við að berjast gegn Ebólusmitum og lífstílssjúkdómumum víða veröld. Rússneskur nefndarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði við New York Times að Rússar væru ekki að reyna að vera hetjan í þessu máli. Rússum finnist það þó óeðlilegt að stórveldi á alþjóðasviði geti ráðskast með minni ríki, sérstaklega í málefnum sem skipta heimsbyggðina alla máli. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sagði samþykktina setja óþarfa hindranir í veg þeirra mæðra sem ekki geta gefið börnum sínum brjóstamjólk og þurfa að leita annarra leiða. Stofnunin þvertók fyrir það að hún hafi verið viðriðin hótanir gagnvart Ekvadorum.
Donald Trump Erlent Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira