Slæmt ferðaveður á morgun á miklum ferðadegi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2018 20:00 Gul viðvörun morgundagsins gildir um stóran hluta landsins, Vísir/Veðurstofa Íslands. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan fjögur síðdegis á morgun. Viðvörunin nær frá Faxaflóa, yfir hálendið, Snæfellsnes og Vestfirði og alveg að Skagafirði. Hvassviðri er framundan og er ferðalöngum, einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, því bent að fylgjast vel með veðri. Segja má að hvassviðrið komi á óheppilegum tíma enda má búast við að umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu verði þung á morgun. Fjölmennum knattspyrnumótum lýkur Akureyri um helgina auk þess sem að Landsmóti hestamanna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur Á morgun. Því má gera ráð fyrir að húsbílar og bílar með tjaldvagna og hestakerrur verði margir á þjóðvegum landsins en í samtali við Vísi segir Björn Sævar Einarsson, að ökumenn með slík tæki í eftirdragi þurfi að huga sérstaklega vel að veðri áður en lagt er af stað.Gul viðvörun gildir einnig fyrir mánudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsLægir um nóttina en byrjar aftur á mánudagsmorgun „Það má búast við því að það verði ansi hviðótt og jafnvel stormur upp á fjöllum og á Holtavörðuheiði þarna um tíma,“ segir Björn Sævar. Hvassviðrið lætur fyrst á sér kræla upp úr klukkan fjögur við Faxaflóa og Breiðafjörð gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, Hvalfirði og undir Hafnarfjalli. Frá og með klukkan sex annað kvöld nær viðvörunin einnig til Vestfjarða, hálendisins og Stranda og Norðurlands vestra en gert er ráð fyrir suð- og suðaustan stormi með snörpum vindhviðum yfir 20 metra á sekúndu. „Þetta verður verst á norðanverðu Snæfellsnesi og upp á Holtavörðuheiði og síðan má kannski segja að það lægi um nóttina um tíma en svo skellur þetta aftur um klukkan níu á mánudagsmorguninn og verður frameftir allan daginn norðvestan til og upp á hálendinu,“ segir Björn Sævar en gul viðvörun er einnig í gildi frá og með mánudagsmorgninum fram eftir degi. Nær hún til Breiðafjarðar, Vestfjarða og Stranda og Norðurlands vestra. Er þar um að ræða suðvestan storm með snörpum vindhviðum og eru ferðalangar einnig hvattir til að huga sérstaklega að veðri áður en að haldið er af stað á þessum slóðum á mánudag.Veðurhorfur á landinu Vestan 3-10 m/s og styttir að mestu upp vestantil en fer að rigna á Austurlandi síðar í kvöld. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s vestantil seinnipartinn með súld eða rigningu, sums staðar hvassara í vindstrengjum við fjöll á Vesturlandi. Hægari vindur á Norður og Austurlandi og bjartviðri. Sunnan 15-23 norðvestantil á landinu annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Suðvestan 10-18, hvassast og hviðótt norðvestantil á landinu. Rigning með köflum um landið vestanvert, en léttskýjað austantil. Hiti frá 8 stigum við vesturströndina, upp í 20 stig á Austurlandi. Á þriðjudag:Suðvestan 8-13, en dregur úr vindi síðdegis. Skúrir vestanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á miðvikudag:Sunnan 5-13, rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag:Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað að mestu og skúrir S- og V-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til. Á föstudag:Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 16 stig. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan fjögur síðdegis á morgun. Viðvörunin nær frá Faxaflóa, yfir hálendið, Snæfellsnes og Vestfirði og alveg að Skagafirði. Hvassviðri er framundan og er ferðalöngum, einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, því bent að fylgjast vel með veðri. Segja má að hvassviðrið komi á óheppilegum tíma enda má búast við að umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu verði þung á morgun. Fjölmennum knattspyrnumótum lýkur Akureyri um helgina auk þess sem að Landsmóti hestamanna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur Á morgun. Því má gera ráð fyrir að húsbílar og bílar með tjaldvagna og hestakerrur verði margir á þjóðvegum landsins en í samtali við Vísi segir Björn Sævar Einarsson, að ökumenn með slík tæki í eftirdragi þurfi að huga sérstaklega vel að veðri áður en lagt er af stað.Gul viðvörun gildir einnig fyrir mánudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsLægir um nóttina en byrjar aftur á mánudagsmorgun „Það má búast við því að það verði ansi hviðótt og jafnvel stormur upp á fjöllum og á Holtavörðuheiði þarna um tíma,“ segir Björn Sævar. Hvassviðrið lætur fyrst á sér kræla upp úr klukkan fjögur við Faxaflóa og Breiðafjörð gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, Hvalfirði og undir Hafnarfjalli. Frá og með klukkan sex annað kvöld nær viðvörunin einnig til Vestfjarða, hálendisins og Stranda og Norðurlands vestra en gert er ráð fyrir suð- og suðaustan stormi með snörpum vindhviðum yfir 20 metra á sekúndu. „Þetta verður verst á norðanverðu Snæfellsnesi og upp á Holtavörðuheiði og síðan má kannski segja að það lægi um nóttina um tíma en svo skellur þetta aftur um klukkan níu á mánudagsmorguninn og verður frameftir allan daginn norðvestan til og upp á hálendinu,“ segir Björn Sævar en gul viðvörun er einnig í gildi frá og með mánudagsmorgninum fram eftir degi. Nær hún til Breiðafjarðar, Vestfjarða og Stranda og Norðurlands vestra. Er þar um að ræða suðvestan storm með snörpum vindhviðum og eru ferðalangar einnig hvattir til að huga sérstaklega að veðri áður en að haldið er af stað á þessum slóðum á mánudag.Veðurhorfur á landinu Vestan 3-10 m/s og styttir að mestu upp vestantil en fer að rigna á Austurlandi síðar í kvöld. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s vestantil seinnipartinn með súld eða rigningu, sums staðar hvassara í vindstrengjum við fjöll á Vesturlandi. Hægari vindur á Norður og Austurlandi og bjartviðri. Sunnan 15-23 norðvestantil á landinu annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Suðvestan 10-18, hvassast og hviðótt norðvestantil á landinu. Rigning með köflum um landið vestanvert, en léttskýjað austantil. Hiti frá 8 stigum við vesturströndina, upp í 20 stig á Austurlandi. Á þriðjudag:Suðvestan 8-13, en dregur úr vindi síðdegis. Skúrir vestanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á miðvikudag:Sunnan 5-13, rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag:Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað að mestu og skúrir S- og V-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til. Á föstudag:Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 16 stig.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira