Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 5. júlí 2018 06:00 Gissur Pétursson, formaður FFR. vísir/vilhelm „Mér finnst ekki mikill sómi að þessari niðurstöðu. Lögin um kjararáð tilgreina að ákvörðun skuli taka mið af launaþróun í landinu og hjá sambærilegum hópum. Hún hefur verið mun meiri en þrjú prósent,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga og settur framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um ákvörðun kjararáðs sem birtist í fyrradag. Margir forstöðumenn bera þar skarðan hlut frá borði og eru ósáttir við niðurstöðuna. Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) mun funda um afgreiðslu kjararáðs eftir helgi. Formaður félagsins, Gissur Pétursson, segir að ekki hafi allir fengið svar við erindum sínum. „Það er allt með miklum ólíkindum í kringum þetta sáluga ráð. En ég ætla að í það minnsta þeir sem ekkert svar hafa fengið séu mjög ósáttir. Þessi afgreiðsla er mjög almenn og allur pakkinn tekinn í heilu lagi. Hver og einn forstöðumaður er að leggja fram rök fyrir sínu máli en svo er öllum erindunum safnað saman og svarað á einu bretti. Ég er raunar mest hissa á að þeim hafi verið svarað, ég hafði gefið upp alla von,“ segir Gissur.Sjá einnig: Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Forstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja niðurstöðuna valda vonbrigðum og vera langt undir launaþróun. Mörg erindanna lágu á borði kjararáðs um árabil og langt var síðan margir fengu síðast ákvörðuð laun. Þrátt fyrir það var uppskeran rýr hjá mörgum sem gagnrýna ógagnsæja og ófullnægjandi málsmeðferð ráðsins. Forstjórarnir telja að í einhverjum tilvikum hafi verið um verðskuldaðar hækkanir að ræða en á öðrum stöðum hafi afgreiðsla málsins verið með ólíkindum. Röksemda að baki erindum hafi í engu verið getið og ekkert tillit tekið til þeirra. Um „málamyndaafgreiðslu“ hafi verið að ræða. Þá hafi hækkanirnar sem fram koma oftar en ekki verið fjarri því að halda í við launaþróun. „Það er nánast að mann langi til að vera bara starfsmaður á plani hérna fyrir sömu laun og minni ábyrgð,“ segir einn þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Sjá meira
„Mér finnst ekki mikill sómi að þessari niðurstöðu. Lögin um kjararáð tilgreina að ákvörðun skuli taka mið af launaþróun í landinu og hjá sambærilegum hópum. Hún hefur verið mun meiri en þrjú prósent,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga og settur framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um ákvörðun kjararáðs sem birtist í fyrradag. Margir forstöðumenn bera þar skarðan hlut frá borði og eru ósáttir við niðurstöðuna. Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) mun funda um afgreiðslu kjararáðs eftir helgi. Formaður félagsins, Gissur Pétursson, segir að ekki hafi allir fengið svar við erindum sínum. „Það er allt með miklum ólíkindum í kringum þetta sáluga ráð. En ég ætla að í það minnsta þeir sem ekkert svar hafa fengið séu mjög ósáttir. Þessi afgreiðsla er mjög almenn og allur pakkinn tekinn í heilu lagi. Hver og einn forstöðumaður er að leggja fram rök fyrir sínu máli en svo er öllum erindunum safnað saman og svarað á einu bretti. Ég er raunar mest hissa á að þeim hafi verið svarað, ég hafði gefið upp alla von,“ segir Gissur.Sjá einnig: Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Forstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja niðurstöðuna valda vonbrigðum og vera langt undir launaþróun. Mörg erindanna lágu á borði kjararáðs um árabil og langt var síðan margir fengu síðast ákvörðuð laun. Þrátt fyrir það var uppskeran rýr hjá mörgum sem gagnrýna ógagnsæja og ófullnægjandi málsmeðferð ráðsins. Forstjórarnir telja að í einhverjum tilvikum hafi verið um verðskuldaðar hækkanir að ræða en á öðrum stöðum hafi afgreiðsla málsins verið með ólíkindum. Röksemda að baki erindum hafi í engu verið getið og ekkert tillit tekið til þeirra. Um „málamyndaafgreiðslu“ hafi verið að ræða. Þá hafi hækkanirnar sem fram koma oftar en ekki verið fjarri því að halda í við launaþróun. „Það er nánast að mann langi til að vera bara starfsmaður á plani hérna fyrir sömu laun og minni ábyrgð,“ segir einn þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Sjá meira
Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00