Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2018 21:45 Páll Ágústsson, strandveiðisjómaður frá Seyðisfirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. Sýnt var frá höfninni á Bakkafirði í fréttum Stöðvar 2. Bakkafjarðarhöfn er meðal þeirra sem lifna hvað mest við þegar strandveiðarnar hefjast á vorin og þegar fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum streymdu smábátarnir inn til löndunar. Meðal þeirra er Auðbjörg NS frá Seyðisfirði. En hversvegna kýs Seyðfirðingur að róa frá Bakkafirði? „Það er bara hagstæðara með miðin og aflann,“ segir Páll Ágústsson um leið og hann bendir á óvenju væna þorska. „Þetta köllum við átta plús, - kíló. Ég fékk einn um daginn, hann var 32 kíló.“Páll sýnir dæmi um stórþorskana sem veiðast þessa dagana við Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll segist fá aflann á Langanesröst. En er það nýtt hjá honum eða er þetta alltaf að svona stórir þorskar veiðist þarna? „Nei, þetta er núna síðustu tíu ár, eða eitthvað svoleiðis. Þetta var aldrei hér áður, sko,“ segir Páll og lyftir einum stórþorski sem við köllum hreinlega bara skrímsli. „En þessi sem var 32, ég rétt náði honum inn. Hann var erfiður." Á bátafjöldanum er auðséð að Bakkafjörður er vinsæll strandveiðiútgerðarstaður. „Já, ég held að þessi höfn, hún hefur ábyggilega verið oft í öðru eða þriðja sæti á landinu í afla.“ Og hér sjáum við einnig báta meðal annars frá Húsavík og Norðfirði. „Það eru einir fimmtán bátar sem eru að róa héðan núna,“ segir Páll, og eftir að viðtalið var tekið sagði heimamaður okkur að bátarnir væru komnir yfir tuttugu.Strandveiðibátar við löndun á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það sem gleður þá mest; þorskverð hefur hækkað. „Hundrað krónum hærra en í fyrra á þessum fiskum,“ segir Páll og bendir á stóra þorskinn. Þetta er því búbót. „Allavega núna. Það er mikið betra verð heldur en var í fyrra. Það var nú alveg niður í rassgati, sko. Það var nú eiginlega bara til skammar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15 Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. Sýnt var frá höfninni á Bakkafirði í fréttum Stöðvar 2. Bakkafjarðarhöfn er meðal þeirra sem lifna hvað mest við þegar strandveiðarnar hefjast á vorin og þegar fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum streymdu smábátarnir inn til löndunar. Meðal þeirra er Auðbjörg NS frá Seyðisfirði. En hversvegna kýs Seyðfirðingur að róa frá Bakkafirði? „Það er bara hagstæðara með miðin og aflann,“ segir Páll Ágústsson um leið og hann bendir á óvenju væna þorska. „Þetta köllum við átta plús, - kíló. Ég fékk einn um daginn, hann var 32 kíló.“Páll sýnir dæmi um stórþorskana sem veiðast þessa dagana við Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll segist fá aflann á Langanesröst. En er það nýtt hjá honum eða er þetta alltaf að svona stórir þorskar veiðist þarna? „Nei, þetta er núna síðustu tíu ár, eða eitthvað svoleiðis. Þetta var aldrei hér áður, sko,“ segir Páll og lyftir einum stórþorski sem við köllum hreinlega bara skrímsli. „En þessi sem var 32, ég rétt náði honum inn. Hann var erfiður." Á bátafjöldanum er auðséð að Bakkafjörður er vinsæll strandveiðiútgerðarstaður. „Já, ég held að þessi höfn, hún hefur ábyggilega verið oft í öðru eða þriðja sæti á landinu í afla.“ Og hér sjáum við einnig báta meðal annars frá Húsavík og Norðfirði. „Það eru einir fimmtán bátar sem eru að róa héðan núna,“ segir Páll, og eftir að viðtalið var tekið sagði heimamaður okkur að bátarnir væru komnir yfir tuttugu.Strandveiðibátar við löndun á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það sem gleður þá mest; þorskverð hefur hækkað. „Hundrað krónum hærra en í fyrra á þessum fiskum,“ segir Páll og bendir á stóra þorskinn. Þetta er því búbót. „Allavega núna. Það er mikið betra verð heldur en var í fyrra. Það var nú alveg niður í rassgati, sko. Það var nú eiginlega bara til skammar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15 Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15
Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00