Erfið staða Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. júlí 2018 10:00 Þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Ljóst er að uppsagnirnar hafa mikil áhrif. Útskriftum mæðra og nýbura hefur verið flýtt. Stjórnendur og sérfræðingar á spítalanum funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin. Mun færri ljósmæður eru á vakt á meðgöngu- og sængurlegudeild en lágmarkið gerir ráð fyrir. Þetta er auðvitað ótækt ástand og ekki boðlegt gagnvart þeim verðandi foreldrum sem nú bíða eftir því að eignast barn. Ljóst er að fæðingum fækkar ekki, þótt sólin láti vonandi sjá sig í nokkra daga í júlí. Álagið kemur til með að aukast á deildinni vegna almennra sumarleyfa. Á sumrin dregur einnig úr starfsemi annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Formaður samninganefndar ljósmæðra hefur sagt félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki hækkanir umfram aðrar stéttir. Þetta ruglar umræðuna. Árið 2008 fengu ljósmæður 16 prósenta hækkun umfram önnur félög innan Bandalags háskólamanna, sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur félög innan bandalagsins. Það er þekkt að almennt er lítið svigrúm fyrir launahækkanir hér á landi án þess að þær leiði til verðbólgu og hærri vaxta. Á því tapa allir. Þannig að ef einn hópur hækkar miklu meira en annar þarf ástæðan að vera ærin, svo aðrar stéttir elti ekki. Formaðurinn segir kröfu ljósmæðra einnig þá að ljósmóðir geti lifað sómasamlega af því að vinna dagvinnu. Könnun meðal stéttarinnar bendi til þess að þær vilji 671 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði, sem jafngildir hækkun grunnlauna um 17 prósent. Fá störf eru mikilvægari en að taka á móti börnum. Það er líka ljóst að börn koma ekki í heiminn á milli níu og fimm. Starf ljósmæðra er unnið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á aðfangadagskvöld og afmælisdögum, nótt sem dag. Þetta vita þeir sem námið velja. Þannig er erfitt að tala um grunnlaun stétta eins og ljósmæðra. Samkvæmt kjarakönnun háskólamanna eru meðallaun ljósmæðra fyrir fullt starf um 848.224 krónur á mánuði, sem skiptast í grunnlaun, yfirvinnu, vaktaálag og önnur laun. Stéttin hefur næsthæstu tekjur allra félagsmanna. Tekjur ljósmæðra eru hærri en lögfræðinga, sálfræðinga, dýralækna, háskólakennara og ráðuneytisstarfsmanna. Eina stétt bandalagsins sem er með hærri tekjur en ljósmæður eru háskólaprófessorar. Stjórnvöld geta vitaskuld að hluta til kennt sér um hvernig komið er fyrir launabaráttu í landinu. Nægir þar að nefna vanhugsaðar ákvarðanir Kjararáðs á undanförnum misserum. Þeir sem nú standa í viðræðum við ljósmæður eru ekki öfundsverðir. Þeir þurfa að huga að hvoru tveggja; mikilvægi starfs þeirra og heilsu þjóðarbúsins. Vonandi verður samið við ljósmæður sem allra fyrst. Að þessu sinni og héðan í frá verður skynsemin þó að trompa tilfinningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Ljóst er að uppsagnirnar hafa mikil áhrif. Útskriftum mæðra og nýbura hefur verið flýtt. Stjórnendur og sérfræðingar á spítalanum funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin. Mun færri ljósmæður eru á vakt á meðgöngu- og sængurlegudeild en lágmarkið gerir ráð fyrir. Þetta er auðvitað ótækt ástand og ekki boðlegt gagnvart þeim verðandi foreldrum sem nú bíða eftir því að eignast barn. Ljóst er að fæðingum fækkar ekki, þótt sólin láti vonandi sjá sig í nokkra daga í júlí. Álagið kemur til með að aukast á deildinni vegna almennra sumarleyfa. Á sumrin dregur einnig úr starfsemi annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Formaður samninganefndar ljósmæðra hefur sagt félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki hækkanir umfram aðrar stéttir. Þetta ruglar umræðuna. Árið 2008 fengu ljósmæður 16 prósenta hækkun umfram önnur félög innan Bandalags háskólamanna, sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur félög innan bandalagsins. Það er þekkt að almennt er lítið svigrúm fyrir launahækkanir hér á landi án þess að þær leiði til verðbólgu og hærri vaxta. Á því tapa allir. Þannig að ef einn hópur hækkar miklu meira en annar þarf ástæðan að vera ærin, svo aðrar stéttir elti ekki. Formaðurinn segir kröfu ljósmæðra einnig þá að ljósmóðir geti lifað sómasamlega af því að vinna dagvinnu. Könnun meðal stéttarinnar bendi til þess að þær vilji 671 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði, sem jafngildir hækkun grunnlauna um 17 prósent. Fá störf eru mikilvægari en að taka á móti börnum. Það er líka ljóst að börn koma ekki í heiminn á milli níu og fimm. Starf ljósmæðra er unnið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á aðfangadagskvöld og afmælisdögum, nótt sem dag. Þetta vita þeir sem námið velja. Þannig er erfitt að tala um grunnlaun stétta eins og ljósmæðra. Samkvæmt kjarakönnun háskólamanna eru meðallaun ljósmæðra fyrir fullt starf um 848.224 krónur á mánuði, sem skiptast í grunnlaun, yfirvinnu, vaktaálag og önnur laun. Stéttin hefur næsthæstu tekjur allra félagsmanna. Tekjur ljósmæðra eru hærri en lögfræðinga, sálfræðinga, dýralækna, háskólakennara og ráðuneytisstarfsmanna. Eina stétt bandalagsins sem er með hærri tekjur en ljósmæður eru háskólaprófessorar. Stjórnvöld geta vitaskuld að hluta til kennt sér um hvernig komið er fyrir launabaráttu í landinu. Nægir þar að nefna vanhugsaðar ákvarðanir Kjararáðs á undanförnum misserum. Þeir sem nú standa í viðræðum við ljósmæður eru ekki öfundsverðir. Þeir þurfa að huga að hvoru tveggja; mikilvægi starfs þeirra og heilsu þjóðarbúsins. Vonandi verður samið við ljósmæður sem allra fyrst. Að þessu sinni og héðan í frá verður skynsemin þó að trompa tilfinningar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun