Erfið staða Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. júlí 2018 10:00 Þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Ljóst er að uppsagnirnar hafa mikil áhrif. Útskriftum mæðra og nýbura hefur verið flýtt. Stjórnendur og sérfræðingar á spítalanum funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin. Mun færri ljósmæður eru á vakt á meðgöngu- og sængurlegudeild en lágmarkið gerir ráð fyrir. Þetta er auðvitað ótækt ástand og ekki boðlegt gagnvart þeim verðandi foreldrum sem nú bíða eftir því að eignast barn. Ljóst er að fæðingum fækkar ekki, þótt sólin láti vonandi sjá sig í nokkra daga í júlí. Álagið kemur til með að aukast á deildinni vegna almennra sumarleyfa. Á sumrin dregur einnig úr starfsemi annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Formaður samninganefndar ljósmæðra hefur sagt félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki hækkanir umfram aðrar stéttir. Þetta ruglar umræðuna. Árið 2008 fengu ljósmæður 16 prósenta hækkun umfram önnur félög innan Bandalags háskólamanna, sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur félög innan bandalagsins. Það er þekkt að almennt er lítið svigrúm fyrir launahækkanir hér á landi án þess að þær leiði til verðbólgu og hærri vaxta. Á því tapa allir. Þannig að ef einn hópur hækkar miklu meira en annar þarf ástæðan að vera ærin, svo aðrar stéttir elti ekki. Formaðurinn segir kröfu ljósmæðra einnig þá að ljósmóðir geti lifað sómasamlega af því að vinna dagvinnu. Könnun meðal stéttarinnar bendi til þess að þær vilji 671 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði, sem jafngildir hækkun grunnlauna um 17 prósent. Fá störf eru mikilvægari en að taka á móti börnum. Það er líka ljóst að börn koma ekki í heiminn á milli níu og fimm. Starf ljósmæðra er unnið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á aðfangadagskvöld og afmælisdögum, nótt sem dag. Þetta vita þeir sem námið velja. Þannig er erfitt að tala um grunnlaun stétta eins og ljósmæðra. Samkvæmt kjarakönnun háskólamanna eru meðallaun ljósmæðra fyrir fullt starf um 848.224 krónur á mánuði, sem skiptast í grunnlaun, yfirvinnu, vaktaálag og önnur laun. Stéttin hefur næsthæstu tekjur allra félagsmanna. Tekjur ljósmæðra eru hærri en lögfræðinga, sálfræðinga, dýralækna, háskólakennara og ráðuneytisstarfsmanna. Eina stétt bandalagsins sem er með hærri tekjur en ljósmæður eru háskólaprófessorar. Stjórnvöld geta vitaskuld að hluta til kennt sér um hvernig komið er fyrir launabaráttu í landinu. Nægir þar að nefna vanhugsaðar ákvarðanir Kjararáðs á undanförnum misserum. Þeir sem nú standa í viðræðum við ljósmæður eru ekki öfundsverðir. Þeir þurfa að huga að hvoru tveggja; mikilvægi starfs þeirra og heilsu þjóðarbúsins. Vonandi verður samið við ljósmæður sem allra fyrst. Að þessu sinni og héðan í frá verður skynsemin þó að trompa tilfinningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Ljóst er að uppsagnirnar hafa mikil áhrif. Útskriftum mæðra og nýbura hefur verið flýtt. Stjórnendur og sérfræðingar á spítalanum funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin. Mun færri ljósmæður eru á vakt á meðgöngu- og sængurlegudeild en lágmarkið gerir ráð fyrir. Þetta er auðvitað ótækt ástand og ekki boðlegt gagnvart þeim verðandi foreldrum sem nú bíða eftir því að eignast barn. Ljóst er að fæðingum fækkar ekki, þótt sólin láti vonandi sjá sig í nokkra daga í júlí. Álagið kemur til með að aukast á deildinni vegna almennra sumarleyfa. Á sumrin dregur einnig úr starfsemi annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Formaður samninganefndar ljósmæðra hefur sagt félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki hækkanir umfram aðrar stéttir. Þetta ruglar umræðuna. Árið 2008 fengu ljósmæður 16 prósenta hækkun umfram önnur félög innan Bandalags háskólamanna, sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur félög innan bandalagsins. Það er þekkt að almennt er lítið svigrúm fyrir launahækkanir hér á landi án þess að þær leiði til verðbólgu og hærri vaxta. Á því tapa allir. Þannig að ef einn hópur hækkar miklu meira en annar þarf ástæðan að vera ærin, svo aðrar stéttir elti ekki. Formaðurinn segir kröfu ljósmæðra einnig þá að ljósmóðir geti lifað sómasamlega af því að vinna dagvinnu. Könnun meðal stéttarinnar bendi til þess að þær vilji 671 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði, sem jafngildir hækkun grunnlauna um 17 prósent. Fá störf eru mikilvægari en að taka á móti börnum. Það er líka ljóst að börn koma ekki í heiminn á milli níu og fimm. Starf ljósmæðra er unnið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á aðfangadagskvöld og afmælisdögum, nótt sem dag. Þetta vita þeir sem námið velja. Þannig er erfitt að tala um grunnlaun stétta eins og ljósmæðra. Samkvæmt kjarakönnun háskólamanna eru meðallaun ljósmæðra fyrir fullt starf um 848.224 krónur á mánuði, sem skiptast í grunnlaun, yfirvinnu, vaktaálag og önnur laun. Stéttin hefur næsthæstu tekjur allra félagsmanna. Tekjur ljósmæðra eru hærri en lögfræðinga, sálfræðinga, dýralækna, háskólakennara og ráðuneytisstarfsmanna. Eina stétt bandalagsins sem er með hærri tekjur en ljósmæður eru háskólaprófessorar. Stjórnvöld geta vitaskuld að hluta til kennt sér um hvernig komið er fyrir launabaráttu í landinu. Nægir þar að nefna vanhugsaðar ákvarðanir Kjararáðs á undanförnum misserum. Þeir sem nú standa í viðræðum við ljósmæður eru ekki öfundsverðir. Þeir þurfa að huga að hvoru tveggja; mikilvægi starfs þeirra og heilsu þjóðarbúsins. Vonandi verður samið við ljósmæður sem allra fyrst. Að þessu sinni og héðan í frá verður skynsemin þó að trompa tilfinningar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar