Brexit-samtökin brutu kosningalög Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2018 07:18 VoteLeave-samtökin voru helstu stuðningsmenn Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísir/getty Kosningaeftirlit Bretlandseyja hefur sektað og tilkynnt samtökin sem leiddu baráttuna fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til lögreglunnar. Eftirlitið telur sig hafa fundið skýrar sannanir fyrir því að samtökin, sem báru nafnið VoteLeave, hafi átt í nánu sambandi við önnur sambærileg samtök að nafni BeLeave. Samtökin eru sögð hafa keypt saman þjónustu gagnaúrvinnslufyrirtækis fyrir um 675 þúsund pund, rúmlega 95 milljónir króna. Slíkt samstarf er tilkynningaskylt samkvæmt breskum kosningalögum en VoteLeave láðist að greina frá því. Þar að auki fóru samtökin langt fram úr leyfilegum fjárheimildum. Kosningabarátta VoteLeave kostaði næstum 500 þúsund pundum meira en lög heimila. Fulltrúar beggja samtaka hafa verið sektaðir um tugþúsundir punda vegna málsins, en breskir kosningaeftirlitsmenn vanda þeim ekki kveðjurnar. Haft er eftir einum þeirra á vef Guardian að fulltrúar VoteLeave hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að torvelda rannsókn breskra stjórnvalda. Þeir hafi barist hatrammlega gegn rannsókninni frá upphafi og þvertekið fyrir að láta kosningaeftirlitið fá upplýsingar sem kallað var eftir. Engu að síður telja eftirlitsmennirnir að rannsókn þeirra hafi sýnt með óyggjandi hætti fram á kosningalagabrot Brexit-manna. Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Kosningaeftirlit Bretlandseyja hefur sektað og tilkynnt samtökin sem leiddu baráttuna fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til lögreglunnar. Eftirlitið telur sig hafa fundið skýrar sannanir fyrir því að samtökin, sem báru nafnið VoteLeave, hafi átt í nánu sambandi við önnur sambærileg samtök að nafni BeLeave. Samtökin eru sögð hafa keypt saman þjónustu gagnaúrvinnslufyrirtækis fyrir um 675 þúsund pund, rúmlega 95 milljónir króna. Slíkt samstarf er tilkynningaskylt samkvæmt breskum kosningalögum en VoteLeave láðist að greina frá því. Þar að auki fóru samtökin langt fram úr leyfilegum fjárheimildum. Kosningabarátta VoteLeave kostaði næstum 500 þúsund pundum meira en lög heimila. Fulltrúar beggja samtaka hafa verið sektaðir um tugþúsundir punda vegna málsins, en breskir kosningaeftirlitsmenn vanda þeim ekki kveðjurnar. Haft er eftir einum þeirra á vef Guardian að fulltrúar VoteLeave hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að torvelda rannsókn breskra stjórnvalda. Þeir hafi barist hatrammlega gegn rannsókninni frá upphafi og þvertekið fyrir að láta kosningaeftirlitið fá upplýsingar sem kallað var eftir. Engu að síður telja eftirlitsmennirnir að rannsókn þeirra hafi sýnt með óyggjandi hætti fram á kosningalagabrot Brexit-manna.
Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38