Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 08:06 Justine Greening segir að enginn sé sáttur með samkomulagið sem liggur fyrir þinginu. Vísir/getty Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í stórblaðið Times í dag segist Greening þekkja til annarra þungavigtarmanna í Íhaldsflokknum sem séu á sama máli. Greening, sem lýst er sem miklum áhrifamanni í stjórnarflokknum, segir að núverandi stefna í Brexit-málum, sem kristallast í samkomulagi sem kynnt var í síðustu viku, hugnist ekki neinum. Bæði þeir sem vilji útgöngu sem og stuðningmenn aðildar séu ósáttir við samkomulagið. Ráðherrann fyrrverandi segir að í raun sé aðeins þrennt í stöðunni fyrir Breta: Fylgja hinni óvinsælu stefnu Theresu May, segja sig úr Evrópusambandinu án samnings eða kjósa um útgönguna á ný. Greening hallast sem fyrr segir að síðasta möguleikanum. Hún segir að Brexit sé komið í algjöran hnút og að eina leiðin til að koma því aftur á skrið sé að endurnýja umboð stjórnmálamannanna sem komið hafi málinu á þennan stað. Greening leggur til að kosið verði um valmöguleikana þrjá sem nefndir eru hér að ofan. Hún leggur til að kosið verði í tveimur umferðum til að tryggja meirihlutastuðning.Ná Brexit frá flokksgæðingunum „Ég er einfaldlega að benda á það sem allir sjá í þinginu,“ sagði Greening í samtali við breska ríkisútvarpið í morgun. Aðspurð um hvort að hún telji að leiðin sem hún leggi til njóti stuðnings annarra í Íhaldsflokknum segir hún: „Já, ég held það.“ Greening segir að fyrrnefnd áætlun forsætisráðherrans sé svo gott sem dauð. Áætlunin sé „einlæg og snjöll málamiðlun,“ en engu að síður sé hún gjörsamlega óframkvæmanleg - ekki síst vegna þess að „allir“ séu ósáttir við hana. Greening telur það til mikils vansa fyrir Brexit-ferlið að það skuli verið unnið eftir flokkslínum. Málið er að hennar mati þverpólitískt og því gæti þjóðaratkvæðagreiðsla vrerið góð leið til að hrifsa þetta stóra hagsmunamál úr höndum flokksgæðinganna. „Við þurfum ekki meiri tíma. Við þurfum skýra stefnu sem við getum fylgt eftir,“ segir Greening. Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í stórblaðið Times í dag segist Greening þekkja til annarra þungavigtarmanna í Íhaldsflokknum sem séu á sama máli. Greening, sem lýst er sem miklum áhrifamanni í stjórnarflokknum, segir að núverandi stefna í Brexit-málum, sem kristallast í samkomulagi sem kynnt var í síðustu viku, hugnist ekki neinum. Bæði þeir sem vilji útgöngu sem og stuðningmenn aðildar séu ósáttir við samkomulagið. Ráðherrann fyrrverandi segir að í raun sé aðeins þrennt í stöðunni fyrir Breta: Fylgja hinni óvinsælu stefnu Theresu May, segja sig úr Evrópusambandinu án samnings eða kjósa um útgönguna á ný. Greening hallast sem fyrr segir að síðasta möguleikanum. Hún segir að Brexit sé komið í algjöran hnút og að eina leiðin til að koma því aftur á skrið sé að endurnýja umboð stjórnmálamannanna sem komið hafi málinu á þennan stað. Greening leggur til að kosið verði um valmöguleikana þrjá sem nefndir eru hér að ofan. Hún leggur til að kosið verði í tveimur umferðum til að tryggja meirihlutastuðning.Ná Brexit frá flokksgæðingunum „Ég er einfaldlega að benda á það sem allir sjá í þinginu,“ sagði Greening í samtali við breska ríkisútvarpið í morgun. Aðspurð um hvort að hún telji að leiðin sem hún leggi til njóti stuðnings annarra í Íhaldsflokknum segir hún: „Já, ég held það.“ Greening segir að fyrrnefnd áætlun forsætisráðherrans sé svo gott sem dauð. Áætlunin sé „einlæg og snjöll málamiðlun,“ en engu að síður sé hún gjörsamlega óframkvæmanleg - ekki síst vegna þess að „allir“ séu ósáttir við hana. Greening telur það til mikils vansa fyrir Brexit-ferlið að það skuli verið unnið eftir flokkslínum. Málið er að hennar mati þverpólitískt og því gæti þjóðaratkvæðagreiðsla vrerið góð leið til að hrifsa þetta stóra hagsmunamál úr höndum flokksgæðinganna. „Við þurfum ekki meiri tíma. Við þurfum skýra stefnu sem við getum fylgt eftir,“ segir Greening.
Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21