Barnablað Morgunblaðsins sakað um „letirasisma“ vegna teiknaðrar gátu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2018 21:00 Hér má sjá umrædda gátu sem birtist í Barnablaði Morgunblaðsins og vakið hefur töluverða athygli. Mynd/Samsett Teiknuð gáta sem birtist í sunnudagsútgáfu Barnablaðs Morgunblaðsins hefur verið gagnrýnd fyrir að endurspegla úreltar staðalímyndir um fólk af ýmsum kynþáttum. Blaðið segir gátuna ekki í takt við tímann og harmar birtingu hennar. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er gátan undir yfirskriftinni „Hver býr í hvaða húsi?“ og eiga krakkar að tengja viðeigandi íbúa við sitt hús. Svo virðist sem gátan eigi að sýna fólk úr mismunandi heimshornum en óhætt er að segja að um nokkuð einfaldar birtingarmyndir þess sé að ræða.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.Vísir/EyþórSjá einnig: Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðasinni er á meðal þeirra sem furða sig á birtingu gátunnar. Hún deilir mynd af gátunni og segir teikningarnar „ala á úreltum staðalímyndum um fólk frá öðrum heimshlutum.“ „Ef þetta lýsir ekki fullkomlega það [sic] sem ég kýs að kalla „letirasismi“ þá veit ég ekki hvað,“ bætir Ugla við. Þá spyr Ugla hvort Morgunblaðinu þyki umrædd gáta viðeigandi til birtingar. „Er ekki kominn tími á að vakna aðeins og vera ekki algjörlega úr takt við tímann og tíðarandann?“Hefði hvorki átt að birtast í blaði fyrir börn né öðru blaði Í svari Morgunblaðsins við fyrirspurn Vísis um málið segir að gátan hafi ekki átt að rata í Barnablaðið og að vantað hafi upp á vandlega yfirferð. „Þegar verið er að nota eldra efni í bland við nýtt er alveg sérstaklega mikil þörf á að fara vandlega yfir. Í þessu tilviki vantar því miður upp á það. Þessi gáta er klárlega ekki í takt við tímann og hefði ekki átt að birtast, hvorki í blaði fyrir börn né öðru blaði,“ segir í svari blaðsins við fyrirspurn Vísis. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sprottið hefur upp umræða um „rasískar merkingar“ á Íslandi. Árið 2014 tók veitingahúsið Svarta kaffi við Laugaveg niður styttu af hörundsdökkum þjóni vegna netmótmæla. Þótti styttan sýna rasískt myndmál og ala á gömlum, úreltum staðalímyndum um svart fólk.Umrædd gáta birtist á síðu 6 í Barnablaði Morgunblaðsins, sunnudagsblaði.Skjáskot/Morgunblaðið Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Teiknuð gáta sem birtist í sunnudagsútgáfu Barnablaðs Morgunblaðsins hefur verið gagnrýnd fyrir að endurspegla úreltar staðalímyndir um fólk af ýmsum kynþáttum. Blaðið segir gátuna ekki í takt við tímann og harmar birtingu hennar. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er gátan undir yfirskriftinni „Hver býr í hvaða húsi?“ og eiga krakkar að tengja viðeigandi íbúa við sitt hús. Svo virðist sem gátan eigi að sýna fólk úr mismunandi heimshornum en óhætt er að segja að um nokkuð einfaldar birtingarmyndir þess sé að ræða.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.Vísir/EyþórSjá einnig: Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðasinni er á meðal þeirra sem furða sig á birtingu gátunnar. Hún deilir mynd af gátunni og segir teikningarnar „ala á úreltum staðalímyndum um fólk frá öðrum heimshlutum.“ „Ef þetta lýsir ekki fullkomlega það [sic] sem ég kýs að kalla „letirasismi“ þá veit ég ekki hvað,“ bætir Ugla við. Þá spyr Ugla hvort Morgunblaðinu þyki umrædd gáta viðeigandi til birtingar. „Er ekki kominn tími á að vakna aðeins og vera ekki algjörlega úr takt við tímann og tíðarandann?“Hefði hvorki átt að birtast í blaði fyrir börn né öðru blaði Í svari Morgunblaðsins við fyrirspurn Vísis um málið segir að gátan hafi ekki átt að rata í Barnablaðið og að vantað hafi upp á vandlega yfirferð. „Þegar verið er að nota eldra efni í bland við nýtt er alveg sérstaklega mikil þörf á að fara vandlega yfir. Í þessu tilviki vantar því miður upp á það. Þessi gáta er klárlega ekki í takt við tímann og hefði ekki átt að birtast, hvorki í blaði fyrir börn né öðru blaði,“ segir í svari blaðsins við fyrirspurn Vísis. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sprottið hefur upp umræða um „rasískar merkingar“ á Íslandi. Árið 2014 tók veitingahúsið Svarta kaffi við Laugaveg niður styttu af hörundsdökkum þjóni vegna netmótmæla. Þótti styttan sýna rasískt myndmál og ala á gömlum, úreltum staðalímyndum um svart fólk.Umrædd gáta birtist á síðu 6 í Barnablaði Morgunblaðsins, sunnudagsblaði.Skjáskot/Morgunblaðið
Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26
Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55