Jafnvel fleiri sólskinsdagar á suðvesturhorninu í næstu viku en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 23:15 Það ætti að gefast tækifæri til að sóla sig í Hljómskálagarðinum, og á öðrum sambærilegum stöðum höfuðborgarsvæðinu, í næstu viku. Vísir/Sigtryggur Ari Allt lítur út fyrir að sólin ráði ríkjum á suðvesturhorninu í næstu viku og mun góða veðrið jafnvel teygja sig enn lengra inn í vikuna en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir í Facebook-færslu í kvöld að nú líti út fyrir að kalt og rakt loft yfir kuldapollinum úr Suður Grænlands-jökli sleppi takinu af Íslandi um sinn, og þess verði líklega ekki saknað. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spána endurspegla þetta. Eftir rigningu í nótt og fram eftir morgundeginum mega íbúar á suðvesturhorninu búast við sjaldséðri sjón sumarið 2018: nokkrum góðvirðisdögum í röð. „Það verður einhver smá væta á morgun en síðan á að létta til. Það gæti verið þokkalegt veður í vikunni, það átti að rigna á miðvikudaginn en nú er ekki víst að rigningin nái alveg inn. Veðrið gæti þannig orðið ágætt á miðvikudag og fimmtudag líka,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „En svo fer að detta inn úrkoma um næstu helgi.“ Aðspurður segist Þorsteinn halda að dagurinn í dag hafi verið einn besti dagurinn í sumar, allavega í júlímánuði, þó að hann hafi ekki náð að skáka góðviðrisdeginum alræmda, 20. júní síðastliðnum. Ljóst er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í nærumhverfi þess nutu sín í rigningarhléi dagsins en margir tjáðu sig um veðrið á samfélagsmiðlum.Sólin er í suðurhlíðum Kársnes: https://t.co/vG4wmO2cyp pic.twitter.com/Clxr8G2JOs— Erlendur (@erlendur) July 14, 2018 Í fyrsta skiptið var svona "sólin búin að skína mikið" þungt loft inn í bíl. Geggjað !— Kristján Sigurðsson (@KristjanSigurd1) July 14, 2018 Allir niðri í bæ á svipinn eins og það sé sumardagurinn fyrsti.— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) July 14, 2018 Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar en íbúar á Norður- og Austurlandi mega búast við rigningu.Á mánudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, dálítil væta á N- og A-landi, en léttir smám saman til fyrir sunnan og vestan. Bætir í rigningu á A-fjörðum um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi. Á þriðjudag:Hæg breytileg átt og léttskýjað S- og V-lands, en skýjað fyrir norðan og vestan og þokuloft eða súld úti við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Hægir vindar og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir og þoku- eða súldarloft við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjst syðra.Á föstudag:Hægviðri og skýjað með köflum, en útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-til um kvöldið. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir hægan vind með vætu í flestum landshlutum, síst þó NA-til, en áfram milt veður. Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Allt lítur út fyrir að sólin ráði ríkjum á suðvesturhorninu í næstu viku og mun góða veðrið jafnvel teygja sig enn lengra inn í vikuna en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir í Facebook-færslu í kvöld að nú líti út fyrir að kalt og rakt loft yfir kuldapollinum úr Suður Grænlands-jökli sleppi takinu af Íslandi um sinn, og þess verði líklega ekki saknað. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spána endurspegla þetta. Eftir rigningu í nótt og fram eftir morgundeginum mega íbúar á suðvesturhorninu búast við sjaldséðri sjón sumarið 2018: nokkrum góðvirðisdögum í röð. „Það verður einhver smá væta á morgun en síðan á að létta til. Það gæti verið þokkalegt veður í vikunni, það átti að rigna á miðvikudaginn en nú er ekki víst að rigningin nái alveg inn. Veðrið gæti þannig orðið ágætt á miðvikudag og fimmtudag líka,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „En svo fer að detta inn úrkoma um næstu helgi.“ Aðspurður segist Þorsteinn halda að dagurinn í dag hafi verið einn besti dagurinn í sumar, allavega í júlímánuði, þó að hann hafi ekki náð að skáka góðviðrisdeginum alræmda, 20. júní síðastliðnum. Ljóst er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í nærumhverfi þess nutu sín í rigningarhléi dagsins en margir tjáðu sig um veðrið á samfélagsmiðlum.Sólin er í suðurhlíðum Kársnes: https://t.co/vG4wmO2cyp pic.twitter.com/Clxr8G2JOs— Erlendur (@erlendur) July 14, 2018 Í fyrsta skiptið var svona "sólin búin að skína mikið" þungt loft inn í bíl. Geggjað !— Kristján Sigurðsson (@KristjanSigurd1) July 14, 2018 Allir niðri í bæ á svipinn eins og það sé sumardagurinn fyrsti.— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) July 14, 2018 Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar en íbúar á Norður- og Austurlandi mega búast við rigningu.Á mánudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, dálítil væta á N- og A-landi, en léttir smám saman til fyrir sunnan og vestan. Bætir í rigningu á A-fjörðum um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi. Á þriðjudag:Hæg breytileg átt og léttskýjað S- og V-lands, en skýjað fyrir norðan og vestan og þokuloft eða súld úti við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Hægir vindar og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir og þoku- eða súldarloft við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjst syðra.Á föstudag:Hægviðri og skýjað með köflum, en útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-til um kvöldið. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir hægan vind með vætu í flestum landshlutum, síst þó NA-til, en áfram milt veður.
Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira