Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2018 16:31 Kristján Loftsson er forstjóri Hvals. Vísir/Getty „Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur,“ hefur BBC eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals ehf. sem hefur verið miðpunktur fjölmiðlaumfjöllunar víða um heim eftir að dýraverndunarsamtök sökuðu Hval um að hafa veitt fágætan blending langreyðar og steypireyðar.BBC og Telegraph í Bretlandi og CNN eru meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um málið en sérfræðingur sem CNN ræddi við telur víst að hvalurinn sem veiddur var hafi verið steypireyður. Reynist það rétt gæti það haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval ehf. þar sem tegundin hefur verið friðuð við Íslandsstrendur frá árinu 1960.Stundin hefur fjallaðum málið síðustu daga þar sem meðal annars er rætt við Gísla Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun sem segir að af myndum af dæma sé líklegast að um blending langreyðar og steipireyðar sé að ræða en DNA-próf mun leiða endanlega í ljós hvers konar hvalategund var veidd. Þrátt fyrir að slíkur blendingur sé fágætur er hann ekki friðaður og segir Kristján í samtali við CNN að hvalveiðimennirnir þekki muninn á steypireyðum og langreyðum.„Við höfum aldrei veitt steipireyði frá því að þeir voru friðaðir hér. Við sjáum þá í hafinu en þegar við komum að þeim eru þeir svo sérstakir að við látum þá vera,“ hefur CNN eftir Kristjáni.Hefur hann svipaða sögu að segja við The Telegraph í Bretlandi þar sem hann segir að umræddur hvalur hafi hagað sér eins og langreyður enda sé auðvelt að þekkja muninn á hvalategundunum.Segir hann að hvalveiðimennirnir hafi veitt hinn umrædda hval enda talið víst að um langreyði væri að ræða. Þegar þeir tóku hann að bátnum komu hins vegar einkenni í ljós, rákir á kviði hvalsins, sem ekki hafi sést í sjónum. Það stemmi við aðra blendingshvali sem Hvalur hafi veitt.„Þetta er eins og langreyður, þetta hagar sér eins og langreyður,“ er haft eftir Kristjáni. „Þetta var veitt sem langreyður en þetta er líklega blendingshvalur, ég er nokkuð viss um það.“UmfjöllunBBC,TelegraphogCNN. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56 Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
„Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur,“ hefur BBC eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals ehf. sem hefur verið miðpunktur fjölmiðlaumfjöllunar víða um heim eftir að dýraverndunarsamtök sökuðu Hval um að hafa veitt fágætan blending langreyðar og steypireyðar.BBC og Telegraph í Bretlandi og CNN eru meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um málið en sérfræðingur sem CNN ræddi við telur víst að hvalurinn sem veiddur var hafi verið steypireyður. Reynist það rétt gæti það haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval ehf. þar sem tegundin hefur verið friðuð við Íslandsstrendur frá árinu 1960.Stundin hefur fjallaðum málið síðustu daga þar sem meðal annars er rætt við Gísla Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun sem segir að af myndum af dæma sé líklegast að um blending langreyðar og steipireyðar sé að ræða en DNA-próf mun leiða endanlega í ljós hvers konar hvalategund var veidd. Þrátt fyrir að slíkur blendingur sé fágætur er hann ekki friðaður og segir Kristján í samtali við CNN að hvalveiðimennirnir þekki muninn á steypireyðum og langreyðum.„Við höfum aldrei veitt steipireyði frá því að þeir voru friðaðir hér. Við sjáum þá í hafinu en þegar við komum að þeim eru þeir svo sérstakir að við látum þá vera,“ hefur CNN eftir Kristjáni.Hefur hann svipaða sögu að segja við The Telegraph í Bretlandi þar sem hann segir að umræddur hvalur hafi hagað sér eins og langreyður enda sé auðvelt að þekkja muninn á hvalategundunum.Segir hann að hvalveiðimennirnir hafi veitt hinn umrædda hval enda talið víst að um langreyði væri að ræða. Þegar þeir tóku hann að bátnum komu hins vegar einkenni í ljós, rákir á kviði hvalsins, sem ekki hafi sést í sjónum. Það stemmi við aðra blendingshvali sem Hvalur hafi veitt.„Þetta er eins og langreyður, þetta hagar sér eins og langreyður,“ er haft eftir Kristjáni. „Þetta var veitt sem langreyður en þetta er líklega blendingshvalur, ég er nokkuð viss um það.“UmfjöllunBBC,TelegraphogCNN.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56 Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56
Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04