Hvers vegna sjálfstætt starfandi skóla? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. júlí 2018 10:45 Nú þegar nýjar sveitastjórnir taka til starfa ríkir eftirvænting hjá skólafólki. Hún byggir á loforðum sem fara jafnan hátt í aðdraganda kosninga. Gefum í, bætum umhverfi kennara, hækkum launin þeirra og sköpum aðstæður fyrir fjölbreytt og framsækið skólastarf. Við hjá sjálfstæðum skólum erum ekki síður spennt fyrir því hvernig nýir meirihlutar horfa til menntunar í sínu sveitarfélagi næstu fjögur árin, enda rekstrarumhverfi sjálfstæðra leik- og grunnskóla alfarið bundið við útfærslur hvers sveitarfélags á lögum og þar hafa pólitískar áherslur og sýn mikil áhrif. Margir tala fyrir mikilvægi fjölbreyttu námsframboði. Námsframboði, þar sem allir geta notið menntunar óháð styrk í bóklegu eða verklegu námi. Sjálfstæðir skólar búa allir yfir sinni sérstöðu og eru sannanlega góð viðbót við skóla rekna af sveitarfélögunum. Á Íslandi er hlutfall sjálfstæðra grunnskóla afar lágt, en þeir eru um 2% allra starfandi skóla. Við hjá sjálfstæðum skólum sjáum margvísleg tækifæri í því að sveitarfélög bjóði upp á umhverfi þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið þeirra eigin skóla, jafnt leikskólar sem grunnskólar. Fjölbreytt fagstarf er í fyrsta sæti, en fleira skiptir máli. Einn mikilvægan þátt langar mig að nefna sérstaklega: Valið um starfsumhverfi. Val um starfsumhverfi er gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir hverja fagstétt, eins og flestir hljóta að geta tekið undir. Um leið blasir við að það sem hentar einum best er ef til vill ekki best fyrir næsta. Kennarar hafa hins vegar afar takmarkaða kosti, ætli þeir að starfa við fagið sitt. Valið takmarkast ekki bara við rekstrarform heldur ekki síður ólík kjör. Starfandi kennarar hafa afar takmarkaðan möguleika á að velja sér starfsvettvang út frá kjörum. Valið stendur alla jafna um mismunandi hverfisskóla þar sem starfið er bundið sömu hnútum hvort sem þú ert staðsett í miðbænum eða Breiðholtinu. Sjálfstæðir skólar gefa aukið frelsi rekstrarlega og hafa margir hverjir getað boðið upp á annars konar starfskjör. En faglega er munurinn ef til vill mestur. Miðstýringin er engin, allar ákvarðanir eru teknar innan hvers skóla og möguleikar kennara til þess að hafa bein áhrif eru mjög miklir. Sjálfstæðir skólar lúta eftir sem áður sömu lögum og reglum um grunnskóla og eru undir eftirliti sveitarfélaga hvað varðar lögbundna starfsemi skólans. Enn er ótalinn sá styrkleiki, sem hefur mikil áhrif á starfsemi sjálfstæðra skóla. Það er sú staðreynd, að ekkert barn er í skólunum nema foreldrar þess hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að velja einmitt þennan skóla fyrir barnið sitt, jafnvel þótt aðrir skólar séu nær heimilinu. Starfsmenn sjálfstæðra skóla fyllast stolti yfir að hafa orðið fyrir valinu og það stolt og jákvæðni verður drifkrafturinn í skólastarfinu. Um leið ýtir þessi staðreynd undir metnað til að gera sem best og standast væntingar.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Nú þegar nýjar sveitastjórnir taka til starfa ríkir eftirvænting hjá skólafólki. Hún byggir á loforðum sem fara jafnan hátt í aðdraganda kosninga. Gefum í, bætum umhverfi kennara, hækkum launin þeirra og sköpum aðstæður fyrir fjölbreytt og framsækið skólastarf. Við hjá sjálfstæðum skólum erum ekki síður spennt fyrir því hvernig nýir meirihlutar horfa til menntunar í sínu sveitarfélagi næstu fjögur árin, enda rekstrarumhverfi sjálfstæðra leik- og grunnskóla alfarið bundið við útfærslur hvers sveitarfélags á lögum og þar hafa pólitískar áherslur og sýn mikil áhrif. Margir tala fyrir mikilvægi fjölbreyttu námsframboði. Námsframboði, þar sem allir geta notið menntunar óháð styrk í bóklegu eða verklegu námi. Sjálfstæðir skólar búa allir yfir sinni sérstöðu og eru sannanlega góð viðbót við skóla rekna af sveitarfélögunum. Á Íslandi er hlutfall sjálfstæðra grunnskóla afar lágt, en þeir eru um 2% allra starfandi skóla. Við hjá sjálfstæðum skólum sjáum margvísleg tækifæri í því að sveitarfélög bjóði upp á umhverfi þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið þeirra eigin skóla, jafnt leikskólar sem grunnskólar. Fjölbreytt fagstarf er í fyrsta sæti, en fleira skiptir máli. Einn mikilvægan þátt langar mig að nefna sérstaklega: Valið um starfsumhverfi. Val um starfsumhverfi er gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir hverja fagstétt, eins og flestir hljóta að geta tekið undir. Um leið blasir við að það sem hentar einum best er ef til vill ekki best fyrir næsta. Kennarar hafa hins vegar afar takmarkaða kosti, ætli þeir að starfa við fagið sitt. Valið takmarkast ekki bara við rekstrarform heldur ekki síður ólík kjör. Starfandi kennarar hafa afar takmarkaðan möguleika á að velja sér starfsvettvang út frá kjörum. Valið stendur alla jafna um mismunandi hverfisskóla þar sem starfið er bundið sömu hnútum hvort sem þú ert staðsett í miðbænum eða Breiðholtinu. Sjálfstæðir skólar gefa aukið frelsi rekstrarlega og hafa margir hverjir getað boðið upp á annars konar starfskjör. En faglega er munurinn ef til vill mestur. Miðstýringin er engin, allar ákvarðanir eru teknar innan hvers skóla og möguleikar kennara til þess að hafa bein áhrif eru mjög miklir. Sjálfstæðir skólar lúta eftir sem áður sömu lögum og reglum um grunnskóla og eru undir eftirliti sveitarfélaga hvað varðar lögbundna starfsemi skólans. Enn er ótalinn sá styrkleiki, sem hefur mikil áhrif á starfsemi sjálfstæðra skóla. Það er sú staðreynd, að ekkert barn er í skólunum nema foreldrar þess hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að velja einmitt þennan skóla fyrir barnið sitt, jafnvel þótt aðrir skólar séu nær heimilinu. Starfsmenn sjálfstæðra skóla fyllast stolti yfir að hafa orðið fyrir valinu og það stolt og jákvæðni verður drifkrafturinn í skólastarfinu. Um leið ýtir þessi staðreynd undir metnað til að gera sem best og standast væntingar.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar