Leifar af fellibyl gætu hrellt landsmenn um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 06:59 Chris er annar fellibylurinn sem myndast á Atlantshafi í ár. Vísir/AP Veðurstofan varar ferðalanga við strekkingsvindi á landinu í dag, sérstaklega á heiðum norðvestantil og á norðanverðu Snæfellsnesi. Gert er þó ráð fyrir því að vindur hafi að mestu gengið niður eftir hádegi í dag. Engu að síður ætti fólk að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er í hann og á það ekki síst við um léttari farartæki og tengivagna eins og til dæmis húsbíla og hjólhýsi. Að öðru leyti er allt heldur hefðbundið í spákortum Veðurstofunnar fyrir daginn í dag. Það mun rigna víða um land en íbúar Austurlands ættu þó sennilega að haldast nokkuð þurrir. Þeir mega jafnframt búast við að allt að 20 stiga hita í dag. Morgundagurinn verður síðan heilt yfir ágætur, að sögn veðurfræðings. Hæg vestanátt með skýjaþykkni um landið vestanvert en þó ætti að haldast þurrt. Léttskýjað fyrir austan og áfram hlýtt. Það er svo aftur bleyta í kortunum sunnan- og vestanlands á föstudag, en á laugardaginn virðist sem rignt geti duglega á flesta ef ekki alla landsmenn.Hvað gerir Chris? Hvað sunnudagurinn ber í skauti sér er þó erfiðara að segja til um. „Fellibylurinn Chris, sem staddur er nú vestur af Norður-Karólínu, ræður þar nokkru um og ruglar spár í ríminu, eins og fellibyljir vilja oft gera. Spárnar eru nú að gefa til kynna að leifar fellibylsins muni koma upp að strönd Íslands á sunnudaginn, en misjafnt er hvort að strandhöggið verði við suður- eða austurströndina,“ segir veðurfræðingur. Hann bætir við að Chris muni þó sennilega ekki gera mikið af sér hér á landi. Ef hann lætur á sér kræla verður fyrst og fremst um að ræða „hraustlegan skammt af rigningu með strekkingsvindi.“ Svo gæti auðvitað farið svo að Chris láti ekkert sjá sig. „Það myndi alltaf teljast til góðra frétta, ekki síst nú á þessum síðustu og verstu tímum, sé aftur horft á hlutina með augum íbúa sunnan- og vestanlands. Eina sem við getum gert er að bíða og sjá hvað gerist,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu en víða bjartviðri austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á föstudag:Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en dregur úr úrkomu með deginum, einkum sunnan- og austanlands.Á sunnudag og mánudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli vætu um norðanvert landið en rofar víða til sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.Á þriðjudag:Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og þurrt sunnan- og vestanlands, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Veðurstofan varar ferðalanga við strekkingsvindi á landinu í dag, sérstaklega á heiðum norðvestantil og á norðanverðu Snæfellsnesi. Gert er þó ráð fyrir því að vindur hafi að mestu gengið niður eftir hádegi í dag. Engu að síður ætti fólk að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er í hann og á það ekki síst við um léttari farartæki og tengivagna eins og til dæmis húsbíla og hjólhýsi. Að öðru leyti er allt heldur hefðbundið í spákortum Veðurstofunnar fyrir daginn í dag. Það mun rigna víða um land en íbúar Austurlands ættu þó sennilega að haldast nokkuð þurrir. Þeir mega jafnframt búast við að allt að 20 stiga hita í dag. Morgundagurinn verður síðan heilt yfir ágætur, að sögn veðurfræðings. Hæg vestanátt með skýjaþykkni um landið vestanvert en þó ætti að haldast þurrt. Léttskýjað fyrir austan og áfram hlýtt. Það er svo aftur bleyta í kortunum sunnan- og vestanlands á föstudag, en á laugardaginn virðist sem rignt geti duglega á flesta ef ekki alla landsmenn.Hvað gerir Chris? Hvað sunnudagurinn ber í skauti sér er þó erfiðara að segja til um. „Fellibylurinn Chris, sem staddur er nú vestur af Norður-Karólínu, ræður þar nokkru um og ruglar spár í ríminu, eins og fellibyljir vilja oft gera. Spárnar eru nú að gefa til kynna að leifar fellibylsins muni koma upp að strönd Íslands á sunnudaginn, en misjafnt er hvort að strandhöggið verði við suður- eða austurströndina,“ segir veðurfræðingur. Hann bætir við að Chris muni þó sennilega ekki gera mikið af sér hér á landi. Ef hann lætur á sér kræla verður fyrst og fremst um að ræða „hraustlegan skammt af rigningu með strekkingsvindi.“ Svo gæti auðvitað farið svo að Chris láti ekkert sjá sig. „Það myndi alltaf teljast til góðra frétta, ekki síst nú á þessum síðustu og verstu tímum, sé aftur horft á hlutina með augum íbúa sunnan- og vestanlands. Eina sem við getum gert er að bíða og sjá hvað gerist,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu en víða bjartviðri austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á föstudag:Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en dregur úr úrkomu með deginum, einkum sunnan- og austanlands.Á sunnudag og mánudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli vætu um norðanvert landið en rofar víða til sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.Á þriðjudag:Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og þurrt sunnan- og vestanlands, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira