Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 12:57 Trump ræddi við fréttamenn áður en hann yfirgaf Hvíta húsið á leið til Evrópu í morgun. Eiginkona hans Melania var með í för. Vísir/EPA Fundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta með Vladímír Pútín, forseta Rússlands, gæti orðið auðveldari en fundir með leiðtogum helstu bandalagsríkja Bandaríkjanna í Evrópu til áratuga. Þetta sagði forsetinn við fréttamenn rétt áður en hann flaug af stað yfir Atlantshafið í dag. Trump er á leið á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel og í opinbera heimsókn til Bretlands. Hann og Pútín Rússlandsforseti hittast síðan í Helsinki á mánudag. Búist er við miklum mótmælum á Bretlandi gegn Trump og þá hefur hann ítrekað agnúast út í bandalagsríkin í Nató. Bandaríkjaforseti hefur þannig endurtekið baunað á Evrópuríkin fyrir að leggja ekki nógu mikið fé í eigin heri. Natóríkin fái mun meira út úr hernaðarbandalaginu en Bandaríkin sem þó greiði mest til þess. Hann sendi leiðtogum nokkurra Natóríkja bréf nýlega þar sem hann skammaði þau fyrir að standa ekki við loforð um aukin hernaðarútgjöld. Verndartollar sem Trump hefur skellt á innfluttar vörur frá bandamönnum sínum hafa ekki bætt samskiptin á milli bandarískra og evrópskra stjórnvalda.Endurtók ítrekaða gagnrýni á bandamenn Trump virtist vitna til ágreiningsins og glundroða innan bresku ríkisstjórnarinnar vegna Brexit þegar hann ræddi við fréttamenn áður en hann steig upp í forsetaflugvélina í dag. „Ég er með Nató, ég er með Bretland, sem er í nokkru uppnámi, og ég er með Pútín. Hreinskilnislega þá gæti Pútín verið auðveldastur þeirra. Hver hefði haldið það? Hver hefði haldið það?“ sagði Trump og Politico hefur eftir. Bandarísk yfirvöld beita Rússa nú fjölda viðskiptaþvingana og refsiaðgerða, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, taugaeitursárásar á Bretlandi og afskipta af forsetakosningunum árið 2016. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Trump endurtók gagnrýni sína á Natóríki og sakaði þau um að koma fram við Bandaríkin á „ósanngjarnan“ hátt. Hamraði hann á því í tístum rétt fyrir brottför.NATO countries must pay MORE, the United States must pay LESS. Very Unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018 Óttast að Pútín fái sínu fram með því að skjalla Trump Trump hefur ennfremur ítrekað tekið upp hanskann fyrir Pútín. Hann hefur vísað til þess að Pútín hafi neitað því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, jafnvel þó að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi fullyrt að Rússar hafi reynt að hjálpa framboði Trump. Eftir að Pútín var endurkjörinn forseti í mars óskaði Trump honum til hamingju í símtali, þrátt fyrir að ráðgjafar hans hafi sérstaklega ráðlagt honum að gera það ekki. Sagt hefur verið frá því að Trump hafi sagt leiðtogum G7-ríkjanna á spennufundi í síðasta mánuði að Krímskagi ætti að tilheyra Rússlandi því að meirihluti fólks þar talaði rússnesku. Hann vildi einnig hleypa Rússum aftur inn í G7-hópinn. Rússum var vísað úr honum eftir að þeir innlimuðu skagann. Þetta hefur leitt til þess að leiðtogar Evrópuríkja óttast að Trump gæti brotið samstöðu vestrænna ríkja gegn framferði Rússa, til dæmis með því að fallast á að hætta refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga, þegar hann hittir Pútín í næstu viku. Pútín gæti reynt að höfða til hégómakenndar bandaríska forsetans til þess að ná sínu fram. Vísa þeir til þess að þegar Trump hitti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í síðasta mánuði tilkynnti hann skyndilega um að Bandaríkin myndu hætta við fyrirhugaðar heræfingar með Suður-Kóreu án þess að ráðfæra sig fyrst við þarlend stjórnvöld eða eigin varnarmálaráðuneyti. Að sama skapi gæti Trump ákveðið að hætta einhliða við sameiginlegar heræfingar Natóríkja. Þá óttast Evrópumenn að Trump reyni að tengja saman viðskipta- og öryggissamband Bandaríkjanna og Evrópu líkt og hann hefur þegar gert í samskiptum sínum við Suður-Kóreu og Japan. „Áður fyrr efaðist Evrópa ekki um að hagsmunir og gildi Bandaríkjanna féllu í grundvallaratriðum að þeirra. Nú velta þau fyrir sér hvort að þau geti reitt sig á okkur í neyð án þess að við könnum fyrst hvort að þau hafi staðið skil á leigunni eða greiðslum. Hnignun trausts er greinileg,“ segir Daniel Price, fyrrverandi efnahagsráðgjafi George W. Bush við New York Times. Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump segir „allt í fína“ með Pútín Bandaríkjaforseti tók upp hanskann fyrir rússneskan starfsbróður sinn á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gær. 6. júlí 2018 12:55 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Fundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta með Vladímír Pútín, forseta Rússlands, gæti orðið auðveldari en fundir með leiðtogum helstu bandalagsríkja Bandaríkjanna í Evrópu til áratuga. Þetta sagði forsetinn við fréttamenn rétt áður en hann flaug af stað yfir Atlantshafið í dag. Trump er á leið á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel og í opinbera heimsókn til Bretlands. Hann og Pútín Rússlandsforseti hittast síðan í Helsinki á mánudag. Búist er við miklum mótmælum á Bretlandi gegn Trump og þá hefur hann ítrekað agnúast út í bandalagsríkin í Nató. Bandaríkjaforseti hefur þannig endurtekið baunað á Evrópuríkin fyrir að leggja ekki nógu mikið fé í eigin heri. Natóríkin fái mun meira út úr hernaðarbandalaginu en Bandaríkin sem þó greiði mest til þess. Hann sendi leiðtogum nokkurra Natóríkja bréf nýlega þar sem hann skammaði þau fyrir að standa ekki við loforð um aukin hernaðarútgjöld. Verndartollar sem Trump hefur skellt á innfluttar vörur frá bandamönnum sínum hafa ekki bætt samskiptin á milli bandarískra og evrópskra stjórnvalda.Endurtók ítrekaða gagnrýni á bandamenn Trump virtist vitna til ágreiningsins og glundroða innan bresku ríkisstjórnarinnar vegna Brexit þegar hann ræddi við fréttamenn áður en hann steig upp í forsetaflugvélina í dag. „Ég er með Nató, ég er með Bretland, sem er í nokkru uppnámi, og ég er með Pútín. Hreinskilnislega þá gæti Pútín verið auðveldastur þeirra. Hver hefði haldið það? Hver hefði haldið það?“ sagði Trump og Politico hefur eftir. Bandarísk yfirvöld beita Rússa nú fjölda viðskiptaþvingana og refsiaðgerða, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, taugaeitursárásar á Bretlandi og afskipta af forsetakosningunum árið 2016. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Trump endurtók gagnrýni sína á Natóríki og sakaði þau um að koma fram við Bandaríkin á „ósanngjarnan“ hátt. Hamraði hann á því í tístum rétt fyrir brottför.NATO countries must pay MORE, the United States must pay LESS. Very Unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018 Óttast að Pútín fái sínu fram með því að skjalla Trump Trump hefur ennfremur ítrekað tekið upp hanskann fyrir Pútín. Hann hefur vísað til þess að Pútín hafi neitað því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, jafnvel þó að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi fullyrt að Rússar hafi reynt að hjálpa framboði Trump. Eftir að Pútín var endurkjörinn forseti í mars óskaði Trump honum til hamingju í símtali, þrátt fyrir að ráðgjafar hans hafi sérstaklega ráðlagt honum að gera það ekki. Sagt hefur verið frá því að Trump hafi sagt leiðtogum G7-ríkjanna á spennufundi í síðasta mánuði að Krímskagi ætti að tilheyra Rússlandi því að meirihluti fólks þar talaði rússnesku. Hann vildi einnig hleypa Rússum aftur inn í G7-hópinn. Rússum var vísað úr honum eftir að þeir innlimuðu skagann. Þetta hefur leitt til þess að leiðtogar Evrópuríkja óttast að Trump gæti brotið samstöðu vestrænna ríkja gegn framferði Rússa, til dæmis með því að fallast á að hætta refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga, þegar hann hittir Pútín í næstu viku. Pútín gæti reynt að höfða til hégómakenndar bandaríska forsetans til þess að ná sínu fram. Vísa þeir til þess að þegar Trump hitti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í síðasta mánuði tilkynnti hann skyndilega um að Bandaríkin myndu hætta við fyrirhugaðar heræfingar með Suður-Kóreu án þess að ráðfæra sig fyrst við þarlend stjórnvöld eða eigin varnarmálaráðuneyti. Að sama skapi gæti Trump ákveðið að hætta einhliða við sameiginlegar heræfingar Natóríkja. Þá óttast Evrópumenn að Trump reyni að tengja saman viðskipta- og öryggissamband Bandaríkjanna og Evrópu líkt og hann hefur þegar gert í samskiptum sínum við Suður-Kóreu og Japan. „Áður fyrr efaðist Evrópa ekki um að hagsmunir og gildi Bandaríkjanna féllu í grundvallaratriðum að þeirra. Nú velta þau fyrir sér hvort að þau geti reitt sig á okkur í neyð án þess að við könnum fyrst hvort að þau hafi staðið skil á leigunni eða greiðslum. Hnignun trausts er greinileg,“ segir Daniel Price, fyrrverandi efnahagsráðgjafi George W. Bush við New York Times.
Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump segir „allt í fína“ með Pútín Bandaríkjaforseti tók upp hanskann fyrir rússneskan starfsbróður sinn á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gær. 6. júlí 2018 12:55 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Trump segir „allt í fína“ með Pútín Bandaríkjaforseti tók upp hanskann fyrir rússneskan starfsbróður sinn á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gær. 6. júlí 2018 12:55