Mikilvægi ljósmæðra í þjónustu við nýfædd börn Þórður Þórkelsson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Ljósmóðurstarfið er fjölbreytt. Auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð er stór hluti af starfsskyldum ljósmæðra eftirlit og umönnun hins nýfædda barns. Má þar nefna aðstoð við brjóstagjöf og umönnun barna sem eru létt við fæðingu. Fylgjast þarf með blóðsykri hjá börnum mæðra með sykursýki á meðgöngunni og sjá til þess að þau nærist vel. Mæla þarf reglulega lífsmörk hjá börnum sem eru í hættu á að fá sýkingu, til dæmis ef móðirin var með hita í fæðingunni eða er með streptókokka í fæðingarvegi. Einnig má nefna að nýlega var farið að skima alla nýbura fyrir alvarlegum hjartasjúkdómum með mælingu á súrefnismettun, nokkuð sem er í höndum ljósmæðra. Eftir útskrift sinna ljósmæður móður og barni næstu daga í heimahúsi. Augljóst er hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð nýburans og eiga ljósmæður tvímælalaust stóran þátt í þeim góða árangri sem við getum státað okkur af og kristallast í hinum lága ungbarnadauða hér á landi. Um tíma hefur staðið yfir átak á Landspítalanum sem miðar að því að tryggja samveru móður og barns eins og kostur er. Í því felst meðal annars að nú er fylgst með nýburum sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda á fæðingarvakt eða sængurlegudeild. Þetta eru börn sem áður voru tekin inn á Vökudeild en geta nú verið hjá foreldrum sínum þar sem fylgst er með þeim með viðeigandi tækjabúnaði. Eftirlitið er í höndum viðkomandi ljósmóður með aðkomu hjúkrunarfræðings á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Ein er sú ógn sem steðjar að íslensku heilbrigðiskerfi, en það er atgervisflótti. Vel menntað starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu sækir í önnur störf, einkum vegna óánægju með launakjör og oft einnig vegna mikils álags. Eins og gefur að skilja hefur það í för með sér skerta þjónustu og getur það tekið langan tíma að þjálfa upp nýtt fagfólk í viðkomandi störf. Því er brýnt að við gerum eins vel við heilbrigðisstarfsfólk og kostur er því mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Nú hafa uppsagnir allmargra ljósmæðra á Landspítalanum tekið gildi og fleiri fylgja í kjölfarið. Spítalinn hefur brugðist við með aðgerðaráætlun til að tryggja öryggi mæðra og barna þeirra. Hins vegar liggur í augum uppi að það kemur að því að þær ráðstafanir nægja ekki lengur og viljum við ekki þurfa að standa frammi fyrir slíku. Því er brýnt að samningsaðilar leggi kapp á að ná samningum sem allra fyrst áður en í óefni er komið.Höfundur er yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ljósmóðurstarfið er fjölbreytt. Auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð er stór hluti af starfsskyldum ljósmæðra eftirlit og umönnun hins nýfædda barns. Má þar nefna aðstoð við brjóstagjöf og umönnun barna sem eru létt við fæðingu. Fylgjast þarf með blóðsykri hjá börnum mæðra með sykursýki á meðgöngunni og sjá til þess að þau nærist vel. Mæla þarf reglulega lífsmörk hjá börnum sem eru í hættu á að fá sýkingu, til dæmis ef móðirin var með hita í fæðingunni eða er með streptókokka í fæðingarvegi. Einnig má nefna að nýlega var farið að skima alla nýbura fyrir alvarlegum hjartasjúkdómum með mælingu á súrefnismettun, nokkuð sem er í höndum ljósmæðra. Eftir útskrift sinna ljósmæður móður og barni næstu daga í heimahúsi. Augljóst er hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð nýburans og eiga ljósmæður tvímælalaust stóran þátt í þeim góða árangri sem við getum státað okkur af og kristallast í hinum lága ungbarnadauða hér á landi. Um tíma hefur staðið yfir átak á Landspítalanum sem miðar að því að tryggja samveru móður og barns eins og kostur er. Í því felst meðal annars að nú er fylgst með nýburum sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda á fæðingarvakt eða sængurlegudeild. Þetta eru börn sem áður voru tekin inn á Vökudeild en geta nú verið hjá foreldrum sínum þar sem fylgst er með þeim með viðeigandi tækjabúnaði. Eftirlitið er í höndum viðkomandi ljósmóður með aðkomu hjúkrunarfræðings á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Ein er sú ógn sem steðjar að íslensku heilbrigðiskerfi, en það er atgervisflótti. Vel menntað starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu sækir í önnur störf, einkum vegna óánægju með launakjör og oft einnig vegna mikils álags. Eins og gefur að skilja hefur það í för með sér skerta þjónustu og getur það tekið langan tíma að þjálfa upp nýtt fagfólk í viðkomandi störf. Því er brýnt að við gerum eins vel við heilbrigðisstarfsfólk og kostur er því mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Nú hafa uppsagnir allmargra ljósmæðra á Landspítalanum tekið gildi og fleiri fylgja í kjölfarið. Spítalinn hefur brugðist við með aðgerðaráætlun til að tryggja öryggi mæðra og barna þeirra. Hins vegar liggur í augum uppi að það kemur að því að þær ráðstafanir nægja ekki lengur og viljum við ekki þurfa að standa frammi fyrir slíku. Því er brýnt að samningsaðilar leggi kapp á að ná samningum sem allra fyrst áður en í óefni er komið.Höfundur er yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítalans
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun