Næsti bær við Norðurlönd Þorvaldur Gylfason skrifar 26. júlí 2018 07:00 Brisbane – Konur höfðu ekki kosningarrétt í Grikklandi til forna eða í Róm og ekki heldur í Bandaríkjunum og Evrópu þegar lýðræði ruddi sér þar til rúms á 19. öld. Fyrstir til að veita konum kosningarrétt á landsvísu urðu Ný-Sjálendingar 1892, síðan komu Ástralar 1902, Finnar 1906, Norðmenn 1913 og Danir og Íslendingar 1915. Til samanburðar fengu konur í Sádi-Arabíu ekki kosningarrétt fyrr en 2015 og þá aðeins til sveitarstjórna; kosningarréttur karla þar er einnig bundinn við sveitarstjórnir. Hér segir frekar frá Ástralíu.Ástralíu vegnar vel Ástralía er næsti bær við Norðurlönd. Áströlum hefur vegnað vel frá aldamótunum 1900 þegar þeir stofnuðu sambandsríki sitt í núverandi mynd. Svo vel hefur þeim vegnað að Ástralía hefur staðið þétt við hlið Noregs skv. velferðarvísitölu Sameinuðu þjóðanna (e. Human Development Index) frá því mælingar hófust 1990. Þessi vísitala tekur mið af tekjum, menntun og heilbrigði þar eð tekjur í þröngum skilningi segja ekki allt sem segja þarf um afkomu fólks. Noregur hefur allar götur frá 2001 skipað efsta sæti velferðarlistans sem nær yfir flestar þjóðir heimsins. Nú skipar Ástralía annað sæti listans skv. nýjustu tölum SÞ frá 2015. Meðaltekjur Ástrala eru að vísu ekki næsthæstar í heimi. Það sem lyftir þeim upp í annað sæti er mikil rækt við menntun og heilbrigði. Ástralar búa við svipað langlífi og Íslendingar að meðaltali, 82-83 ár á móti 79 árum í Bandaríkjunum. Ástralíu vantar tvö stig upp á fullt hús stiga skv. lýðræðisvísitölu Freedom House, fær 98 stig af 100 borið saman við 100 í Noregi, 95 á Íslandi og 86 í Bandaríkjunum. Ástralía missir tvö stig vegna eftirstöðva gamals misréttis sem afkomendur frumbyggja landsins hafa mátt þola. Þeir telja um 3% mannfjöldans sem er 25 milljónir. Ójöfnuður í tekjuskiptingu er minni í Ástralíu en í Bretlandi, Kanada og Írlandi og mun minni en í Bandaríkjunum ef miðað er við hlutdeild tekjuhæsta hundraðshluta heimilanna í heildartekjum. Ójöfnuðurinn er þó meiri en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Raðval Ástralar búa við sams konar flokkakerfi og Bretar þar sem tveir flokkar gnæfa yfir einn eða fleiri smáflokka. Brezka kosningakerfið byggir á einmenningskjördæmum og færir smáflokkum miklu færri þingsæti en svarar til kjörfylgis þeirra. Brezkar ríkisstjórnir hafa því iðulega minni hluta kjósenda að baki sér. Ástralar hafa annan hátt á. Þeir styðjast við raðval (e. ranked-choice voting) sem leyfir kjósendum að raða flokkum og frambjóðendum í forgangsröð til að halda fjölda ónýtra atkvæða í lágmarki. Þessi aðferð leyfir kjósendum minni flokka að gera einnig upp á milli stóru flokkanna og eyðir þannig áhyggjum kjósenda af að þeir kasti atkvæðum sínum á glæ með því að fylgja sannfæringu sinni. Kerfið tryggir að ríkisstjórnir Ástralíu hafa nær alltaf meiri hluta kjósenda að baki sér. Verkamannaflokkurinn annars vegar og hins vegar Frjálslyndi flokkurinn og Þjóðarflokkurinn sem er miklu minni hafa skipzt á að stjórna landinu frá 1972, nokkurn veginn jafnlengi hvor fylking um sig. Raðval færist í vöxt um heiminn og var t.d. notað við stjórnlagaþingskosninguna á Íslandi 2010. Kosningaskylda Þetta er ekki allt. Ástralar innleiddu kosningaskyldu 1924. Æ síðan hefur áströlskum kjósendum borið lagaskylda til að mæta á kjörstað. Við þessa breytingu jókst kjörsókn í þingkosningum úr 59% 1922 í 91% 1925 og hefur jafnan síðan verið á því róli. Tilgangurinn með breytingunni var samt ekki að örva kjörsókn, heldur bæta lýðræðið. Vissulega felst í því frelsisskerðing að þurfa að mæta á kjörstað líkt og það skerðir frelsi manna að þurfa að greiða skatta, gegna skólaskyldu og herþjónustu, sitja í kviðdómi o.s.frv. Málið snýst um að skylda menn með lögum til að una minni háttar frelsisskerðingu til að tryggja framgang mikilvægra samfélagsmarkmiða. Þetta er hugsunin á bak við lögboðna kosningaskyldu. Sumir eru andvígir kosningaskyldunni og telja að sumt fólk eigi ekkert erindi á kjörstað. Aðrir telja reynsluna sýna að stjórnvöld taki meira tillit til allra kjósenda þegar öllum er skylt að kjósa. Enn aðrir benda á að tiltölulega fáir Ástralar eru flokksbundnir, þeir þurfa þess ekki þar eð einn tilgangur stjórnmálaflokka er að smala kjósendum á kjörstað. Smölun á kjörstað með tilheyrandi kostnaði er óþörf þegar lögin kveða á um kosningaskyldu að viðlögðum sektum. Kosningaskylda hneigist því til að draga úr veldi stjórnmálaflokka. Stjórnvöld í Ástralíu reyna að gera mönnum eins auðvelt að kjósa og framast er unnt í svo dreifbýlu landi. Kosningaskylda kallar á að framkvæmd kosninga njóti trausts. Kosningaskylda er lögboðin m.a. í Argentínu, Belgíu, Brasilíu, Lúxemborg og Singapúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Brisbane – Konur höfðu ekki kosningarrétt í Grikklandi til forna eða í Róm og ekki heldur í Bandaríkjunum og Evrópu þegar lýðræði ruddi sér þar til rúms á 19. öld. Fyrstir til að veita konum kosningarrétt á landsvísu urðu Ný-Sjálendingar 1892, síðan komu Ástralar 1902, Finnar 1906, Norðmenn 1913 og Danir og Íslendingar 1915. Til samanburðar fengu konur í Sádi-Arabíu ekki kosningarrétt fyrr en 2015 og þá aðeins til sveitarstjórna; kosningarréttur karla þar er einnig bundinn við sveitarstjórnir. Hér segir frekar frá Ástralíu.Ástralíu vegnar vel Ástralía er næsti bær við Norðurlönd. Áströlum hefur vegnað vel frá aldamótunum 1900 þegar þeir stofnuðu sambandsríki sitt í núverandi mynd. Svo vel hefur þeim vegnað að Ástralía hefur staðið þétt við hlið Noregs skv. velferðarvísitölu Sameinuðu þjóðanna (e. Human Development Index) frá því mælingar hófust 1990. Þessi vísitala tekur mið af tekjum, menntun og heilbrigði þar eð tekjur í þröngum skilningi segja ekki allt sem segja þarf um afkomu fólks. Noregur hefur allar götur frá 2001 skipað efsta sæti velferðarlistans sem nær yfir flestar þjóðir heimsins. Nú skipar Ástralía annað sæti listans skv. nýjustu tölum SÞ frá 2015. Meðaltekjur Ástrala eru að vísu ekki næsthæstar í heimi. Það sem lyftir þeim upp í annað sæti er mikil rækt við menntun og heilbrigði. Ástralar búa við svipað langlífi og Íslendingar að meðaltali, 82-83 ár á móti 79 árum í Bandaríkjunum. Ástralíu vantar tvö stig upp á fullt hús stiga skv. lýðræðisvísitölu Freedom House, fær 98 stig af 100 borið saman við 100 í Noregi, 95 á Íslandi og 86 í Bandaríkjunum. Ástralía missir tvö stig vegna eftirstöðva gamals misréttis sem afkomendur frumbyggja landsins hafa mátt þola. Þeir telja um 3% mannfjöldans sem er 25 milljónir. Ójöfnuður í tekjuskiptingu er minni í Ástralíu en í Bretlandi, Kanada og Írlandi og mun minni en í Bandaríkjunum ef miðað er við hlutdeild tekjuhæsta hundraðshluta heimilanna í heildartekjum. Ójöfnuðurinn er þó meiri en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Raðval Ástralar búa við sams konar flokkakerfi og Bretar þar sem tveir flokkar gnæfa yfir einn eða fleiri smáflokka. Brezka kosningakerfið byggir á einmenningskjördæmum og færir smáflokkum miklu færri þingsæti en svarar til kjörfylgis þeirra. Brezkar ríkisstjórnir hafa því iðulega minni hluta kjósenda að baki sér. Ástralar hafa annan hátt á. Þeir styðjast við raðval (e. ranked-choice voting) sem leyfir kjósendum að raða flokkum og frambjóðendum í forgangsröð til að halda fjölda ónýtra atkvæða í lágmarki. Þessi aðferð leyfir kjósendum minni flokka að gera einnig upp á milli stóru flokkanna og eyðir þannig áhyggjum kjósenda af að þeir kasti atkvæðum sínum á glæ með því að fylgja sannfæringu sinni. Kerfið tryggir að ríkisstjórnir Ástralíu hafa nær alltaf meiri hluta kjósenda að baki sér. Verkamannaflokkurinn annars vegar og hins vegar Frjálslyndi flokkurinn og Þjóðarflokkurinn sem er miklu minni hafa skipzt á að stjórna landinu frá 1972, nokkurn veginn jafnlengi hvor fylking um sig. Raðval færist í vöxt um heiminn og var t.d. notað við stjórnlagaþingskosninguna á Íslandi 2010. Kosningaskylda Þetta er ekki allt. Ástralar innleiddu kosningaskyldu 1924. Æ síðan hefur áströlskum kjósendum borið lagaskylda til að mæta á kjörstað. Við þessa breytingu jókst kjörsókn í þingkosningum úr 59% 1922 í 91% 1925 og hefur jafnan síðan verið á því róli. Tilgangurinn með breytingunni var samt ekki að örva kjörsókn, heldur bæta lýðræðið. Vissulega felst í því frelsisskerðing að þurfa að mæta á kjörstað líkt og það skerðir frelsi manna að þurfa að greiða skatta, gegna skólaskyldu og herþjónustu, sitja í kviðdómi o.s.frv. Málið snýst um að skylda menn með lögum til að una minni háttar frelsisskerðingu til að tryggja framgang mikilvægra samfélagsmarkmiða. Þetta er hugsunin á bak við lögboðna kosningaskyldu. Sumir eru andvígir kosningaskyldunni og telja að sumt fólk eigi ekkert erindi á kjörstað. Aðrir telja reynsluna sýna að stjórnvöld taki meira tillit til allra kjósenda þegar öllum er skylt að kjósa. Enn aðrir benda á að tiltölulega fáir Ástralar eru flokksbundnir, þeir þurfa þess ekki þar eð einn tilgangur stjórnmálaflokka er að smala kjósendum á kjörstað. Smölun á kjörstað með tilheyrandi kostnaði er óþörf þegar lögin kveða á um kosningaskyldu að viðlögðum sektum. Kosningaskylda hneigist því til að draga úr veldi stjórnmálaflokka. Stjórnvöld í Ástralíu reyna að gera mönnum eins auðvelt að kjósa og framast er unnt í svo dreifbýlu landi. Kosningaskylda kallar á að framkvæmd kosninga njóti trausts. Kosningaskylda er lögboðin m.a. í Argentínu, Belgíu, Brasilíu, Lúxemborg og Singapúr.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar