Næsti bær við Norðurlönd Þorvaldur Gylfason skrifar 26. júlí 2018 07:00 Brisbane – Konur höfðu ekki kosningarrétt í Grikklandi til forna eða í Róm og ekki heldur í Bandaríkjunum og Evrópu þegar lýðræði ruddi sér þar til rúms á 19. öld. Fyrstir til að veita konum kosningarrétt á landsvísu urðu Ný-Sjálendingar 1892, síðan komu Ástralar 1902, Finnar 1906, Norðmenn 1913 og Danir og Íslendingar 1915. Til samanburðar fengu konur í Sádi-Arabíu ekki kosningarrétt fyrr en 2015 og þá aðeins til sveitarstjórna; kosningarréttur karla þar er einnig bundinn við sveitarstjórnir. Hér segir frekar frá Ástralíu.Ástralíu vegnar vel Ástralía er næsti bær við Norðurlönd. Áströlum hefur vegnað vel frá aldamótunum 1900 þegar þeir stofnuðu sambandsríki sitt í núverandi mynd. Svo vel hefur þeim vegnað að Ástralía hefur staðið þétt við hlið Noregs skv. velferðarvísitölu Sameinuðu þjóðanna (e. Human Development Index) frá því mælingar hófust 1990. Þessi vísitala tekur mið af tekjum, menntun og heilbrigði þar eð tekjur í þröngum skilningi segja ekki allt sem segja þarf um afkomu fólks. Noregur hefur allar götur frá 2001 skipað efsta sæti velferðarlistans sem nær yfir flestar þjóðir heimsins. Nú skipar Ástralía annað sæti listans skv. nýjustu tölum SÞ frá 2015. Meðaltekjur Ástrala eru að vísu ekki næsthæstar í heimi. Það sem lyftir þeim upp í annað sæti er mikil rækt við menntun og heilbrigði. Ástralar búa við svipað langlífi og Íslendingar að meðaltali, 82-83 ár á móti 79 árum í Bandaríkjunum. Ástralíu vantar tvö stig upp á fullt hús stiga skv. lýðræðisvísitölu Freedom House, fær 98 stig af 100 borið saman við 100 í Noregi, 95 á Íslandi og 86 í Bandaríkjunum. Ástralía missir tvö stig vegna eftirstöðva gamals misréttis sem afkomendur frumbyggja landsins hafa mátt þola. Þeir telja um 3% mannfjöldans sem er 25 milljónir. Ójöfnuður í tekjuskiptingu er minni í Ástralíu en í Bretlandi, Kanada og Írlandi og mun minni en í Bandaríkjunum ef miðað er við hlutdeild tekjuhæsta hundraðshluta heimilanna í heildartekjum. Ójöfnuðurinn er þó meiri en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Raðval Ástralar búa við sams konar flokkakerfi og Bretar þar sem tveir flokkar gnæfa yfir einn eða fleiri smáflokka. Brezka kosningakerfið byggir á einmenningskjördæmum og færir smáflokkum miklu færri þingsæti en svarar til kjörfylgis þeirra. Brezkar ríkisstjórnir hafa því iðulega minni hluta kjósenda að baki sér. Ástralar hafa annan hátt á. Þeir styðjast við raðval (e. ranked-choice voting) sem leyfir kjósendum að raða flokkum og frambjóðendum í forgangsröð til að halda fjölda ónýtra atkvæða í lágmarki. Þessi aðferð leyfir kjósendum minni flokka að gera einnig upp á milli stóru flokkanna og eyðir þannig áhyggjum kjósenda af að þeir kasti atkvæðum sínum á glæ með því að fylgja sannfæringu sinni. Kerfið tryggir að ríkisstjórnir Ástralíu hafa nær alltaf meiri hluta kjósenda að baki sér. Verkamannaflokkurinn annars vegar og hins vegar Frjálslyndi flokkurinn og Þjóðarflokkurinn sem er miklu minni hafa skipzt á að stjórna landinu frá 1972, nokkurn veginn jafnlengi hvor fylking um sig. Raðval færist í vöxt um heiminn og var t.d. notað við stjórnlagaþingskosninguna á Íslandi 2010. Kosningaskylda Þetta er ekki allt. Ástralar innleiddu kosningaskyldu 1924. Æ síðan hefur áströlskum kjósendum borið lagaskylda til að mæta á kjörstað. Við þessa breytingu jókst kjörsókn í þingkosningum úr 59% 1922 í 91% 1925 og hefur jafnan síðan verið á því róli. Tilgangurinn með breytingunni var samt ekki að örva kjörsókn, heldur bæta lýðræðið. Vissulega felst í því frelsisskerðing að þurfa að mæta á kjörstað líkt og það skerðir frelsi manna að þurfa að greiða skatta, gegna skólaskyldu og herþjónustu, sitja í kviðdómi o.s.frv. Málið snýst um að skylda menn með lögum til að una minni háttar frelsisskerðingu til að tryggja framgang mikilvægra samfélagsmarkmiða. Þetta er hugsunin á bak við lögboðna kosningaskyldu. Sumir eru andvígir kosningaskyldunni og telja að sumt fólk eigi ekkert erindi á kjörstað. Aðrir telja reynsluna sýna að stjórnvöld taki meira tillit til allra kjósenda þegar öllum er skylt að kjósa. Enn aðrir benda á að tiltölulega fáir Ástralar eru flokksbundnir, þeir þurfa þess ekki þar eð einn tilgangur stjórnmálaflokka er að smala kjósendum á kjörstað. Smölun á kjörstað með tilheyrandi kostnaði er óþörf þegar lögin kveða á um kosningaskyldu að viðlögðum sektum. Kosningaskylda hneigist því til að draga úr veldi stjórnmálaflokka. Stjórnvöld í Ástralíu reyna að gera mönnum eins auðvelt að kjósa og framast er unnt í svo dreifbýlu landi. Kosningaskylda kallar á að framkvæmd kosninga njóti trausts. Kosningaskylda er lögboðin m.a. í Argentínu, Belgíu, Brasilíu, Lúxemborg og Singapúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Brisbane – Konur höfðu ekki kosningarrétt í Grikklandi til forna eða í Róm og ekki heldur í Bandaríkjunum og Evrópu þegar lýðræði ruddi sér þar til rúms á 19. öld. Fyrstir til að veita konum kosningarrétt á landsvísu urðu Ný-Sjálendingar 1892, síðan komu Ástralar 1902, Finnar 1906, Norðmenn 1913 og Danir og Íslendingar 1915. Til samanburðar fengu konur í Sádi-Arabíu ekki kosningarrétt fyrr en 2015 og þá aðeins til sveitarstjórna; kosningarréttur karla þar er einnig bundinn við sveitarstjórnir. Hér segir frekar frá Ástralíu.Ástralíu vegnar vel Ástralía er næsti bær við Norðurlönd. Áströlum hefur vegnað vel frá aldamótunum 1900 þegar þeir stofnuðu sambandsríki sitt í núverandi mynd. Svo vel hefur þeim vegnað að Ástralía hefur staðið þétt við hlið Noregs skv. velferðarvísitölu Sameinuðu þjóðanna (e. Human Development Index) frá því mælingar hófust 1990. Þessi vísitala tekur mið af tekjum, menntun og heilbrigði þar eð tekjur í þröngum skilningi segja ekki allt sem segja þarf um afkomu fólks. Noregur hefur allar götur frá 2001 skipað efsta sæti velferðarlistans sem nær yfir flestar þjóðir heimsins. Nú skipar Ástralía annað sæti listans skv. nýjustu tölum SÞ frá 2015. Meðaltekjur Ástrala eru að vísu ekki næsthæstar í heimi. Það sem lyftir þeim upp í annað sæti er mikil rækt við menntun og heilbrigði. Ástralar búa við svipað langlífi og Íslendingar að meðaltali, 82-83 ár á móti 79 árum í Bandaríkjunum. Ástralíu vantar tvö stig upp á fullt hús stiga skv. lýðræðisvísitölu Freedom House, fær 98 stig af 100 borið saman við 100 í Noregi, 95 á Íslandi og 86 í Bandaríkjunum. Ástralía missir tvö stig vegna eftirstöðva gamals misréttis sem afkomendur frumbyggja landsins hafa mátt þola. Þeir telja um 3% mannfjöldans sem er 25 milljónir. Ójöfnuður í tekjuskiptingu er minni í Ástralíu en í Bretlandi, Kanada og Írlandi og mun minni en í Bandaríkjunum ef miðað er við hlutdeild tekjuhæsta hundraðshluta heimilanna í heildartekjum. Ójöfnuðurinn er þó meiri en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Raðval Ástralar búa við sams konar flokkakerfi og Bretar þar sem tveir flokkar gnæfa yfir einn eða fleiri smáflokka. Brezka kosningakerfið byggir á einmenningskjördæmum og færir smáflokkum miklu færri þingsæti en svarar til kjörfylgis þeirra. Brezkar ríkisstjórnir hafa því iðulega minni hluta kjósenda að baki sér. Ástralar hafa annan hátt á. Þeir styðjast við raðval (e. ranked-choice voting) sem leyfir kjósendum að raða flokkum og frambjóðendum í forgangsröð til að halda fjölda ónýtra atkvæða í lágmarki. Þessi aðferð leyfir kjósendum minni flokka að gera einnig upp á milli stóru flokkanna og eyðir þannig áhyggjum kjósenda af að þeir kasti atkvæðum sínum á glæ með því að fylgja sannfæringu sinni. Kerfið tryggir að ríkisstjórnir Ástralíu hafa nær alltaf meiri hluta kjósenda að baki sér. Verkamannaflokkurinn annars vegar og hins vegar Frjálslyndi flokkurinn og Þjóðarflokkurinn sem er miklu minni hafa skipzt á að stjórna landinu frá 1972, nokkurn veginn jafnlengi hvor fylking um sig. Raðval færist í vöxt um heiminn og var t.d. notað við stjórnlagaþingskosninguna á Íslandi 2010. Kosningaskylda Þetta er ekki allt. Ástralar innleiddu kosningaskyldu 1924. Æ síðan hefur áströlskum kjósendum borið lagaskylda til að mæta á kjörstað. Við þessa breytingu jókst kjörsókn í þingkosningum úr 59% 1922 í 91% 1925 og hefur jafnan síðan verið á því róli. Tilgangurinn með breytingunni var samt ekki að örva kjörsókn, heldur bæta lýðræðið. Vissulega felst í því frelsisskerðing að þurfa að mæta á kjörstað líkt og það skerðir frelsi manna að þurfa að greiða skatta, gegna skólaskyldu og herþjónustu, sitja í kviðdómi o.s.frv. Málið snýst um að skylda menn með lögum til að una minni háttar frelsisskerðingu til að tryggja framgang mikilvægra samfélagsmarkmiða. Þetta er hugsunin á bak við lögboðna kosningaskyldu. Sumir eru andvígir kosningaskyldunni og telja að sumt fólk eigi ekkert erindi á kjörstað. Aðrir telja reynsluna sýna að stjórnvöld taki meira tillit til allra kjósenda þegar öllum er skylt að kjósa. Enn aðrir benda á að tiltölulega fáir Ástralar eru flokksbundnir, þeir þurfa þess ekki þar eð einn tilgangur stjórnmálaflokka er að smala kjósendum á kjörstað. Smölun á kjörstað með tilheyrandi kostnaði er óþörf þegar lögin kveða á um kosningaskyldu að viðlögðum sektum. Kosningaskylda hneigist því til að draga úr veldi stjórnmálaflokka. Stjórnvöld í Ástralíu reyna að gera mönnum eins auðvelt að kjósa og framast er unnt í svo dreifbýlu landi. Kosningaskylda kallar á að framkvæmd kosninga njóti trausts. Kosningaskylda er lögboðin m.a. í Argentínu, Belgíu, Brasilíu, Lúxemborg og Singapúr.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun