Opið bréf til menntamálaráðherra Guðni Þór Þrándarson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Ég vil trúa því að þú einlæglega viljir bæta grunnskólana okkar. Flestir átta sig á því að skólakerfið er að mörgu leyti alveg úrelt og að það þyrfti að verða t.d. mikið einstaklingsmiðaðra. Þó er gríðarleg tregða í kerfiskörlunum okkar, þeim finnst þetta bara ágætt eins og það er, og ýmsar tilraunir til bóta enda í skýrslumýri eða verulega útþynntar. Ef við erum hreinskilin við okkur sjálf, ættum við foreldrar að viðurkenna að við erum búin að afhenda þeim alla ábyrgð (og þar með vald) yfir námi barnanna. Sumum finnst það ágætt, og bara fínt að geta unnið frá 8-16 alla virka daga. Þetta kemur hins vegar niður á frelsi barnanna og ábyrgð á eigin námi, sem er frumundirstaða góðs námsárangurs. Hvað höfum við svo upp úr því að vinna svona mikið, annað en háar vaxtagreiðslur, skatta o.s.frv.? Orðið skólafangelsun á vel við um ástand barnanna, því þau ráða hvorki hvort þau mæta þangað, né hvað þau gera þegar þangað er komið. Ein versta reglugerð landsins endurspeglar vandann: Reglugerð um heimakennslu gefur aðeins kennurum færi á þeim forréttindum að kenna heima, þótt starfandi séu réttindalausir kennarar í sumum skólum; skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Heimakennsla hefur mikla kosti og hún á að vera raunverulegur valkostur, en það er líka hægt að gera skólana sjálfa frjálsari. Heimakennsla tengir nemendur t.d. betur við nærsamfélagið sitt, og gerir þá færari í félagslegum samskiptum (öfugt við það sem margir halda). Það er hugmyndin á bak við Sudbury-skóla, sem byggja á jöfnum atkvæðisrétti kennara og nemenda, og því að nemendur hafi fulla stjórn á því hvað þeir vilji læra og hvenær þeir mæti til skóla (annar galli sem margoft hefur verið bent á er að íslenskir unglingar eru af lífeðlisfræðilegum ástæðum hálfsofandi fyrstu tíma dagsins). Það er ekki hægt að vera með slíka skóla í dag því aðalnámskráin gerir kröfur um tiltekið nám og ákveðnar matsaðferðir (próf o.þ.h.), en í Sudbury-kerfinu er enginn skyldaður í ákveðin fög eða próf. Slíkir skólar hafa skilað framúrskarandi nemendum víða um heim frá því sá fyrsti byrjaði 1968 í BNA. Grunnskólinn í Hrísey hafði það hugrekki að byrja með Sudbury-vikur í skólanum og áhugi stendur til að gera skólann að fullum Sudbury-skóla, sem myndi laða að fleiri börn í þetta viðkvæma samfélag. Áhættan af því að ráðast að fullu í þetta tilraunaverkefni hér er sama og engin, en ávinningurinn gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra skóla um allt land. Vonandi munt þú sýna pólitískt hugrekki og færa íslenska skólakerfið inn í 21. öldina.Höfundur er í Samtökum um betri skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Ég vil trúa því að þú einlæglega viljir bæta grunnskólana okkar. Flestir átta sig á því að skólakerfið er að mörgu leyti alveg úrelt og að það þyrfti að verða t.d. mikið einstaklingsmiðaðra. Þó er gríðarleg tregða í kerfiskörlunum okkar, þeim finnst þetta bara ágætt eins og það er, og ýmsar tilraunir til bóta enda í skýrslumýri eða verulega útþynntar. Ef við erum hreinskilin við okkur sjálf, ættum við foreldrar að viðurkenna að við erum búin að afhenda þeim alla ábyrgð (og þar með vald) yfir námi barnanna. Sumum finnst það ágætt, og bara fínt að geta unnið frá 8-16 alla virka daga. Þetta kemur hins vegar niður á frelsi barnanna og ábyrgð á eigin námi, sem er frumundirstaða góðs námsárangurs. Hvað höfum við svo upp úr því að vinna svona mikið, annað en háar vaxtagreiðslur, skatta o.s.frv.? Orðið skólafangelsun á vel við um ástand barnanna, því þau ráða hvorki hvort þau mæta þangað, né hvað þau gera þegar þangað er komið. Ein versta reglugerð landsins endurspeglar vandann: Reglugerð um heimakennslu gefur aðeins kennurum færi á þeim forréttindum að kenna heima, þótt starfandi séu réttindalausir kennarar í sumum skólum; skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Heimakennsla hefur mikla kosti og hún á að vera raunverulegur valkostur, en það er líka hægt að gera skólana sjálfa frjálsari. Heimakennsla tengir nemendur t.d. betur við nærsamfélagið sitt, og gerir þá færari í félagslegum samskiptum (öfugt við það sem margir halda). Það er hugmyndin á bak við Sudbury-skóla, sem byggja á jöfnum atkvæðisrétti kennara og nemenda, og því að nemendur hafi fulla stjórn á því hvað þeir vilji læra og hvenær þeir mæti til skóla (annar galli sem margoft hefur verið bent á er að íslenskir unglingar eru af lífeðlisfræðilegum ástæðum hálfsofandi fyrstu tíma dagsins). Það er ekki hægt að vera með slíka skóla í dag því aðalnámskráin gerir kröfur um tiltekið nám og ákveðnar matsaðferðir (próf o.þ.h.), en í Sudbury-kerfinu er enginn skyldaður í ákveðin fög eða próf. Slíkir skólar hafa skilað framúrskarandi nemendum víða um heim frá því sá fyrsti byrjaði 1968 í BNA. Grunnskólinn í Hrísey hafði það hugrekki að byrja með Sudbury-vikur í skólanum og áhugi stendur til að gera skólann að fullum Sudbury-skóla, sem myndi laða að fleiri börn í þetta viðkvæma samfélag. Áhættan af því að ráðast að fullu í þetta tilraunaverkefni hér er sama og engin, en ávinningurinn gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra skóla um allt land. Vonandi munt þú sýna pólitískt hugrekki og færa íslenska skólakerfið inn í 21. öldina.Höfundur er í Samtökum um betri skóla
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun