Bogfrymlarnir sem Sigmundur varaði við geta leitt til áhættusækni og MBA náms Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 19:59 Áhætta. Ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna bendir til þess að tengsl séu á milli bogfrymlasýkingar og áhættusækinnar hegðunar. Þeir sem hafa sýkst af bogfrymlasótt eru líklegri til að nema viðskiptafræði en aðrir og hlutfall smitaðra er hærra meðal fjárfesta og frumkvöðla en almennings. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.Bogfrymill er sníkjudýr sem oftast berst í mannfólk úr köttum og getur verið hættulegt þunguðum konum og fólki með skert ónæmiskerfi. Frumdýrið veldur svonefndir bogfrymlasótt og getur smitið einnig borist úr kjöti, grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, uppskar nokkuð háð þegar hann hafði orð á því í viðtali árið 2014 að bogfrymlasótt gæti borist úr erlendum kjötvörum og breytt hegðunarmynstri Íslendinga. Sagði Sigmundur það rannsóknarefni hvort slíkar sýkingar hafi breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna.Lítil umræða hafði átt sér stað um bogfrymlasótt þegar Sigmundur Davíð tók málið upp í umræðu um kjötinnflutning frá Evrópu.VísirVildi Sigmundur einnig meina að besta leiðin til að forðast smitið væri að borða bara kjöt frá Íslandi, Noregi og Bretlandi þar sem minnst væri um bogfrymlasmit samkvæmt hans heimildum. Málið er raunar töluvert flóknara en svo. Sýkinguna er að finna í um 25% alls mannkyns, nánast öllum köttum og fjölda annarra spendýra. Sjávarspendýr virðast t.d. vera sérstaklega líkleg til að smitast af bogfrymlinum, þar á meðal selir og hvalir. Þá vekur athygli að bogfrymlasmit er nánast óþekkt í nútíma verksmiðjubúskap en lífrænar vörur innihalda mjög oft bogfrymla þar sem þær hafa verið í mun meiri snertingu við náttúruna. Bogfrymla er t.d. mjög oft að finna í jarðvegi. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn virðast breytingar á hegðunarmynstri sem fylgja bogfrymlasmiti leiði til aukinnar þáttöku í viðskiptalífinu. Lengi hefur verið vitað að sýkingin virðist auka áhættusækna hegðun. Flestir finna ekki fyrir neinum einkennum en tölfræðilega virðast hinir sýktu vera 40% líklegri til að læra viðskiptafræði í háskóla en þeir sem eru án bogfrymlasýkingar. Þá voru þeir sýktu allt að 80% líklegri til að stofna eigið fyrirtæki. Höfundar rannsóknarinnar benda á að langflest fyrirtæki fara á hausinn skömmu eftir að þau eru stofnuð og skilja eftir sig skuldahala. Það er því ákaflega áhættusamt að stofna nýtt fyrirtæki og hverfandi líkur á að það endi vel. Því sé sláandi hversu margir með bogfrymlasótt sæki í slíka óvissu og áhættu. Íslendingar geta prísað sig sæla að vera lausir við þessa óværu, enda er óþarfa áhættusækni lítt þekkt vandamál í viðskiptalífinu hér á landi. Þessi áhættusækna hegðun nær lengra og er talin tengjast aukinni slysa- og sjálfsvígshættu. Fylgni er á milli margra geðrænna sjúkdóma og bogfrymlasmits en ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamband. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna bendir til þess að tengsl séu á milli bogfrymlasýkingar og áhættusækinnar hegðunar. Þeir sem hafa sýkst af bogfrymlasótt eru líklegri til að nema viðskiptafræði en aðrir og hlutfall smitaðra er hærra meðal fjárfesta og frumkvöðla en almennings. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.Bogfrymill er sníkjudýr sem oftast berst í mannfólk úr köttum og getur verið hættulegt þunguðum konum og fólki með skert ónæmiskerfi. Frumdýrið veldur svonefndir bogfrymlasótt og getur smitið einnig borist úr kjöti, grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, uppskar nokkuð háð þegar hann hafði orð á því í viðtali árið 2014 að bogfrymlasótt gæti borist úr erlendum kjötvörum og breytt hegðunarmynstri Íslendinga. Sagði Sigmundur það rannsóknarefni hvort slíkar sýkingar hafi breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna.Lítil umræða hafði átt sér stað um bogfrymlasótt þegar Sigmundur Davíð tók málið upp í umræðu um kjötinnflutning frá Evrópu.VísirVildi Sigmundur einnig meina að besta leiðin til að forðast smitið væri að borða bara kjöt frá Íslandi, Noregi og Bretlandi þar sem minnst væri um bogfrymlasmit samkvæmt hans heimildum. Málið er raunar töluvert flóknara en svo. Sýkinguna er að finna í um 25% alls mannkyns, nánast öllum köttum og fjölda annarra spendýra. Sjávarspendýr virðast t.d. vera sérstaklega líkleg til að smitast af bogfrymlinum, þar á meðal selir og hvalir. Þá vekur athygli að bogfrymlasmit er nánast óþekkt í nútíma verksmiðjubúskap en lífrænar vörur innihalda mjög oft bogfrymla þar sem þær hafa verið í mun meiri snertingu við náttúruna. Bogfrymla er t.d. mjög oft að finna í jarðvegi. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn virðast breytingar á hegðunarmynstri sem fylgja bogfrymlasmiti leiði til aukinnar þáttöku í viðskiptalífinu. Lengi hefur verið vitað að sýkingin virðist auka áhættusækna hegðun. Flestir finna ekki fyrir neinum einkennum en tölfræðilega virðast hinir sýktu vera 40% líklegri til að læra viðskiptafræði í háskóla en þeir sem eru án bogfrymlasýkingar. Þá voru þeir sýktu allt að 80% líklegri til að stofna eigið fyrirtæki. Höfundar rannsóknarinnar benda á að langflest fyrirtæki fara á hausinn skömmu eftir að þau eru stofnuð og skilja eftir sig skuldahala. Það er því ákaflega áhættusamt að stofna nýtt fyrirtæki og hverfandi líkur á að það endi vel. Því sé sláandi hversu margir með bogfrymlasótt sæki í slíka óvissu og áhættu. Íslendingar geta prísað sig sæla að vera lausir við þessa óværu, enda er óþarfa áhættusækni lítt þekkt vandamál í viðskiptalífinu hér á landi. Þessi áhættusækna hegðun nær lengra og er talin tengjast aukinni slysa- og sjálfsvígshættu. Fylgni er á milli margra geðrænna sjúkdóma og bogfrymlasmits en ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamband.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira