Bretar andsnúnir áformum May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar sem YouGov birti í gær. Um helmingur þjóðarinnar telur að áform May um áframhaldandi aðild að innri markaðnum og tollabandalaginu, gegn ýmsum málamiðlunum, eftir útgöngu séu hreinlega slæm fyrir Bretland. Þá sögðust einungis tíu prósent geta hugsað sér að styðja áformin ef þau væru sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi stefna May er einnig umdeild innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þrír ráðherrar sögðu af sér í kjölfar samþykktar hennar, meðal annars Boris Johnson, þá utanríkisráðherra. Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra, sagði í gær að May væri enn að reyna að sannfæra ráðherra um að stefnan væri sú besta. Ýmislegt fleira kom fram í fyrrnefndri könnun. Meðal annars sögðu 34 prósent aðspurðra að Boris Johnson myndi standa sig betur en May, fengi hann að sjá um útgöngumálin. Afstaðan gagnvart Brexit virðist þó lítið hafa breyst og myndi um helmingur greiða atkvæði gegn útgöngu, yrði haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá virðist málið hafa laskað Íhaldsflokkinn svo mjög, og reyndar aðra flokka líka, að þriðjungur aðspurðra sagðist geta hugsað sér að kjósa nýjan íhaldsflokk, verði slíkur stofnaður. Sunday Times greindi frá því í gær að Nigel Farage, áður formaður UKIP sem barðist af eldmóði fyrir útgöngunni, ætti nú í viðræðum við Steve Bannon, áður ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um stofnun nýs íhaldsafls. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar sem YouGov birti í gær. Um helmingur þjóðarinnar telur að áform May um áframhaldandi aðild að innri markaðnum og tollabandalaginu, gegn ýmsum málamiðlunum, eftir útgöngu séu hreinlega slæm fyrir Bretland. Þá sögðust einungis tíu prósent geta hugsað sér að styðja áformin ef þau væru sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi stefna May er einnig umdeild innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þrír ráðherrar sögðu af sér í kjölfar samþykktar hennar, meðal annars Boris Johnson, þá utanríkisráðherra. Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra, sagði í gær að May væri enn að reyna að sannfæra ráðherra um að stefnan væri sú besta. Ýmislegt fleira kom fram í fyrrnefndri könnun. Meðal annars sögðu 34 prósent aðspurðra að Boris Johnson myndi standa sig betur en May, fengi hann að sjá um útgöngumálin. Afstaðan gagnvart Brexit virðist þó lítið hafa breyst og myndi um helmingur greiða atkvæði gegn útgöngu, yrði haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá virðist málið hafa laskað Íhaldsflokkinn svo mjög, og reyndar aðra flokka líka, að þriðjungur aðspurðra sagðist geta hugsað sér að kjósa nýjan íhaldsflokk, verði slíkur stofnaður. Sunday Times greindi frá því í gær að Nigel Farage, áður formaður UKIP sem barðist af eldmóði fyrir útgöngunni, ætti nú í viðræðum við Steve Bannon, áður ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um stofnun nýs íhaldsafls.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40
Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00