Erlent

Hótar lokun alríkisins vegna innflytjenda

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Þetta yrði í þriðja sinn á árinu sem alríkinu yrði lokað.
Þetta yrði í þriðja sinn á árinu sem alríkinu yrði lokað. NordicPhotos/Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leyfa alríkinu að loka styðji demókratar á þinginu ekki tillögur hans í innflytjendamálum. Þar á meðal er fjármögnun hins umdeilda veggjar milli landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó sem Trump hafði lofað að Mexíkóar myndu borga fyrir.

Þetta yrði í þriðja sinn á árinu sem alríkinu yrði lokað. Eftir deilur Trumps við demókrata í janúar síðastliðnum, sem snerust aðallega um réttindi ólöglegra innflytjenda, náðist ekki samkomulag um framlengingu á fjárlögum til að tryggja rekstur ýmissa ríkisstofnana.

Þá varð tímabundin lokun á fjárframlögum til alríkisstofnana í febrúar sem öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul knúði fram til að mótmæla vaxandi skuldasöfnun alríkisins.

Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti í mars frumvarp sem tryggir fjármögnun alríkisins út september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×